Færslur: Á allra vörum

Þriggja sólahringa útsendingu lokið
Þriggja daga maraþonútsendingu RÚV núll og Ung RÚV er lokið. Ætlunin með útsendingunni var að vekja athygli á fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi og á átakinu Eitt líf, sem samtökin Á allra vörum leggja lið í ár. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll segir að þakklæti sé henni efst í huga eftir útsendinguna.
Myndband
746 fíkniefnaauglýsingar á 20 mínútum
Á tuttugu mínútum rakst Snærós Sindradóttir á 746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum. Snærós var umsjónarmaður söfnunarþáttarins Vaknaðu ásamt Sigmari Guðmundssyni. Í þættinum var fjallað um fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi.
Viðtal
Fleiri slys vegna fíkniefnaaksturs en áfengis
Áttatíu og fimm slys tengd akstri undir áhrifum fíkniefna voru skráð hjá Samgöngustofu í fyrra. Skráð slys vegna fíkniefnaaksturs voru í fyrsta sinn fleiri en slys vegna ölvunaraksturs.
11.09.2019 - 11:32
Mynd með færslu
Þriggja sólarhringa útsending að klárast
Lokadagur útvarps maraþons RÚV núll og Ung RÚV er runninn upp en á þriðjudagskvöld lokuðu fjórir dagskrárgerðarmenn sig inni í Stúdíó 9 og senda út í beinni viðstöðulaust.
10.09.2019 - 18:40
Sporna við lyfjamisnotkun ungmenna
Fræðsluátak samtakanna Eitt líf hefst í dag. Með átakinu á að sporna við misnotkun barna og unglinga á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum. Þrjátíu og níu létust vegna ofneyslu lyfja á síðasta ári.
01.09.2019 - 16:05
Á allra vörum: Yfir 80 milljónir söfnuðust
Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum, hvort tveggja í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 og í rúv í dag og kvöld, og með sölu á varasnyrtivörusettum með þessu nafni síðustu dægur. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið, fyrir þolendur heimilisofbeldis sem ekki hafa í nein hús að venda.
24.09.2017 - 00:47
Viðtal
Lít ég út fyrir að búa við heimilisofbeldi?
Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum fréttamaður, varð fyrir heimilisofbeldi um árabil. Hún sagði frá því opinberlega í fyrsta skipti í sjónvarpinu í kvöld, í söfnunarþættinum Á allra vörum, þar sem safnað var fyrir nýju húsnæði fyrir konur og börn sem eiga ekki í nein hús að vernda eftir að dvöl þeirra í Kvennaathvarfinu lýkur.
22.09.2017 - 19:33
Mynd með færslu
Á allra vörum: Byggjum von um betra líf
Bein útsending frá söfnunarþætti Rásar 2 í tengslum við fjáröflunarátakið Á allra vörum, sem safnar að þessu sinni fyrir Kvennaathvarfið og uppbyggingarstarfi þess. Allur ágóði þáttarins rennur til söfnunarinnar.
22.09.2017 - 12:42
Á allra vörum
Semja leiðinleg lög fyrir gott málefni
Hlustendum Rásar 2 gefst í dag kostur á að kaupa lög í spilun og kaupa í burtu lög sem þeim er ekki að skapi. Af þessu tilefni hafa nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins samið einstaklega leiðinleg lög.
22.09.2017 - 09:30