Suðurland

Mikið lagt inn í fræbanka framtíðarinnar
Á sjötta hundrað birkiplöntur verða gróðursettar í haust á hálendinu frá Heklu að Hrauneyjum. Gróðurreitir á þessu svæði eru hugsaðir sem fræbankar fyrir framtíðina og að birkið sái sér þaðan sjálft yfir nærliggjandi svæði.
17.10.2021 - 15:13
Ekki óhætt að veiða meira en 20.000 rjúpur í haust
Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða 20.000 rjúpur í haust. Aldrei í 16 ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár. Fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.
Landinn
„Þær virkilega grétu og voru frábær vitni í þessu máli“
Allir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni tóku í vikunni þátt í viðamikilli forvarnardagskrá sem bar yfirheitið „Ábyrg í umferðinni“. Partur af dagskráni var sviðsett slys sem fékk hárin til að rísa.
Festu sig í snjó á Mælifellssandi
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld til að aðstoða ferðalanga sem festu bíl sinn á Mælifellssandi, skammt norðan Mýrdalsjökuls.
11.10.2021 - 21:41
Illa gengur að halda hita á sundlaug Hvergerðinga
Erfitt hefur reynst síðustu daga að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að sundgestum þyki óþolandi að laugin skuli stundum vera ónothæf. Vandræðin eru vegna þrýstingsfalls í gufuveitu.
Harma stöðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Miðflokksfélag Suðurkjördæmis harmar þá stöðu sem flokkurinn er kominn í í kjördæminu eftir að Birgir Þórarinsson sagði sig úr flokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnin er þó einhuga um að horfa til framtíðar í stað þess að dvelja við það sem liðið er. Þetta kemur fram í ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.
Rútan valt og lenti á hjólunum ofan í skurði
Þrír slösuðust þegar smárúta fór út af Þjóðvegi eitt í hvassviðri við Skeiðflöt í grennd við Dyrhólaey á Suðurlandi klukkan hálfellefu í morgun. Átta erlendir ferðamenn voru um borð í rútunni. Ingi Már Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, segir greinilegt að bíllinn hafi fokið út af veginum. Hann fór eina veltu og lenti á hjólunum ofan í skurði.
07.10.2021 - 13:40
Viðtal
Búið að opna milli Markarfljóts og Kvískerja
Miklar hviður og stormur eru undir Eyjafjöllum og með suðurströndinni að Öræfum. Víðast hvar annars staðar eru 10 til 18 metrar á sekúndu. Þrír slösuðust þegar rúta fór út af þjóðvegi 1 í grennd við Dyrhólaey í morgun. Átta erlendir ferðamenn voru í rútunni. Mjög hvasst var á vettvangi fyrir sjúkraflutningamenn.
07.10.2021 - 12:48
Hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.
06.10.2021 - 13:40
Þrír áhugasamir um að gera veg yfir Hornafjarðarfljót
Þrír aðilar vilja taka höndum saman með ríkinu og fjármagna byggingu nýs þjóðvegar yfir Hornafjarðarfljót. Þetta er fyrsta verkefni ríkis og einkaaðila í fjármögnun á samgöngubótum með svokallaðri samvinnuleið sem gerir ráð fyrir veggjöldum. Fjórir aðilar hófu samkeppnisviðræður við Vegagerðina og í vikunni skiluðu þrír þeirra inn því sem kallað er upphafstilboð.
01.10.2021 - 10:11
Dagsektir vegna skólps við Jökulsárlón
Dæmi eru um að skólp frá ferðaþjónustu hafi flætt lítt hreinsað úr rotþró nærri Jökulsárlóni og útbætur hafa tafist í minnst tvö ár. Heilbrigðiseftirlit Austurlands ætlar að leggja dagsektir á fyrirtækið frá mánaðamótum.
29.09.2021 - 11:54
Bein lýsing
Óvissustig almannavarna vegna óveðurs
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Aftakaveður verður á Vestfjörðum, þar sem appelsínugul veðurviðvörun verður í gildi frá því fyrir hádegi og langt fram á kvöld.
28.09.2021 - 09:20
Píratar taka undir kröfu um endurtalningu
Píratar taka undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu í Suðurkjördæmi. Þetta skrifar Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, á Facebook. Hún segir að það sé sjálfsögð lýðræðisleg regla að endurtelja og ganga úr skugga um að sjö atkvæða munur á milli Vinstri grænna og Miðflokks sé réttur.
Sameining á Suðurlandi felld
Íbúar í sveitarfélaginu Ásahreppi kolfelldu í dag tillögu um sameiningu sveitarfélagsins við fjögur önnur sveitarfélög á Suðurlandi.
Hringveginum lokað sunnanlands vegna veðurs
Búið er að loka hringveginum vegna veðurs á sunnan- og suðaustanverðu landinu. Lokað er frá Höfn og að Kirkjubæjarklaustri, og einnig undir Eyjafjöllum vegna veðurs. Þá er vegurinn í Hvalnes- og Þvottárskriðum lokaður vegna umferðaróhapps. Mjög hvasst er á öllu sunnanverðu landinu og ekkert ferðaveður.
21.09.2021 - 15:51
Telja Hornafjarðarrostunginn vera írska dólginn Wally
Getgátur eru uppi um að rostungurinn sem skaut upp kollinum á Höfn í Hornafirði í gær sé af írskum ættum. Þar í landi olli hann skemmdum á bátaflota sjómanna fyrr í sumar.
20.09.2021 - 16:35
Landinn
Forða ungfýlum frá ótímabærum dauða við Hringveginn
Nokkrir sjálfboðaliðar hafa forðað meira en tvö hundruð fýlsungum frá ótímabærum dauða við hringveginn í haust. Handklæði og pappakassar koma þar að góðum notum.
20.09.2021 - 15:28
Rostungurinn synti á haf út í nótt
Rostungurinn sem gerði sig heimakominn á bryggjunni í Höfn í Hornafirði í gær lét sig hverfa í nótt. Lögregluvarðstjóri á Höfn segir að hann hafi vakið mikla athygli bæjarbúa, ekki sé vitað til þess að dýrið hafi valdið neinum skemmdum á bryggjunni
20.09.2021 - 08:06
Viðtal
Lýðræðishalli í byggðasamlögum eitt af kosningamálunum
Eitt af stóru málunum í sameiningarkosningum fimm sveitarfélaga á Suðurlandi er að afnema byggðasamlög. Kosningar um sameiningu fimm sveitarfélaga fer fram samhliða Alþingiskosningum. Formaður samstarfsnefndar um sameininguna segir að byggðasamlögin stuðli að ákveðnum lýðræðishalla því þau endurspegli ekki endilega vilja íbúa.
Viðtal
„Þetta er svona týpískt trampólín-veður“
Vindur er kominn upp í tuttugu til þrjátíu metra á sekúndu í hviðum á Vesturlandi, en fyrsti hausthvellurinn er væntanlegur í dag. Gular viðvaranir taka gildi klukkan sex á sunnan og vestanverðu landinu.
12.09.2021 - 13:57
Framboði Ábyrgrar framtíðar í Suðurkjördæmi hafnað
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur hafnað framboði Ábyrgrar framtíðar í kjördæminu þar sem skilyrði um fjölda meðmælenda var ekki uppfyllt.
Myndskeið
Rennsli við Eldvatn margfaldast
Rennsli við brúna yfir Eldvatn er nú um 600 rúmmetrar á sekúndu og hefur verið frá því um miðjan dag í gær. Það var um 200 rúmmetrar, vegna hlaups úr vestari katlinum, þegar vefmyndavél RÚV var sett upp aðfaranótt mánudags en í venjulegu árferði er rennsli við Eldvatn um 80 rúmmetrar á sekúndu. Aukið rennsli sést vel í meðfylgjandi myndskeiði, en það er margfalt meira en að jafnaði yfir sumarið.
08.09.2021 - 11:32
Myndskeið
Krossa fingur og vonast eftir litlu tjóni við Skaftá
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi, segir hlaup í Skaftá óskemmtilegan en órjúfanlegan þátt í daglegu lífi fyrir fólk á svæðinu. Ekki er vitað til þess að neinar skemmdir hafi orðið enn í yfirstandandi hlaupi og hún krossar fingur upp á framhaldið.
07.09.2021 - 15:56
Myndskeið
Búist við minna hlaupi en í fyrstu var talið
Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaups frá því um klukkan ellefu í gærkvöld. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og 2018.
07.09.2021 - 09:59
Bændur tilbúnir að bregðast við vegna Skaftárhlaups
Skaftárhlaup getur haft áhrif á smalamennsku á svæðinu og bændur eru þegar farnir að undirbúa slíkt.
06.09.2021 - 13:17