Suðurland

Álfheiður vill leiða Pírata í Suðurkjördæmi
Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, sækist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Smári McCarthy, þingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.
21.01.2021 - 14:28
Bannað að leigja út bústaði í Þingvallaþjóðgarði
Eigendum sumarhúsa í landi Þingvallaþjóðgarðs er óheimilt að leigja þá út í gegnum leigumiðlanir á borð við Airbnb, samkvæmt nýjum lóðaleigusamningi Þingvallanefndar, sem gildir næstu tíu árin. Fréttablaðið greinir frá.
21.01.2021 - 06:18
Viðtal
Skólarúta og jeppi fóru út af veginum í hálku
Flughált er víða á landinu, þar á meðal á Biskupstungnabraut þar sem skólarúta og jeppi runnu út af veginum. Engin meiðsl urðu þó á fólki. Margir eru hins vegar í vandræðum með að komast leiðar sinnar.
15.01.2021 - 09:31
Leikskólinn fluttur á gamalt dvalarheimili
Starfsemi leikskólans Leikholts í Skeiða og Gnúpverjahreppi var flutt um helgina vegna myglu sem greinst hefur í húsnæðinu. Fyrrum dvalarheimili sveitarinnar hefur fengið nýtt hlutverk og hýsir nú yngstu íbúa sveitarinnar.
11.01.2021 - 10:32
Allsterkur jarðskjálfti norður af Grindavík
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð á Reykjanesi klukkan 3.15 í nótt. Upptök skjálftans voru á 5,2 kílómetra dýpi, um 6 kílómetra norður af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að þangað hafi borist tilkynningar um skjálftann víðsvegar af Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og frá Borgarnesi.
Rafmagnslaust á Kirkjubæjarklaustri
Rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni snemma í morgun. Rétt fyrir klukkan fimm fóru Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1 línur út og í kjölfarið varð rafmagnslaust út frá tengivirkinu á Prestbakka  á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Ekki hefur tekist að koma línunum inn aftur að því segir í tilkynningu frá Landsneti en í morgun voru menn á leið á staðinn til að kanna aðstæður og verið var að keyra varaafl upp á svæðinu. Vonskuveður hefur verið þar eins og víðar á austanverðu landinu.
09.01.2021 - 08:48
Mygla í leikskólanum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Mygla greindist í leikskólanum Leikholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Flytja þarf börn úr húsinu og meðal þess sem er til skoðunar er að færa leikskólann á ferðamannalaust hótel í sveitinni.
06.01.2021 - 17:04
Slasaðist við Sólheimajökul
Göngumaður óskaði eftir aðstoð við Sólheimajökul eftir hádegið í dag. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður og gekk til móts við sjúkrabílinn.
02.01.2021 - 15:30
Nýir samningar um akstur strætisvagna á landsbyggð
Framkvæmd á akstri strætisvagna á landsbyggðinni breyttist nokkuð um áramót. Þá tóku nýir aðilar við rekstri vagna á stórum hluta landsins. Vegagerðin bauð aksturinn út með öðrum hætti en áður. Fyrrum voru einstakar leiðir boðnar út en nú var aksturinn boðinn út í fjórum hlutum.
02.01.2021 - 08:35
Söguðu ís með keðjusög til að bjarga upp bílum
Tveir jeppar fóru niður um ís innan við Sandkluftarvatn sunnan Skjaldbreiðar í fyrradag. Engum varð meint af en Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi var fengin til að ná bílunum upp í fyrrakvöld. Drjúgan tíma tók að ná bílunum upp og þurfti að saga ísinn með keðjusög.
31.12.2020 - 12:31
Myndskeið
Ólýsanleg tilfinning að komið sé að bólusetningu
Bólusetningu fyrsta skammts á landsbyggðinni er lokið. Gleði og spenna hefur fylgt ferlinu á þessum tímamótum.
Bóluefni komið í alla landsfjórðunga
Bóluefni er nú komið í alla landsfjórðunga og reiknað er með að bólusetningu á landsbyggðinni ljúki á morgun. Hjúkrunarfræðingur á Akureyri segir það hafa verið ótrúlega ánægjulegt að taka á móti bóluefninu í dag.
Byrjað að bólusetja á Selfossi
Starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fengu í morgun fyrstu bólusetninguna við COVID-19. Bóluefni Pfizer er nú á leið um allt land og ætti að berast heilbrigðisstofnunum síðar í dag.
29.12.2020 - 10:14
Veðri slotar með kvöldinu en innanlandsflugi aflýst
Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ voru kallaðar út í morgun þegar mikið hvassviðri gekk yfir suðvesturhluta landsins. Vindhraði náði allt að fjörutíu og þremur metrum á sekúndu í verstu hviðum. Þakklæðningar losnuðu og lausamunir tókust á loft. Þá var öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect aflýst í dag en Norlandair flaug milli Bíldudals og Reykjavíkur.
27.12.2020 - 13:02
Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út nokkrum sinnum í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ.
27.12.2020 - 10:23
Norðanstormur og gul viðvörun á landsvísu
Veðurstofan spáir nokkuð ofsafengnu veðri á landinu á morgun. Búið er að uppfæra gular viðvaranir sem taka gildi í kvöld og fram til morguns fyrir allt land og lítið ferðaveður er í kortunum.
Varað við hvassviðri á suðvesturlandi - kólnar á morgun
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á suðvesturhorni landsins í dag. Viðvörunin gildir frá hádegi til miðaftans. Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi við Faxaflóa og á Suðurlandi vestanverðu, og gildir viðvörunin líka á höfuðborgarsvæðinu. Hvassviðrinu fylgir talsverður éljagangur og búast má við snörpum vindhviðum í mestu éljahryðjunum, sem geta skapað varasöm akstursskilyrði, einkum á heiðum.
25.12.2020 - 08:44
Máttu taka myndir af bílflökum og ónýtum vinnuvélum
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaður heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafi mátt taka myndir af lóð íbúa í átaki sem nefndist „Hreint Suðurland“. Á myndunum mátti sjá númerslausa bíla, bílflök og ónýtar vinnuvélar sem eftirlitið taldi vera til lýta fyrir umhverfið.
23.12.2020 - 09:49
Kosið um „Sveitarfélagið Suðurland“ í vor
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu á vormánuðum. Ef af sameiningu verður myndast víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Íbúar yrðu rúmlega fimm þúsund.
18.12.2020 - 14:22
Myndskeið
Færa flugeldasýningar til að forðast hópamyndanir
Flugeldasýningar verða með breyttu sniði um áramótin og allt gert til að forðast það að fólk hópist saman við sýningarnar. Þá verður opnunartími sölustaða flugelda lengdur og flugeldar seldir í netverslun.
17.12.2020 - 22:12
Landinn
Altaristafla Krosskirkju tengd Tyrkjaráninu
Síðustu misseri hefur verið unnið að gagngerum endurbótum Krosskirkju, sem er lítil sveitakirkja á bænum Krossi í Austur-Landeyjum. Í ár eru liðin hundrað og sjötíu ár síðan Krosskirkja var vígð og á þessum tíma hefur henni verið breytt töluvert en ekki endilega til prýði. Því var ákveðið að koma henni í upphaflegt horf.
16.12.2020 - 08:30
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Jarðvegur gegnsósa og skriðuhætta eystra
Jarðvegur er gegnsósa eftir miklar rigningar á Suðausturlandi og Austfjörðum. Aurskriður fellu í ár á Eskifirði og Seyðisfirði í gær og Veðurstofan varar við því að brekkur og hlíðar geti skriðið fram.
15.12.2020 - 12:16
Loðnan komin austar en undanfarin ár
Mælt verður með veiðum á loðnu á næstunni ef niðurstaða úr rannsóknarleiðangri sem lauk í dag, gefur tilefni til. Loðna er á svæðinu frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.
Hugað að sameiningu sveitarfélaga í flestum landshlutum
Formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga fara nú fram á tveimur landsvæðum á Norðurlandi og meirihluti er fylgjandi sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Á fjórum landsvæðum til viðbótar eru ýmsir kostir til skoðunar.