Færslur: Akranes

Mikilla framkvæmda þörf vegna myglu í Grundaskóla
Töluverðs viðhalds er þörf á Grundaskóla á Akranesi samkvæmt úttekt Verkís. Fimm sveppategundir sem framleiða hættuleg sveppaeiturefni greindust í sýnum sem send voru til Náttúrfræðistofnunar Íslands. 
18.03.2021 - 16:55
Flutningabíl ekið á barn á Akranesi
Flutningabíl var ekið á ellefu ára dreng á hjóli í Asparskógum á Akranesi um klukkan tvö í dag. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór mun betur en á horfðist og hann er ekki í lífshættu. Lögreglan rannsakar nú umferðarslysið.
16.03.2021 - 16:41
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Sement gaus úr tanki yfir bíla og hús á Akranesi
Sementsryk lagðist yfir Akranes í nótt og í morgun eftir að sement gaus upp úr einum af fjórum sementstönkum við höfnina í nótt. Verið var að fylla á tankinn í nótt þegar hann yfirfylltist og sementið gaus upp úr honum.
05.01.2021 - 11:08
Lilja uppfyllti skyldur sínar gagnvart skólameistara
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir íslenska ríkinu vegna uppsagnar Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ágústa fór fram á að sú ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf hennar yrði felld úr gildi eða dæmd ólögmæt.
Smit á Akranesi - allir í sóttkví sem fóru í ræktina
Kórónuveirusmit greindist á Akranesi. Búið er að rekja ferðir einstaklings sem reyndist smitaður, í það minnsta að hluta, en hann fór meðal annars í líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn.
18.09.2020 - 14:16
Myndskeið
Tæplega tíu prósent Skagamanna skimuð í dag
Tæplega tíu prósent Skagamanna voru skimuð fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Bæjarstjórinn segir að ótti hafi gripið um sig þegar hópsýking kom upp, en hann gleðst yfir samheldni bæjarbúa sem brugðust hratt og vel við beiðni um sýnatöku.
02.08.2020 - 19:42
Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.
02.08.2020 - 14:15
Kanna hvort fleiri en 7 séu smitaðir á Akranesi
Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi eru smitaðir af Covid-19. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar­stjóri Akra­ness, hvetur fólk til að fara varlega og virða sóttvarnarlög svo ekki verði frekri bylgja hér á landi. Verið er að athuga hvort fleiri en 7 eru smitaðir á Akranesi.   
28.07.2020 - 10:38
Lést af slysförum eftir fall úr stiga á Akranesi
Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi á fimmtudag þegar hún féll niður úr stiga og er talin hafa lent á höfðinu. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann telur að fall konunnar hafi verið um þrír metrar úr stiganum.
16.02.2020 - 13:46
Innlent · Vesturland · Akranes · Slys
Viðtal
Voru líklega með virka sprengju til sýnis í 40 ár
Sprengja sem var til sýnis á Byggðasafninu Görðum á Akranesi í 40 ár gæti mögulega verið virk. Jón Heiðar Allansson, forstöðumaður safnsins segir að hann hafi mörgum sinnum handfjatlað sprengjuna og gestum safnsins hafi gefist kostur á að snerta sprengjuna. Hann segir að liðsmenn Landhelgisgæslunnar hafi sótt sprengjuna í morgun.
31.01.2020 - 16:43
Sömdu í anda Lífskjarasamningsins
Verkalýðsfélag Akraness undirritaði á föstudag samning við Samband íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör félagsmanna sem vinna hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. Samningurinn er í meginatriðum í anda Lífskjarasamningsins sem gerður var á almennum markaði, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vonast til að geta komið aftur til vinnu
Starfsfólk Ísfisks vonast til að geta hafið störf á ný. Öllu starfsfólki fyrirtækisins, hátt í sextíu manns, var sagt upp störfum í gær. Þá hafði það ekki enn komið aftur til vinnu frá upphafi sumarleyfa um miðjan júlí. Uppsagnir eru með þeim fyrirvara að Ísfiskur nái ekki að leysa lausafjárvanda sinn.
01.10.2019 - 19:20
Helgin friðsamleg um allt land
Skemmtanahald fór friðsamlega fram um allt land um helgina, en fjölmargir lögðu leið sína á bæjarhátíðir víðs vegar um landið. Á Akureyri voru tvö fjölmenn fótboltamót um helgina.
08.07.2019 - 10:43
Myndskeið
Sjósundsfólk hæstánægt með nýju baðaðstöðuna
Það hefur lengi verið vinsælt að fá sér sundsprett í sjónum við Langasand á Akranesi en nú er líka hægt að slaka þar á í heita pottinum. Sjósundsfólk er himinlifandi með nýja aðstöðu sem var opnuð í dag. 
08.12.2018 - 18:39
Sanngjarnt að ríkið taki þátt í kostnaði
Það er sanngirnismál að ríkið greiði hálfan milljarð vegna framkvæmda á Sementsreitnum, segir bæjarstjórinn á Akranesi. Niðurrif Sementsverksmiðjunnar er langt komið og til stendur að fara í mikla uppbyggingu.
28.10.2018 - 18:17
Akranes: Ástandið versnar með hverjum deginum
Álag á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi er mikið. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að ástandið sé erfitt og verði verra með hverjum deginum sem líði. Ástandið er líka erfitt á Landspítala og hafa konur verið sendar þaðan til Akraness.
20.07.2018 - 12:47
Gabríel rauðhærðasti Íslendingurinn 2018
Gabríel Ísak Valgeirsson var í dag valinn rauðhærðasti Íslendingurinn 2018 á Írskum dögum á Akranesi sem fram fara um helgina nítjánda árið í röð. Gabríel sem er 15 ára fékk í verðlaun flug fyrir tvo til Dublin á Írlandi. Tilkynnt var um valið á Akratorgi á fjölskylduskemmtun þar í dag.
07.07.2018 - 20:46
Hús á Akranesi talsvert skemmt af reyk og hita
Eldur kviknaði í einbýlishúsi á Skagabraut á Akranesi um klukkan hálftólf í gærkvöldi. Húsið er talsvert skemmt eftir brunann, aðallega eftir reyk og hita. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar réði niðurlögum eldsins hratt og vel að sögn lögreglu á Akranesi. Eldurinn var í stofu hússins en það var mannlaust þegar hann kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn.
30.06.2018 - 06:21
Eldur á Akranesi
Tilkynnt var um eld á Skagabraut á Akranesi um hálftólfleytið í kvöld. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum en að sögn varðstofu neyðarlínunnar er búið að ná tökum á eldinum. Engan sakaði.
30.06.2018 - 00:26
Viðræður á Akranesi ganga vel
Viðræður Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra á Akranesi ganga vel og línur ættu að vera farnar að skýrast um næstu helgi, að sögn oddvita Framsóknar og frjálsra, Elsu Láru Arnardóttur.
Leiðtogar listanna á Akranesi
Akranes er 9. stærsta sveitarfélag landsins þar bjuggu um sjö þúsundþúsund og þrjúhundruð manns í byrjun árs og íbúum hefur fjölgað um átta prósent á fjórum árum. Í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum voru fimm listar í kjöri, B - listi frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokksins, S- listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstri-grænna og Æ-listi Bjartar framtíðar.
Hafa lokað opnu bókhaldi þriggja sveitarfélaga
KPMG hefur lokað upplýsingasíðum þriggja sveitarfélaga þar sem gögn úr bókhaldi þeirra voru birtar eftir að í ljós kom að viðkvæm gögn sem ekki mátti birta voru birt. Persónuvernd hefur hafið skoðun á málinu.
30.04.2018 - 14:11
Akranes íhugar að stytta vinnuvikuna
Bæjarráð Akraness hefur tilnefnt tvo bæjarfulltrúa í launalausan starfshóp um styttingu vinnuvikunnar. Reynsla Reykjavíkurborgar af styttingu vinnuvikunnar var kynnt á síðasta fundi bæjarráðs í lok mars.
10.04.2018 - 16:52
Skólastjóri telur samræmda prófið ómarktækt
Skólastjóri telur að samræmd próf níunda bekkjar í íslensku séu ómarktæk. Prófin eru rafræn og til stóð að nemendur í níunda bekk á öllu landinu myndu taka prófið í morgun. Aðeins hluta nemendanna tókst að ljúka prófunum, sumum við erfiðar aðstæður.
07.03.2018 - 16:20