Suðurland

Gul viðvörun í gildi til morguns
Gul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og á Suðausturland. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á Norðurlandi eystra og Austurlandi og því má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum.
03.07.2022 - 22:34
Gul veðurviðvörun um landið austanvert
Gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og á Suðausturlandi klukkan tvö í nótt. Víða verður talsverð úrkoma.
02.07.2022 - 23:16
Hjólhýsabyggð aflögð á Laugarvatni
Hjólhýsabyggðin á Laugarvatni verður lögð af. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað í gær að ganga ekki að skilyrtu tilboði hjólhýsaeigendanna enda væri sveitarfélaginu það óheimilt.
30.06.2022 - 20:45
Lundaveiðitímabilið lengt
Lundaveiði í Vestmannaeyjum verður leyfð helmingi lengur þetta árið en síðustu ár. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á dögunum að heimila lundaveiðar dagana 1. til 15. ágúst. Undanfarin ár hefur verið heimilt að veiða í eina viku á ári.
22 vilja vera sveitarstjóri í Grímsnesi
29 umsóknir bárust um starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Sjö hafa dregið umsókn sína til baka, og því standa 22 umsækjendur eftir.
Of snemmt að taka ákvörðun til að tryggja strandveiðar
Enn er ekki tímabært að taka ákvörðun sem tryggir strandveiðar út tímabilið til 31. ágúst. Þetta kemur fram í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Fangi kærður fyrir líkamsárás í fótboltaleik
Fangi hefur verið kærður fyrir líkamsárás í fótboltaleik fanga við gesti á Litla-Hrauni í fyrradag. Hann rauk inn á völlinn og sló einn gestanna.
22.06.2022 - 14:00
Öryggi ferðafólks eflt í Reynisfjöru
Á samráðsfundi stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, sem fram fór í Vík í Mýrdal fyrr í kvöld, var ákvörðun tekin um að hefja formlegt samstarf til að efla öryggi ferðafólks á svæðinu.
22.06.2022 - 00:08
Harður árekstur á Hellisheiði
Harður árekstur varð á fjórða tímanum í dag austan Hellisheiðarvirkjunar í brekkunni við Skíðaskálann í Hveradölum þegar fólksbíll og jeppi lentu saman. Veginum var lokað í vesturátt um tíma og hjáleið opnuð.
20.06.2022 - 15:38
Hvannadalshnjúkur: Björgunarfólk komið til hópsins
Björgunarsveitir á Suðurlandi og Austurlandi voru kallaðar út síðdegis til þess að aðstoða 14 manna gönguhóp sem var á leið um Sandfellsheiði niður Hvannadalshnjúk á sunnanverðum Vatnajökli. Hópurinn hafði villst af leið vegna bilunar í fjarskiptabúnaði.
17.06.2022 - 00:00
Banaslys á Suðurlandsvegi
Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á Þjóðvegi 1 vestan Kúðafljóts laust fyrir klukkan fjögur í dag. Ökumaður fólksbifreiðar lést í slysinu og eiginkona hans var flutt alvarlega slösuð með þyrlu til Reykjavíkur.
16.06.2022 - 22:41
Rekstrarkostnaður Landeyjahafnar langt fram úr áætlun
Rekstrarkostnaður Landeyjahafnar hefur farið langt fram úr áætlun vegna reglulegra dýpkana að því er kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja tekur undir þá ábendingu að kanna þurfi möguleika á varanlegum úrbótum á höfninni.
14.06.2022 - 17:02
Breyttir kennsluhættir hafa jákvæð áhrif á nemendur
Fyrsta ár læsisverkefnisins Kveikjum neistann er afstaðið. Verkefnisstjórinn segir að breyttir kennsluhættir í Grunnskóla Vestmannaeyja hafi haft jákvæð áhrif á námsárangur. 
14.06.2022 - 13:51
Grímur tekur við embætti lögreglustjóra á Suðurlandi
Grímur Hergeirsson mun taka við embætti lögreglustjóra á Suðurlandi þann 1. júlí næstkomandi. Hann gegnir embættinu út árið í fjarveru Kjartans Þorkelssonar, núverandi lögreglustjóra.
Stórt útkall vegna slyss við Reynisfjöru
Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag vegna alvarlegs slyss í Reynisfjöru. Alda hreif erlendan ferðamann á haf út. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi að maðurinn hafi farið í sjóinn kl. 16:40. Þyrla kom á vettvang kl. 17:50 og náði manninum úr sjónum.
10.06.2022 - 18:08
Sigurjón nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Bæjarráð samþykkti ráðningu hans í dag. Hann hefur störf 1. júlí.
10.06.2022 - 07:54
Skjálfti suðvestur af Fagradalsfjalli í morgun
Jarðskjálfti sem mældist 3,0 að stærð varð á Reykjanesskaga laust eftir klukkan fimm í morgun. Upptök skjálftans voru á 5,5 kílómetra dýpi, 4,2 kílómetra suð-suðvestur af Fagradalsfjalli. Annar skjálfti, 2,0 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum, varð um 4,3 kílómetra austur af Keili laust fyrir hálf sex.
Herjólfur tekur við af Baldri næsta haust
Herjólfur III er kominn til Færeyja en þar mun hann sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar næstu misseri. Samningur Vegagerðarinnar og færeyska ríkisins er til fyrsta september á næsta ári, og að óbreyttu snýr Herjólfur þá aftur hingað og tekur við af Baldri, nema annað skip finnist í millitíðinni til að taka við siglingum yfir Breiðafjörð.
04.06.2022 - 08:43
Tómas Birgir nýr oddviti í Rangárþingi eystra
Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Nýja óháða listans mynda nýjan meirihluta í Rangárþingi eystra en nýr málefnasamningur var undirritaður á föstudag. Tómas Birgir Magnússon, oddviti Nýja óháða listans, verður oddviti Rangárþings eystra, Anton Kári Haraldsson, oddviti Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, verður sveitarstjóri og Árný Hrund Svavarsdóttir formaður byggðaráðs.
30.05.2022 - 10:30
Skjálftavirkni við Geysi
Skjálftahrina hefur staðið yfir í nótt og í morgun á Haukadalsheiði við norðaustanvert Sandfell, á svonefndu Vesturgosbelti.
24.05.2022 - 10:20
Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu meðal sakborninga
Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamót situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að standa á bak við umfangsmikið fíkniefnamál sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðustu mánuði. Hann var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu á föstudag.
Yfir 600 bátar skráðir til strandveiða
Yfir 600 bátar hafa nú verið skráðir til strandveiða og eru heldur fleiri farnir til veiða en á sama tíma í fyrra. Mikil hækkun hefur orðið á fiskverði á þessari vertíð og til dæmis er verð fyrir slægðan ufsa um 100% hærra en í fyrrasumar.
23.05.2022 - 13:41
Aldís nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps
Aldís Hafsteinsdóttir verður nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi. Hún tekur við embættinu af Jóni G. Valgeirssyni.
20.05.2022 - 22:23
Myndskeið
Meirihlutaviðræður hefjast í Eyjum í dag
Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey og Eyjalistinn hittast í dag og hefja samtal um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Flokkarnir tveir fengu samtals fimm fulltrúa á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
16.05.2022 - 11:46
Valdaskipti í uppsiglingu á Hornafirði
Valdaskipti eru í uppsiglingu í sveitarfélaginu Hornafirði eftir að Framsókn tapaði hreinum meirihluta í kosningunum á laugardag og helmingi kjörinna fulltrúa. Kex-framboð nýtt framboð í sveitarfélaginu er í oddastöðu þegar kemur að því að mynda meirihluta í bæjarstjórn og getur valið sér Sjálfstæðisflokk eða Framsókn til samstarfs.
16.05.2022 - 10:53