Færslur: Ævar vísindamaður

Gagnrýni
Leikhús 2.0
Þitt eigið leikrit er fyrirtaks skemmtun og í raun uppfærð útgáfa af leikhúsi, þar sem tækni gerir ýmislegt mögulegt sem áður var ekki hægt að láta sig dreyma um, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.
Myndskeið
Áhorfendum að kenna ef verkið endar illa
Norræn goðafræði er meginviðfangsefnið í nýju íslensku leikriti eftir Ævar vísindamann - sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 31. janúar. Engar tvær sýningar verða eins því áhorfendur sjálfir fá að ráða för.
Foreldrar bestu fyrirmyndirnar í bókalestri
Ævar Þór Benediktsson heldur nú af stað með lestrarátak barna í fimmta og síðasta sinn. Nú er bryddað upp á þeirri nýjung að foreldrar geta verið með. Átakið stendur frá 1. janúar til 1. mars.
Ævar Þór tilnefndur til virtra verðlauna
Ævar Þór Benediktsson barnabókahöfundur er tilnefndur til minningarverðlauna Astrid Lindgren fyrir lestrarátak Ævars vísindamanns.
Ævar vísindamaður skrifar ofurhetjur
Ævar vísindamaður er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Það er nýkomin út eftir hann bókin Ofurhetjuvíddin, í haust er svo von á tveimur léttlestrarbókum eftir hann og svo spánýju leikriti í janúar.
09.08.2018 - 14:18
Ásgeir varpar einstakri vínylplötu í sjóinn
Í dag varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir sjö tommu vínylplötu í hafið úr þyrlu. Platan er sú eina sinnar tegundar í heiminum en henni er sem betur fer vandlega pakkað inn í flöskuskeyti sem hannað var af Ævari vísindamanni í samstarfi við RÚV og Verkís.
03.11.2017 - 15:42
Flöskuskeytið fékk far með forsetanum
Flöskuskeyti Ævars vísindamanns, sem fannst í Færeyjum um helgina, er á leið aftur heim til Íslands. Svo heppilega vildi til að forsetahjónin voru í opinberri heimsókn í Færeyjum og var þeim afhent skeytið við hátíðlega athöfn í skólanum á Argjahamri í gær.
18.05.2017 - 08:30
Seinna flöskuskeytið fannst í Húsavíkurfjöru
Seinna flöskuskeyti Ævars vísindamanns, sem hefur ferðast rúmlega 18 þúsund kílómetra um Atlantshafið, fannst í morgun í fjörunni við Húsavík í Færeyjum. Fyrra flöskuskeytið fannst á eyju við Skotland um miðjan janúar.
14.05.2017 - 13:07
Ævar Þór á meðal bestu barnabókahöfunda Evrópu
Alþjóðlega barnabókahátíðin Hay Festival hefur kynnt hinn svokallað Århus 39-lista, yfir 39 bestu barnabókahöfunda Evrópu 40 ára og yngri. Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður, er þar á meðal samkvæmt tilkynningu frá Forlaginu.
Vísindamaður og bókaormur
Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður, hlaut í dag sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín í þágu íslensks máls. Ævar hefur skrifað fjölda barnabóka og gert sjónvarpsþætti í hlutverki Ævars vísindamanns, svo fátt eitt sé nefnt.
Vísindatónleikar Ævars
Á annan í hvítasunnu kl. 16.05 verður útvarpað hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ævars vísindamanns sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu 6. febrúar sl.
Grunnskólabörn lásu 54 þúsund bækur
54 þúsund bækur voru lesnar í lestrarátaki Ævars vísindamanns, sem stóð frá 1. janúar til 1. mars, samkvæmt talningu á innsendum lestrarmiðum.
14.03.2016 - 15:07
Vísindavarpið - Talan einn
Í Vísindavarpi kvöldsins ætlum við að tala um tölur. En ekki allar tölur - heldur eina ákveðna tölu. Fyrstu töluna: Einn. Ég segi ykkur frá því hvað einn er gamall (hann er mun eldri en þig grunar), hvernig hann hefur þróast í gegnum aldirnar og annað tengt því að vera númer eitt!
17.06.2015 - 00:20
Hin mikilvæga traktorskassetta
Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur ólst upp í Borgarfirðinum og á traktornum var nausynlegt að vera með góða tónlist til að stytta sér stundir.
30.05.2015 - 13:25
Sigurmyndböndin
31.07.2014 - 14:32
Springur Ævar?
Í dag er sprengidagur og Ævar vísindamaður gerir tilraun þar sem hann kannar hversu mikið hann þarf að borða til að springa.
04.03.2014 - 00:00
Leynifélaginn Ævar vísindamaður
Ævar Þór vísindamaður hóf glæstan fjölmiðlaferil sinn í Leynifélaginu. Nú eru á dagskrá sjónvarpsins á laugardögum þættir þar sem hann fjallar um vísindi og gerir spennandi tilraunir og af því tilefni verða þriðjudagsfundirnir helgaðir því að rifja upp ýmislegt skemmtilegt sem hann tók upp á.
25.02.2014 - 21:00
Í næsta þætti!
20.02.2014 - 11:38