Færslur: áföll

Segja skort á stuðningi eftir skotárásina í Osló
Starfsfólk sem veitt hefur áfallahjálp eftir skotárásina í Osló í júlí, telur stjórnvöld í landinu ekki hafa lagt næga áherslu á stuðning við þá sem árásin snerti.
17.07.2022 - 01:20
Landinn
„Erfiðustu aðgerðirnar eru þær sem maður tengir við“
„Ég er búinn að vinna í tengslum við almannavarnir og björgunarstörf í 30 ár og ég held að ég hafi aldrei upplifað svona tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna. Hvert áfallið hefur rekið annað síðustu ár ef þau eru ekki beinlínis á sama tíma. Landinn fjallaði um áföll á Íslandi og áfallastjórnun.
Hefur rætt við Landspítala og konu sem missti barn sitt
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur rætt við forsvarsmenn Landspítalans vegna máls foreldra sem misstu ófætt barn sitt á dögunum, einnig hefur hún haft samband við móður barnsins.
Viðtal
Segir frá til að geta verið til staðar fyrir son sinn
„Ég er að opinbera og fórna miklu,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Í bók sem kemur út á morgun greinir hann meðal annars frá ofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hvernig hann hefur tekist á við erfið áföll. Ekki eru allir í nærumhverfi hans og fjölskyldu sáttir við frásögnina.
„Mér finnst ég ekki örugg þarna lengur“
Kona á Seyðisfirði ætlar ekki að dvelja heima um jólin, hvort sem rýmingu verður aflétt eða ekki. Hún veit ekki hvort hún getur hugsað sér að búa áfram í bænum.
21.12.2020 - 12:52
Myndskeið
Þeir sem verða fyrir ofbeldi þurfa 1-2 ára endurhæfingu
Brýnt er að stuðningur við þá sem verða fyrir ofbeldi sé til lengri tíma en nú er. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem rannsakar afleiðingar ofbeldis. Sumir þurfi endurhæfingu í eitt til tvö ár.
30.11.2020 - 22:27
„Þessi atburður setti fjölskylduna á hliðina“
Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Þorsteinn J. skrifaði um skelfilegt fráfall móðurbróður síns, sem varð fyrir bíl fyrir utan heimili sitt, í bókinni Takk, mamma og kom út árið 2000. Þar fór hann í saumana á sambandinu við móður sína, áhrifum slyssins og þögguninni í kringum það. Nú er hann að senda frá sér nýja bók, Ég skal vera ljósið, sem gerist í Slippnum en fjallar um hvernig hægt er að endurskapa söguna.
25.08.2020 - 12:42