Færslur: 100 ára fullveldisafmæli Íslands

Sjálfstæðisbaráttusöngvar í nýjum hljóðritunum
Í tilefni af fullveldisafmælinu hafa verið gerðar nýjar upptökur af íslenskum sjálfstæðisbaráttusöngvum sem ekki hafa verið hljóðritaðir fyrr. Hljóðritanirnar verða frumfluttar 29. og 30. desember í þáttunum „Vökum, vökum! Vel er sofið“ sem fjalla um söngva í íslenskri sjálfstæðisbaráttu.
Djörf flétta og faglegur hlýleiki
Leiklistargagnrýnandi Víðsjár var hrifin að sýningunni Íslendingasögur í Hörpu þann 1. des og líka af Leitinni af tilgangi lífsins sem að leikhópurinn 16 elskendur býður upp á í yfirgefnu húsnæði Læknavaktarinnar.
Ós - Bára Gísladóttir
Frumflutningur á Ós eftir tónskáldið Báru Gísladóttur.
Arnannguaq Gerstrøm - Seqinniarfik
Flutningur á verkinu Seqinniarfik eftir grænlenska tónskáldið Arnannguaq Gerstrøm.
Ad Genua eftir Önnu Þorvaldsdóttur
Flutningur á verki Önnu Þorvaldsdóttur við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Jónu G. Kolbrúnardóttur sópran og Schola Cantorum.
Myndskeið
Landið mitt
Landið mitt er titill verðlaunaverks Jóhanns G. Jóhannssonar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, Schola Cantorum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð frumfluttu í gærkvöldi á hátíðarviðburðinum Íslendingasögur - Sinfónísk sagnaskemmtun.
Gaf dönsk rafræn skjöl um Ísland
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, gaf Þjóðskjalasafni Íslands rafrænt skjalasafn úr danska stjórnkerfinu, í tilefni af fullveldisafmælinu í gær. Skjalasafnið geymir um 20 þúsund síður af skjölum sem lýsa meðal annars aðdraganda sambandslaganna og sjálfstæði Íslands frá Danmörku árið 1944. Heimsókn Rasmussens lauk í dag.
Alltaf gott þegar Danir koma með bækur
Margrét Þórhildur Danadrottning gaf íslensku þjóðinni heildarútgáfu á skrifum Kristjáns X. varðandi málefni Íslands á árunum 1912 til 1932. Í sinni upprunalegu mynd fylltu minnispunktarnir konungsins 444 handskrifaðar síður sem hafa hingað til ekki verið aðgengilegar almenningi.
Mynd með færslu
Beint
Hátíðarviðburður fullveldisdagsins í Hörpu
Íslendingasögur - sinfónísk sagnaskemmtun er hátíðarviðburður fullveldisdagsins sem haldinn er í Hörpu. Þar verður nýstárleg sýning í tali og tónum, byggð á sögum Íslendinga fyrr og nú, ofin í myndrænan ljósagjörning.
„Hélt þetta væri eins og með Jesú og jólin“
Ættingjar Sigþrúðar Friðriksdóttur sem fæddist á fullveldisdaginn 1918 komu saman í dag til að minnast hennar. Börnunum hennar fannst ekkert skrýtið að flaggað væri á afmælisdegi mömmu og strætisvagnar prýddir fánum. Sigþrúður tengdist inn í fjölskyldu forsætisráðherra þess tíma. Forsætisráðherrahjónin urðu fyrir miklu áfalli, skömmu áður en fullveldi náðist.
01.12.2018 - 18:54
Myndskeið
„Ég vona að þið séuð vel klædd“
Veðurguðirnir fóru heldur óblíðum höndum um fundargesti við setningu fullveldishátíðar fyrir framan Stjórnarráðið sem hófst klukkan 13 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti hátíðarhöldin og minnti á það í ræðu sinni að fullveldið hefði ekki komið af sjálfu sér.
Setning fullveldishátíðar
Bein útsending frá setningu fullveldishátíðar við Stjórnarráðshúsið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, setur hátíðina og haldin verða stutt ávörp í bland við tónlistarflutning.
01.12.2018 - 12:50
„Ísland varð sjálfstætt ríki“
„Það sem hefur komið mér á óvart er hvað fólk nú til dags hefur í raun og veru óljósar hugmyndir um þetta og ruglar saman: Urðum við sjálfstæð 1918 eða kom það 1944? Bíddu, hver er munurinn?" segir Gunnar Þór Bjarnason, höfundur bókarinnar „Hinir útvöldu.“
Alþingishúsið opið gestum á fullveldisafmæli
Dyr Alþingishússins verða opnaðar almenningi laugardaginn 1. desember, þegar þess verður minnst að 100 ár eru frá því sambandslagasamningurinn tók gildi og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fólki gefist þarna tækifæri til að sjá hluta af húsinu sem það hefur ekki aðgengi að aðra daga ársins.
Vilja að 1. desember verði lögbundinn frídagur
Þorsteinn Sæmundsson og þingflokkur Miðflokksins ásamt þingmanni Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að frá og hundrað ára afmæli fullveldisins verði fyrsti desember ár hvert lögbundinn frídagur.
Segir sniðgöngu ekki viðeigandi
Utanríkisráðherra segir að það hafi ekki verið viðeigandi að Píratar skyldu sniðganga hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í dag, vegna ávarps forseta danska þingsins. Það hefði átt að mótmæla boði hennar fyrr, segir þingmaður Vinstri grænna.
Semja við veðurguðina um þurrk fyrir þingfund
Alþingi kemur saman til fundar á Þingvöllum eftir viku í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. Fundurinn verður undir berum himni og samningaviðræður eru hafnar við veðurguðina en forseti Alþingis kvíðir því ekki að starfa í rigningarúða eins og forverar sínir.
Kjarvalsfáninn of flókinn fyrir saumavélarnar
Fána-hugmyndir Kjarvals og Kristjáns tíunda Danakonungs eru nú sýndar í fyrsta sinn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson lét sauma fánana.
Bananar á Kárahnjúkum
Gróðurhús fyrir banana á hálendi Íslands, ísbrú yfir jökulár og álbátar á uppistöðulóni á Kárahnjúkum eru meðal hugmynda Garðars Eyjólfssonar vöruhönnuðar um nýtingu álframleiðslu á Íslandi. Hann er meðal viðmælenda í fimmta þætti hugmyndasögu fullveldisins, Hundrað ár, dagur ei meir.
„Það á að kjósa mig af því að ég er maður“
1980 var Vigdís Finnbogadóttir kosin fyrst kvenna í embætti forseta Íslands og braut þar með blað í sögunni. Í þættinum „Hundrað ár, dagur ei meir“ er forsetaembættið rannsakað og þetta undarlega fyrirbæri maðurinn, sem Vigdís lagði áherslu á að væri grundvöllur kjörs hennar til forseta.
Þjóðarskútan, bronsöldin og fjármálamarkaðir
Rannsóknir á hrunum á bronsöld og stofnun fjármálamarkaða í Evrópu leika stórt hlutverk í öðrum þætti hugmyndasögu fullveldisins sem fjallar um skipsbrot þjóðarskútunnar árið 2008.
Jesú Kristur, fullveldið og Aron Einar
Hvað eiga Jesú Kristur, íslenska fullveldið og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðins í knattspyrnu sameiginlegt?
Forboðið rokk og furðuleg framúrstefna
Í útvarpsþáttunum Ágætis byrjun á Rás 1 er glefsað í menningarsögu fullveldisins Íslands. Nú er komið að 5. þætti sem fjallar um árin 1958-1967. Þetta er tími rokksins, bítlaæðisins, Musica Nova og Súm-hópsins svo eitthvað sé nefnt.
Fullveldið kallaði á menningu og fágun
Á laugardag kl. 17 hefst fyrsta þáttaröðin af fimm sem Rás 1 býður upp á árinu 2018 og fjallar um sögu Íslands á fullveldistímanum. 1. desember næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki.
Hundrað verkefni á dagskrá fullveldisafmælis
Afmælisnefnd hefur kynnt verkefni sem valin hafa verið á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018. Leitað var til landsmanna eftir tillögum og voru hundrað verkefni valin.