Færslur: Áhorfendabann

Viðtal
Fagnar því að fá aftur stuðningsmenn í stúkuna
Steinunn Björnsdóttir, handboltakona og fyrirliði Fram í meistaraflokki kvenna, fagnar breytingum á sóttvörnum og hlakkar til að fá áhorfendur á leiki. Handboltafólk hefur leikið án áhorfenda allt tímabilið, fram að þessu. Steinunn segir starfsfólk Fram reiðubúið til að taka á móti fólki í stúkuna í númeruð sæti og með eins metra millibili.
Fleiri áhorfendur frá og með morgundeginum
Frá og með morgundeginum verður hægt að fjölga áhorfendum á íþróttaviðburðum hér á landi og mega því allt að 200 áhorfendur vera í hverju hólfi. Knattspyrnusamband Íslands hefur þegar birt nýjar reglur um framkvæmt knattspyrnuleikja.
06.09.2020 - 09:58
Liðin undirbúa komu áhorfenda í dag
Ákvörðunin um að leyfa áhorfendur kom flatt upp á marga innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag. Þrátt fyrir skamman fyrirvara hafa liðin flest nú þegar gert ráðstafanir um hvernig miðasalan verður fyrir leikina í dag.
29.08.2020 - 12:17