Færslur: Aðildarumsókn
Póllandsforseti styður aðildarumsókn Úkraínu
Forseti Póllands heitir Úkraínu fullum stuðningi við umsóknarferlið að inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir að virða beri vilja þess fólks sem lætur lífið í þágu Evrópu.
22.05.2022 - 23:50
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
05.05.2022 - 03:50
Umræður um NATÓ aðild að hefjast í finnska þinginu
Finnska þingið hefur í dag umræður um hvort sækja beri um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að stuðningur við aðild hefur aukist mjög meðal finnsks almennings og stjórnmálamanna.
20.04.2022 - 05:10
„Ekki efast um getu Finna til skjótra ákvarðana“
Finnar búa sig undir að taka sögulega ákvörðun á næstu vikum, það er að ganga til lið við Atlantshafsbandalagið. Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands segir að ekki megi efast um getu landa sinna til að taka skjótar ákvarðanir.
10.04.2022 - 04:20