Færslur: Akranes

Tvöfaldur íbúafjöldi í bæjum um helgina
Búast má við að íbúafjöldi einhverra bæjarfélaga tvöfaldist um helgina en fjölmargar bæjarhátíðir verða um allt land. Á meðal þeirra hátíða sem verða haldnar eru Markaðshelgin í Bolungarvík og bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi.
30.06.2022 - 17:31
Hefja formlegar meirihlutaviðræður á Akranesi
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf í Bæjarstjórn Akraness. Í gær slitnaði upp úr viðræðum á milli núverandi meirihluta, Framsóknar og Samfylkingar.
Landinn
Voru sjálfir farnir að biðja um rör í eyrun
Eyrnabólga er algeng hjá börnum á Íslandi og þar af leiðandi röraísetningar sem geta bjargað svefni, líðan og geðheilsu heilu fjölskyldnanna. Slæm eyrnaheilsa gengur gjarnan í erfðir og íslenska veðráttan hjálpar ekki til. Í Sandgerði býr sex manna fjölskylda sem þekkir eyrnabólgu og rör betur en flestir.
„Vekur hjá manni óþægindatilfinningar“
Forseti bæjarstjórnar Akraness segir nauðsynlegt að endurskoða reglur um vanhæfi fulltrúa í kjörstjórn. Allir aðalmenn í yfirkjörstjórn bæjarfélagsins þurftu að víkja eftir að reglunum var breytt um síðustu áramót. Hann segir það vekja upp óþægindatilfinningu að þurfa að manna nýja kjörstjórn með óvönu fólki.
10.04.2022 - 19:20
Kastljós
„Það er ekkert að hljóðinu í kasettum“
Ægisbraut Records gefur út nýja tónlist á kassettuformi. Útgáfan var stofnuð af hópi tónlistarmanna sem deilir æfingahúsnæði við Ægisbraut á Akranesi.
Telur lokun vegarins um Kjalarnes óþarfa
Vegurinn um Kjalarnes er enn lokaður og ekkert virðist benda til að hann verði opnaður í bráð. Guðmundur Björnsson, sem býr á Akranesi, en vinnur í Reykjavík býst við að hafast við í bílnum sínum í nótt.
Kennsla hefst að nýju í Brekkubæjarskóla
Skólastarf hefst að nýju í Brekkubæjarskóla eftir helgi. Kveikt var í smíðastofu skólans 13. janúar og síðan hefur skólinn verið lokaður vegna slæmra loftgæða og hreinsunarstarfs. Málið telst upplýst að hálfu lögreglunnar og er unnið í samvinnu við barnavernd.
29.01.2022 - 21:20
Slökktu eld í Brekkubæjarskóla
Slökkvilið Akraness var kallað út að Brekkubæjarskóla þegar klukkan var gengin um tuttugu mínútur í tíu í kvöld vegna eldsvoða. Dælubílar voru sendir á vettvang og eldurinn slökktur rétt í þessu.
13.01.2022 - 21:47
Innlent · Akranes · Eldur
Sjónvarpfrétt
105 virk smit á Akranesi - á fjórða hundrað í sóttkví
Ákveðið hefur verið að starfsemi grunnskóla og leikskóla verði að mestu með eðlilegum hætti á Akranesi á morgun. Grunnskólar verða opnir en einhverjar leikskóladeildir verða þó lokaðar vegna sóttkvíar.
07.11.2021 - 17:56
Allir skólastarfsmenn á Akranesi skimaðir
Yfir 100 virk kórónuveirusmit eru nú á Akranesi, en hægt hefur á útbreiðslu í bænum eftir mikla fjölgun smita undanfarna viku. Allir starfsmenn skóla og frístundastarfs í bænum fóru í skimun í morgun, óvíst er hvort skólar verða opnaðir eftir helgi.
580 mættu í sýnatöku á Akranesi
Um 580 manns mættu í COVID-19 sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi í dag. Boðað var í sýnatöku vegna fjölda smita sem greinst hafa á vestanverðu landinu síðustu daga. Fjölbrautaskóli Vesturlands verður lokaður fram á föstudag hið minnsta vegna smita sem grunað er að hafi breiðst út í skólanum.
Eldur slökktur í fólksbíl við mynni Hvalfjarðarganga
Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar gekk vel að slökkva eld í litlum fólksbíl sem kviknaði í skammt frá mynni Hvalfjarðarganga Akranesmegin. Óhappið varð nú á öðrum tímanum.
Harður árekstur norðan Hvalfjarðarganga
Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi við Grundartanga, norðan Hvalfjarðarganga, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu saman og höfnuðu báðir utan vegar.
25.07.2021 - 18:10
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús á tveimur hæðum á Akranesi í liðinni viku. Húsið stendur við Asparskóga og er samansett úr innfluttum, forsmíðuðum einingum.
29.06.2021 - 14:58
Sinueldur við skotsvæðið undir Akrafjalli
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk tilkynningu um eld í gróðri við skotsvæðið undir Akrafjalli klukkan rúmlega tíu í morgun. Nokkuð vel gekk að slökkva eldinn, að sögn slökkviliðsstjóra, en svæðið verður vaktað fram eftir degi. Nokkuð stórt svæði varð eldinum að bráð og ekki er vitað hvað kveikti hann.
23.05.2021 - 11:44
Allt tiltækt slökkvilið á Akranesi berst við sinueld
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Akranesi berst nú við sinueld nærri Kúludalsá, rétt austan við munna Hvalfjarðarganga. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að um tuttugu manns séu að störfum á vettvangi.
18.05.2021 - 22:33
Mikilla framkvæmda þörf vegna myglu í Grundaskóla
Töluverðs viðhalds er þörf á Grundaskóla á Akranesi samkvæmt úttekt Verkís. Fimm sveppategundir sem framleiða hættuleg sveppaeiturefni greindust í sýnum sem send voru til Náttúrfræðistofnunar Íslands. 
18.03.2021 - 16:55
Flutningabíl ekið á barn á Akranesi
Flutningabíl var ekið á ellefu ára dreng á hjóli í Asparskógum á Akranesi um klukkan tvö í dag. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór mun betur en á horfðist og hann er ekki í lífshættu. Lögreglan rannsakar nú umferðarslysið.
16.03.2021 - 16:41
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Sement gaus úr tanki yfir bíla og hús á Akranesi
Sementsryk lagðist yfir Akranes í nótt og í morgun eftir að sement gaus upp úr einum af fjórum sementstönkum við höfnina í nótt. Verið var að fylla á tankinn í nótt þegar hann yfirfylltist og sementið gaus upp úr honum.
05.01.2021 - 11:08
Lilja uppfyllti skyldur sínar gagnvart skólameistara
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir íslenska ríkinu vegna uppsagnar Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ágústa fór fram á að sú ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf hennar yrði felld úr gildi eða dæmd ólögmæt.
Smit á Akranesi - allir í sóttkví sem fóru í ræktina
Kórónuveirusmit greindist á Akranesi. Búið er að rekja ferðir einstaklings sem reyndist smitaður, í það minnsta að hluta, en hann fór meðal annars í líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn.
18.09.2020 - 14:16
Myndskeið
Tæplega tíu prósent Skagamanna skimuð í dag
Tæplega tíu prósent Skagamanna voru skimuð fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Bæjarstjórinn segir að ótti hafi gripið um sig þegar hópsýking kom upp, en hann gleðst yfir samheldni bæjarbúa sem brugðust hratt og vel við beiðni um sýnatöku.
02.08.2020 - 19:42
Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.
02.08.2020 - 14:15
Kanna hvort fleiri en 7 séu smitaðir á Akranesi
Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi eru smitaðir af Covid-19. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar­stjóri Akra­ness, hvetur fólk til að fara varlega og virða sóttvarnarlög svo ekki verði frekri bylgja hér á landi. Verið er að athuga hvort fleiri en 7 eru smitaðir á Akranesi.   
28.07.2020 - 10:38