Færslur: AGS

Gera athugasemdir við skýrslu AGS
Alþýðusamband Íslands hefur gert athugasemdir við skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um horfur í íslenskum efnahagsmálum. Skýrslan var gefin út 8. júní síðastliðinn en ASÍ sendi athugasemdir sínar til AGS í gær.
AGS segir Ísland standa vel að vígi í efnahagsbatanum
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir að Ísland standi vel að vígi í efnahagslegum bata eftir Kórónuveirukreppuna. Eftir sem áður hafi áhrif hans verið gífurleg hér á landi. Hrun í ferðaþjónustu vegi þar þyngst. Samdráttur í landsframleiðslu og aukið atvinnuleysi hafi haft mikil áhrif á efnahagslíf landsins.
08.06.2021 - 21:58
Myndskeið
Ísland of háð ferðaþjónustu þegar faraldurinn skall á
Of mikil áhersla á ferðaþjónustu var einn helsti veikleiki Íslands þegar kórónuveirufaraldurinn skall á, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn varar jafnframt við bólumyndun á fasteignamarkaði.
AGS leiðréttir og uppfærir mat á aðgerðum stjórnvalda
Umfang stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda nema 9,2% af vergri þjóðarframleiðslu en ekki 2,1% líkt og greint var frá fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en íslensk stjórnvöld bentu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á skekkjuna.
Beinn stuðningur ríkisfjármála einna minnstur á Íslandi
Ísland er á meðal þeirra Evrópuríkja þar sem beinn stuðningur ríkisfjármála til að stemma stigu við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins hefur verið minnstur. Á þeim lista eru einnig Tyrkland, Albanía, Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Bosnía og Hersegóvína og Moldóva. Ríkin eiga það sameiginlegt að stuðningurinn er undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um viðbrögð ríkja við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins.