Færslur: Akranes

Viðræður á Akranesi ganga vel
Viðræður Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra á Akranesi ganga vel og línur ættu að vera farnar að skýrast um næstu helgi, að sögn oddvita Framsóknar og frjálsra, Elsu Láru Arnardóttur.
Leiðtogar listanna á Akranesi
Akranes er 9. stærsta sveitarfélag landsins þar bjuggu um sjö þúsundþúsund og þrjúhundruð manns í byrjun árs og íbúum hefur fjölgað um átta prósent á fjórum árum. Í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum voru fimm listar í kjöri, B - listi frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokksins, S- listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstri-grænna og Æ-listi Bjartar framtíðar.
Hafa lokað opnu bókhaldi þriggja sveitarfélaga
KPMG hefur lokað upplýsingasíðum þriggja sveitarfélaga þar sem gögn úr bókhaldi þeirra voru birtar eftir að í ljós kom að viðkvæm gögn sem ekki mátti birta voru birt. Persónuvernd hefur hafið skoðun á málinu.
30.04.2018 - 14:11
Akranes íhugar að stytta vinnuvikuna
Bæjarráð Akraness hefur tilnefnt tvo bæjarfulltrúa í launalausan starfshóp um styttingu vinnuvikunnar. Reynsla Reykjavíkurborgar af styttingu vinnuvikunnar var kynnt á síðasta fundi bæjarráðs í lok mars.
10.04.2018 - 16:52
Skólastjóri telur samræmda prófið ómarktækt
Skólastjóri telur að samræmd próf níunda bekkjar í íslensku séu ómarktæk. Prófin eru rafræn og til stóð að nemendur í níunda bekk á öllu landinu myndu taka prófið í morgun. Aðeins hluta nemendanna tókst að ljúka prófunum, sumum við erfiðar aðstæður.
07.03.2018 - 16:20
Sprengja sílóin líklega aftur á næstunni
Verið er að meta næstu skref við niðurrif á fjórum sílóum við Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Ekki tókst að sprengja þau niður 30. desember síðastliðinn og féllu þau til hliðar en ekki til jarðar.
02.01.2018 - 15:05
40 störf í fiskvinnslu flutt á Akranes
40 störf verða flutt á Akranes um áramót þegar fiskvinnslan Ísfiskur flytur þangað úr Kópavogi. Fiskvinnslu HB Granda á Akranesi var lokað í dag.
31.08.2017 - 21:43
Skemmtiferðaskip kom í land án leyfis
Landhelgisgæslan hafði afskipti af franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem kom til hafnar á Akranesi í morgun. Skipstjórinn sagðist hafa sérstaka undanþágu til að fara beint í land án þess að vera afgreiddur af tolli, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Engin slík undanþága er hins vegar til. Tollvörður lítur það alvarlegum augum að skemmtiferðaskip hafi komið með farþega í land án þess að fá tollafgreiðslu en ólíklegt er að viðurlögum verði beitt.
30.07.2017 - 16:09
  •