SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Húnavatnshreppur
Sjá kort
Mynd með færslu

Í Húnavatnshreppi bjuggu 383 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 56. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins.  

Tveir listar buðu fram fyrir kosningarnar 2014, A-listi Framtíðar og E-listi, Nýtt afl. A-listi fékk 61,9% atkvæða og fjóra menn í sveitarstjórn, en E-listi 38,1% og þrjá menn – missti þar með meirihluta sinn. A-listann vantaði fimm atkvæði til að ná sinn fimmta manninum í sveitarstjórn. Kjörsókn var 89,7%. Oddviti varð Þorleifur Ingvarsson. Einar Kristján Jónsson var ráðinn sveitarstjóri í upphafi kjörtímabilsins. 

Í Húnavatnshreppi er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 898.088 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er vel yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rúmar 119 milljónir í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 43% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Húnavatnshreppur eitt þeirra sveitarfélaga sem skulda lítið og rekstur stendur vel undir skuldsetningu miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum fyrir árið 2016. 

Þrír listar bjóða fram í hreppnum að þessu sinni. 

A-listi Framtíoðar býður fram nýjan oddvita, Jón Gíslason. 

E-listi Nýs afls verður með sama oddvita áfram, Þóru Sverrisdóttir. 

Þá hefur nýtt framboð litið dagsins ljós, N-listinn. Ragnhildur Haraldsdóttir leiðir þann lista. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Húnavatnshreppur

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð

Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í...
30/01/2021 - 09:00

Ljúka við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl

Fyrirhuguð lagning 84 km ljósleiðara yfir Kjöl er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Míla...
15/09/2020 - 15:40

Álftir gerðu uppreisn gegn dróna

Álftir gerast gjarnan heimakomnar í túnum bænda og éta þar gras og annan gróður. Bændum...
02/06/2020 - 16:14

Sveitastjórnarkosningar 2014

hunavatnshreppur