Færslur: Agnes M. Sigurðardóttir

Brýn þörf á viðhaldi 150 friðlýstra kirkna
Viðhaldsþörf um 150 friðlýstra kirkna í eigu og umsjón þjóðkirkjusöfnuða nemur um 217 milljónum króna, eða 1,75% af brunabótamati þeirra. Þeirra á meðal er Húsavíkurkirkja en mikill fúi hefur komið fram í henni. 
Biskup biður fólk að óttast ekki fjölbreytileikann
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði Gleðigöngu hinsegin fólks að umtalsefni í predikun sinni í Hallgrímskirkju i dag, á fullveldisdaginn. Einungis rúmur mánuður er liðinn frá því að biskup bað samkynhneigt fólk afsökunar fyrir hönd þjóðkirkjunnar.
01.12.2019 - 16:23
Aðgangur barna að fagaðilum verði greiður
„Öll börn ættu að eiga greiðan aðgang að fagaðilum sem hjálpa foreldrunum að finna leiðr til lausnar ef eitthvað má betur fara eða þörf er á úrræðum sem auðvelda líf fjölskyldunnar," sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup í predikun sinni í Dómkirkjunni í kvöld.
24.12.2018 - 23:10
„Stundum mistekist í kirkjunni að breyta rétt“
Þegar Agnes M. Sigurðardóttir var svarin í biskupsembætti sumarið 2012, var kirkjan í vanda stödd. Gömul hneykslismál, fyrst og fremst tengd Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi, höfðu skekið kirkjuna enn á ný. Eftirmaður Ólafs, Karl Sigurbjörnsson, hafði hrökklast úr embætti vegna gagnrýni á hvernig hann vann úr því máli.
10.04.2018 - 20:00