Færslur: Akranes

Eldur slökktur í fólksbíl við mynni Hvalfjarðarganga
Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar gekk vel að slökkva eld í litlum fólksbíl sem kviknaði í skammt frá mynni Hvalfjarðarganga Akranesmegin. Óhappið varð nú á öðrum tímanum.
Harður árekstur norðan Hvalfjarðarganga
Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi við Grundartanga, norðan Hvalfjarðarganga, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu saman og höfnuðu báðir utan vegar.
25.07.2021 - 18:10
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús á tveimur hæðum á Akranesi í liðinni viku. Húsið stendur við Asparskóga og er samansett úr innfluttum, forsmíðuðum einingum.
29.06.2021 - 14:58
Sinueldur við skotsvæðið undir Akrafjalli
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk tilkynningu um eld í gróðri við skotsvæðið undir Akrafjalli klukkan rúmlega tíu í morgun. Nokkuð vel gekk að slökkva eldinn, að sögn slökkviliðsstjóra, en svæðið verður vaktað fram eftir degi. Nokkuð stórt svæði varð eldinum að bráð og ekki er vitað hvað kveikti hann.
23.05.2021 - 11:44
Allt tiltækt slökkvilið á Akranesi berst við sinueld
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Akranesi berst nú við sinueld nærri Kúludalsá, rétt austan við munna Hvalfjarðarganga. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að um tuttugu manns séu að störfum á vettvangi.
18.05.2021 - 22:33
Mikilla framkvæmda þörf vegna myglu í Grundaskóla
Töluverðs viðhalds er þörf á Grundaskóla á Akranesi samkvæmt úttekt Verkís. Fimm sveppategundir sem framleiða hættuleg sveppaeiturefni greindust í sýnum sem send voru til Náttúrfræðistofnunar Íslands. 
18.03.2021 - 16:55
Flutningabíl ekið á barn á Akranesi
Flutningabíl var ekið á ellefu ára dreng á hjóli í Asparskógum á Akranesi um klukkan tvö í dag. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór mun betur en á horfðist og hann er ekki í lífshættu. Lögreglan rannsakar nú umferðarslysið.
16.03.2021 - 16:41
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Sement gaus úr tanki yfir bíla og hús á Akranesi
Sementsryk lagðist yfir Akranes í nótt og í morgun eftir að sement gaus upp úr einum af fjórum sementstönkum við höfnina í nótt. Verið var að fylla á tankinn í nótt þegar hann yfirfylltist og sementið gaus upp úr honum.
05.01.2021 - 11:08
Lilja uppfyllti skyldur sínar gagnvart skólameistara
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir íslenska ríkinu vegna uppsagnar Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ágústa fór fram á að sú ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf hennar yrði felld úr gildi eða dæmd ólögmæt.
Smit á Akranesi - allir í sóttkví sem fóru í ræktina
Kórónuveirusmit greindist á Akranesi. Búið er að rekja ferðir einstaklings sem reyndist smitaður, í það minnsta að hluta, en hann fór meðal annars í líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn.
18.09.2020 - 14:16
Myndskeið
Tæplega tíu prósent Skagamanna skimuð í dag
Tæplega tíu prósent Skagamanna voru skimuð fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Bæjarstjórinn segir að ótti hafi gripið um sig þegar hópsýking kom upp, en hann gleðst yfir samheldni bæjarbúa sem brugðust hratt og vel við beiðni um sýnatöku.
02.08.2020 - 19:42
Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.
02.08.2020 - 14:15
Kanna hvort fleiri en 7 séu smitaðir á Akranesi
Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi eru smitaðir af Covid-19. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar­stjóri Akra­ness, hvetur fólk til að fara varlega og virða sóttvarnarlög svo ekki verði frekri bylgja hér á landi. Verið er að athuga hvort fleiri en 7 eru smitaðir á Akranesi.   
28.07.2020 - 10:38
Lést af slysförum eftir fall úr stiga á Akranesi
Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi á fimmtudag þegar hún féll niður úr stiga og er talin hafa lent á höfðinu. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann telur að fall konunnar hafi verið um þrír metrar úr stiganum.
16.02.2020 - 13:46
Innlent · Vesturland · Akranes · Slys
Viðtal
Voru líklega með virka sprengju til sýnis í 40 ár
Sprengja sem var til sýnis á Byggðasafninu Görðum á Akranesi í 40 ár gæti mögulega verið virk. Jón Heiðar Allansson, forstöðumaður safnsins segir að hann hafi mörgum sinnum handfjatlað sprengjuna og gestum safnsins hafi gefist kostur á að snerta sprengjuna. Hann segir að liðsmenn Landhelgisgæslunnar hafi sótt sprengjuna í morgun.
31.01.2020 - 16:43
Sömdu í anda Lífskjarasamningsins
Verkalýðsfélag Akraness undirritaði á föstudag samning við Samband íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör félagsmanna sem vinna hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. Samningurinn er í meginatriðum í anda Lífskjarasamningsins sem gerður var á almennum markaði, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vonast til að geta komið aftur til vinnu
Starfsfólk Ísfisks vonast til að geta hafið störf á ný. Öllu starfsfólki fyrirtækisins, hátt í sextíu manns, var sagt upp störfum í gær. Þá hafði það ekki enn komið aftur til vinnu frá upphafi sumarleyfa um miðjan júlí. Uppsagnir eru með þeim fyrirvara að Ísfiskur nái ekki að leysa lausafjárvanda sinn.
01.10.2019 - 19:20
Helgin friðsamleg um allt land
Skemmtanahald fór friðsamlega fram um allt land um helgina, en fjölmargir lögðu leið sína á bæjarhátíðir víðs vegar um landið. Á Akureyri voru tvö fjölmenn fótboltamót um helgina.
08.07.2019 - 10:43
Myndskeið
Sjósundsfólk hæstánægt með nýju baðaðstöðuna
Það hefur lengi verið vinsælt að fá sér sundsprett í sjónum við Langasand á Akranesi en nú er líka hægt að slaka þar á í heita pottinum. Sjósundsfólk er himinlifandi með nýja aðstöðu sem var opnuð í dag. 
08.12.2018 - 18:39
Sanngjarnt að ríkið taki þátt í kostnaði
Það er sanngirnismál að ríkið greiði hálfan milljarð vegna framkvæmda á Sementsreitnum, segir bæjarstjórinn á Akranesi. Niðurrif Sementsverksmiðjunnar er langt komið og til stendur að fara í mikla uppbyggingu.
28.10.2018 - 18:17
Akranes: Ástandið versnar með hverjum deginum
Álag á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi er mikið. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að ástandið sé erfitt og verði verra með hverjum deginum sem líði. Ástandið er líka erfitt á Landspítala og hafa konur verið sendar þaðan til Akraness.
20.07.2018 - 12:47
Gabríel rauðhærðasti Íslendingurinn 2018
Gabríel Ísak Valgeirsson var í dag valinn rauðhærðasti Íslendingurinn 2018 á Írskum dögum á Akranesi sem fram fara um helgina nítjánda árið í röð. Gabríel sem er 15 ára fékk í verðlaun flug fyrir tvo til Dublin á Írlandi. Tilkynnt var um valið á Akratorgi á fjölskylduskemmtun þar í dag.
07.07.2018 - 20:46
Hús á Akranesi talsvert skemmt af reyk og hita
Eldur kviknaði í einbýlishúsi á Skagabraut á Akranesi um klukkan hálftólf í gærkvöldi. Húsið er talsvert skemmt eftir brunann, aðallega eftir reyk og hita. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar réði niðurlögum eldsins hratt og vel að sögn lögreglu á Akranesi. Eldurinn var í stofu hússins en það var mannlaust þegar hann kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn.
30.06.2018 - 06:21
Eldur á Akranesi
Tilkynnt var um eld á Skagabraut á Akranesi um hálftólfleytið í kvöld. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum en að sögn varðstofu neyðarlínunnar er búið að ná tökum á eldinum. Engan sakaði.
30.06.2018 - 00:26