Suðurland

Smit á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði hefur greinst með kórónuveirusmit. Hann var síðast í vinnu á miðvikudag, samkvæmt tilkynningu frá forstjóra Grundarheimilanna.
30.07.2021 - 09:36
Löng bílaröð í Kömbunum vegna slyss
Mikil umferðarteppa er á Suðurlandsvegi vegna þriggja bíla áreksturs sem varð á veginum nærri Hveragerði í hádeginu.
24.07.2021 - 14:18
Hátíðum aflýst, frestað, flýtt eða breytt um land allt
Þær samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti valda því að fjölmennum viðburðum sem halda átti næstu daga verður ýmis aflýst eða frestað um óákveðinn tíma, en öðrum verður breytt eða þeim jafnvel flýtt. Frá miðnætti í kvöld mega ekki fleiri en 200 koma saman á einum stað. Forsvarsmenn nokkurra fjölmennra samkoma hafa brugðist við þessum tíðindum með ýmsum hætti. Hér að neðan er skautað yfir það helsta.
Birgir áfram oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Félagsfundur Miðflokksfélags suðurkjördæmis samþykkti í gærkvöld framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í haust með 93 prósentum atkvæða. Í fyrsta sæti er Birgir Þórarinsson alþingismaður sem leiddi listann síðast.
Myndskeið
Bændur sendir að stækka tjaldstæðið
Bændur voru kallaðir út til sláttustarfa á Kirkjubæjarklaustri í kvöld svo hægt væri að koma öllum fyrir sem vildu á tjaldstæði bæjarins. Öll stæði voru full þegar fjöldi gesta með hjólhýsi í eftirdragi mætti á svæðið, og varð því að hafa snarar hendur.
Sjónvarpsfrétt
Óhemju lág grunnvatnsstaða í vötnum suðvestanlands
Grunnvatnsstaða er með allra lægsta móti í sumum vötnum á suðvesturhorni landsins. Hvaleyrarvatn er nánast uppþornað eftir þurrkatíð undanfarið. Líffræðingur hefur áhyggjur af lífríki vatnanna við slíkar aðstæður
16.07.2021 - 19:59
Vígahnötturinn var líklega á stærð við lítið hús
Vígahnötturinn sem  sprakk yfir Suðurlandi föstudaginn 2. júlí var líklega um sjö metrar í þvermál. Það samsvarar litlu húsi. Þetta sýna útreikningar jarðeðlisfræðings sem byggðir er á gögnum úr skjálftamælum. 
15.07.2021 - 12:31
Göngufólkið heilt á húfi en fleiri í vandræðum
Göngufólkið, sem kallaði eftir aðstoð björgunarsveita við Kerlingarfjöll fyrr í dag, er heilt á húfi. Fólkið hafði ætlað sér að ganga umhverfis Kerlingarfjöll en rysjótt veður á svæðinu olli fólkinu vandræðum á göngunni. Þau treystu sér ekki lengra og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita.
14.07.2021 - 16:08
Björgunarsveitir sækja fólk í Kerlingarfjöll
Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi er nú á leið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum. Þar eru tveir fullorðnir einstaklingar ásamt tveimur börnum sem hafa beðið um aðstoð. 
14.07.2021 - 14:22
Myndskeið
Allt sem flýgur yfir Hellu um helgina
Um helgina fer flughátíðin Allt sem flýgur fram á Helluflugvelli. Fjölmargir gestir eru á svæðinu en Íslandsmót í flugi hefur verið í gangi alla vikuna.
10.07.2021 - 18:33
Glóandi kvikuslettur og aukin gosvirkni í Geldingadölum
Aukið líf er að færast í gosið við Fagradalsfjall á ný eftir talsvert hlé. Órói tók að aukast um tíu leytið í gærkvöld og hefur aukist nokkuð hratt og örugglega síðan. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þetta mesta óróa sem greinst hefur á gosstöðvunum síðan hann datt niður 6. júlí síðastliðinn.
Bæjarhátíðir um hvippinn og hvappinn um helgina
Líf virðist vera að færast í bæjarhátíðir vítt og breitt um landið. Um helgina eru þónokkrar hátíðir á dagskrá. Lítið hefur verið um hátíðahöld undanfarna mánuði vegna farsóttarinnar.
Myndskeið
Atvinnuleysið fór úr 40% niður í 7%
Atvinnulausum hefur fækkað mikið í Mýrdalshreppi.  Allir veitingastaðir og hótel í Vík hafa nú verið opnuð aftur eftir að hafa verið lokuð í faraldrinum. Hótelstjóri segir að allt sé að verða eðlilegt aftur og telur ekki ólíklegt að Kötluþættir Baltasars Kormáks muni laða ferðamenn að svæðinu.
Ruslapoki með beinaleifum fannst í hraungjótu
Ruslapoki með beinaleifum fannst í hraungjótu ofan við Hveragerði í gær. Leifarnar verða sendar til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ómögulegt er að fullyrða að um mannabein séu að ræða. Þau séu mjög gömul.
Útilega skólafélags í Þrastarlundi fór úr böndunum
Skólafélag boðaði til útilegu í Þrastarlundi án þess að hafa til þess leyfi. Um tíma var öll vakt lögreglunnar á Selfossi bundin af þessari skemmtun. Þrátt fyrir að skipuleggjendur hafi reynt að gera sitt besta til að hafa hemil á mannskapnum flúðu flestir „undan leiðindum tiltölulega fámenns hóps gesta á svæðinu.“
05.07.2021 - 15:03
Þyrla flutti slasaðan mann úr Herdísarvík
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti á fjórða tímanum karlmann úr Herdísarvík í Árnessýslu á Landspítalann í Fossvogi.
Drunurnar líklega af völdum vígahnattar
Tívolíbomba, herþota, eyðilegging Fagradalsfjalls, jarðskjálfti, aurskriða og ólögráða byssumenn er meðal þess sem kom upp í huga fólks á sunnanverðu landinu í gærkvöld. Fólk víðs vegar að af Suðvesturlandi, allt vestur frá Garði á Reykjanesskaga, suður á Þorlákshöfn, austur á Rangárvelli og norður til innsveita Suðurlands hafði samband við fréttastofu þegar dularfullar drunur heyrðust úr himinhvolfinu. Vígahnöttur, loftsteinn sem springur í lofthjúpnum, er talin líklegasta skýringin.
03.07.2021 - 02:17
Dularfullar drunur á Suðurlandi
Miklar drunur heyrðust í innsveitum Suðurlands á tólfta tímanum í kvöld. Fréttastofu bárust tvö símtöl, annars vegar nærri Sólheimum á Grímsnesi og hins vegar austan við Laugarvatn þar sem fólk heyrði miklar drunur. Eins hafa fréttastofu borist skilaboð um að að heyrst hafi í drununum allt frá Hveragerði og austur til Rangárvalla.
03.07.2021 - 00:17
Tónaflóð um landið í Eyjum í kvöld
Í kvöld hefst þáttaröðin Tónaflóð um landið í sjónvarpinu á RÚV og á Rás 2 en í þáttunum ferðast RÚV um landið og heldur tónleika í hinum ýmsu bæjarfélögum.
02.07.2021 - 16:16
Veður og skyggni að skána - þyrlan komin í loftið
Rúmlega 80 manns og nokkrir leitarhundar leita nú erlends ferðamanns sem saknað er við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Skyggni og veður voru með versta móti framan af kvöldi en samkvæmt Landsbjörgu hafa aðstæður batnð. Vonast er til að hægt verði að nota dróna fljótlega og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu og mun aðstoða við leitina um leið og skýjafar leyfir. Uppfært: Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á leitarvæðið seint á öðrum tímanum og dróni með hitamyndavél er kominn í loftið.
Gera jöklastíg frá Skaftafelli að Svínafellsjökli
Hægt verður að fara gangandi eða hjólandi frá Skaftafelli alla leið að sporði Svínafellsjökuls þegar nýr jöklastígur kemst í gagnið. Verkefnið fékk tæpar hundrað milljónir úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða; hæsta styrkinn í ár.
23.06.2021 - 12:50
Eldgosið þriggja mánaða: Svo margt hefur komið á óvart
Eldgosið í Geldingadölum fagnar þriggja mánaða afmæli í dag, 19. júní, en það hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars og hefur ekki slegið af síðan. Eldsumbrotin hafa tekið á sig ýmsar myndir og ekki allar eftir bókinni. Reyndar er það aðeins eitt sem jarðvísindamenn treysta sér til að segja um með nokkurri vissu - að gosinu er hvergi nærri að ljúka.
Páli sagt hafnað í kjördæmisráðinu
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafnaði tillögu um að Páll Magnússon, fráfarandi oddviti flokksins í kjördæminu skipaði heiðurssæti á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Þetta kemur fram á Vísi í dag. Þess í stað var ákveðið að Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins, skipaði heiðurssætið. Hann var áður þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Talmeinafræðingar telja lausn Sjúkratrygginga ómögulega
Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands er enn í hnút og óvíst hvort yfir 60 börn missa talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða séu þvingunaraðgerðir.
Lausn í sjónmáli fyrir talmeinafræðinga en fé skortir
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vill leysa vanda talmeinafræðinga á Akureyri með því að gera samning við fyrirtækið þeirra í stað einstaka talmeinafræðinga. Að óbreyttu þyrftu þeir að hætta að sinna rúmlega 60 börnum vegna þess að þá skortir tveggja ára starfsreynslu.
14.06.2021 - 12:09