Svalbarðsstrandarhreppur

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Ræða möguleika á frekara samstarfi eða sameiningu
Sveitarfélög við Eyjafjörð ræða um þessar mundir saman um hvaða möguleikar felist í frekara samstarfi eða sameiningu. Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps segir afar mikilvægt að koma fram sem sterk heild. Gott samtal skipti miklu máli hvort sem það leiði til sameiningar eða ekki.
Leikskóla á Svalbarðseyri lokað vegna sýnatöku
Ákveðið var að loka leikskólanum Álfaborg á Svalbarðseyri á meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku vegna COVID-19. Þetta hefur ekki áhrif á aðra skólastarfsemi í sveitarfélaginu.
26.08.2020 - 09:44
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.
Húsnæðismálin í brennidepli
Komandi sveitarstjórnarkosningar í Svalbarðsstrandarhreppi verða óbundnar eins og verið hefur. Það þýðir að allir kjósendur sveitarfélagsins eru í framboði nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.
Fréttaskýring
Ólíklegt að sveitarfélögum fækki mikið í bráð
Þrátt fyrir sameiningarviðræður í flestum landshlutum er ólíklegt að sveitarfélögum fækki um meira en þrjú í náinni framtíð. Viðræður hafa víða siglt í strand vegna skorts á fjármagni. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að ríkið geri meira til að liðka fyrir sameiningum, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé í dag dragbítur á sameiningar.
Ofbeldismálum tengdum eyfirskum börnum fjölgar
Barnaverndarmálum á Akureyri og nágrenni hennar hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Mest hefur tilkynningum frá lögreglu fjölgað, en einnig alvarlegum málum eins og kynferðisbrota- og vanrækslumálum. Unglingapartý eru þó nánast úr sögunni, samkvæmt forstöðumanni barnaverndar, sem undirstrikar að ofbeldi gegn börnum geti haft gífurlega alvarlegar afleiðingar. Fyrir fjórum árum voru tilkynningarnar tæplega 350 en árið 2016 er gert ráð fyrir að þær verði um 500, sem gerir fjölgun um 45 prósent.
Mikil ólga meðal íbúa á Svalbarðsströnd
Varamaður í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur beðist lausnar frá starfsskyldum fyrir sveitarfélagið vegna óánægju með ráðningu sveitarstjóra. Þá hefur skrifstofustjóri sveitarfélagsins sagt upp störfum eftir 9 ár í starfi.
13.08.2014 - 13:55
Skrípaleikur að hætta við ráðninguna
Ekki verður orðið við óskum fjölda íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi, sem mótmælir þeim aðferðum sem viðhafðar voru við ráðningu nýs sveitarstjóra. Oddviti sveitarstjórnar var ráðinn í starfið án auglýsingar. Nýr oddviti segir mótmælin koma of seint.
29.07.2014 - 19:02
Ólafur efstur í Svalbarðsstrandarhreppi
Ólafur Rúnar Ólafsson hlaut flest atkvæði í Svalbarðsstrandarhreppi, alls 94. Næstur kom Valtýr Þór Hreiðarsson með 77 atkvæði og síðan þau Guðfinna Steingrímsdóttir með 73 atkvæði, Eiríkur Haukur Hauksson með 73 atkvæði og Halldór Jóhannesson með 69 atkvæði.
Svalbarðsstrandarhreppur
Í Svalbarðsstrandarhreppi bjuggu 387 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 55. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Enginn listi býður fram í sveitarfélaginu og því verður óhlutbundin kosning að þessu sinni.
14.05.2014 - 18:31
Ætla að loka fyrir heita vatnið í göngunum
Freista á þess að loka fyrir heita vatnið sem fossað hefur inn í Vaðlaheiðargöng undanfarna mánuði. Mikill raki og lofthiti er í göngunum af þessum sökum sem veldur gangagerðamönnum miklum óþægindum.
13.05.2014 - 18:55
Heiti lækurinn úr göngunum ekki baðstaður
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vekur athygli á að heitt vatn sem rennur frá Vaðlaheiðargöngum hentar á engan hátt sem baðvatn.
30.04.2014 - 13:42
Leirlitað vatn í Eyjafirði
Leirlitað vatn hefur farið um hluta dreifikerfis Norðurorku í Eyjafjarðasveit, Svalbarðsströnd og hluta Akureyrar. Ekki liggur fyrir hversu víða leirinn muni dreifa sér.
Eitt sveitarfélag af sjö búið að svara
Af sjö sveitarfélögum á starfssvæði Einingar-Iðju stéttarfélags hefur aðeins eitt svarað fyrirspurn um hvort og hvaða breytingar séu ráðgerðar á gjaldskrám.
Búast við vatni í Vaðlaheiðargöngum
Verktakinn við Vaðlaheiðargöng gerir ráð fyrir því að á næstu vikum rofni fyrstu vatnsæðarnar við gangagerðina. Þetta gæti haft áhrif á vatnsöflun byggðanna í kring.
23.09.2013 - 20:00
Þungur nautkálfur
Ríflega tveggja vetra nautkálfur frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd var vel yfir hálft tonn að þyngd þegar hann var leiddur til slátrunar hjá Norðlenska á dögunum. Þyngri gripur hefur ekki áður farið yfir móðuna miklu þar nyrðra.
19.09.2013 - 13:00
Viðkvæmt ástand í kaldavatnsbirgðum
Ástandið í vatnsbirgðum Akureyringa er skárra en í gærkvöld. Norðurorka biður samt bæjarbúa og stórnotendur að fara sparlega með vatn. „Við erum komin upp fyrir öryggismörk en þorum ekki annað en að biðja fólk um að fara sparlega. Ástandið er viðkvæmt en í lagi," segir forstöðumaður hjá Norðuorku.
10.08.2012 - 13:21
Yfir 500 kg kjötskrokkur
Naut sem slátrað var hjá Norðlenska á Akureyri í vikunni vó hvorki meira né minna en 505,8 kg og er það með allra þyngstu nautum sem slátrað hefur verið hér á landi samkvæmt frétt á nordlenska.is.
16.03.2012 - 16:18
Safnasafnið fékk Eyrarrósina
Safnasafnið á Svalbarðsströnd fékk í dag Eyrarrósina 2012 - viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni. Safnið þykir vinna merkilegt frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar alþýðulistar.
18.02.2012 - 15:41
Vilja aukinn snjóruðning
Íbúar í byggð neðst í Vaðlaheiði segja tengivegi við svæðið ekki rudda eins oft og þörf er á. Á jóladag hafi þó gerst kraftaverk.
28.12.2011 - 18:17
Nýr sveitarstjóri á Svalbarðsströnd
Jón Hrói Finnsson hóf í morgun störf sem nýr sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps. Hann er fæddur árið 1972 og er með MA-próf í stjórnsýslufræðum frá háskólanum í Aarhus í Danmörku. Jón Hrói starfaði áður sem þróunarstjóri í Fjallabyggð. 38 umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra í Svalbarðsstrandar
19.07.2010 - 15:00