Suðurland

Félag Íslendinga og Þjóðverja keypti Hjörleifshöfða
Mýrdalssandur ehf, félag í eigu Íslendinga og Þjóðverja, hefur keypt Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi. Jörðin hafði verið í sölu í á fimmta ár, eða frá því í júní 2016 að sögn Ólafs Björnssonar hjá Lögmönnum Suðurlandi sem annaðist söluna.
23.11.2020 - 15:33
Kolmunnaveiði hafin við Færeyjar
Tæpur tugur íslenskra skipa er nú við kolmunnaveiðar austur af Færeyjum. Þetta verður verkefni uppsjávarflotans fram að jólum en löng sigling er á þessi mið og allra veðra von.
23.11.2020 - 12:52
Myndskeið
Íslenskt fiskeldi vex hratt - sjókvíaeldið umfangsmest
Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun samþykktar. Mest er aukningin í laxeldi í sjókvíum. Þegar eru í gildi leyfi fyrir tæplega 110 þúsund tonna eldi.
Féllst á að losa sig við hrossastóð sem var til ama
Eigand hrossastóðs og sveitarfélagið Skeiða og Gnúpverjahreppur komust á dögunum að samkomulagi þess efnis að hrossaeigandinn losaði sig við hrossasóð sem hefur verið til ama í sveitarfélaginu. Hrossin hafa ítrekar valdið hættu á Þjórsárdalsvegi þar sem girðingar eru í miklum ólestri.
Enn verið að endurskipuleggja rekstur Herjólfs
Ekki liggur endanlega fyrir hvernig starfsemi farþegaferjunnar Herjólfs verður háttað þegar uppsagnarfrestur allra 68 starfsmanna Herjólfs rennur út um næstu mánaðamót. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp 1. september.
16.11.2020 - 14:50
Landinn
Skoðar ferðaleiðir frá landnámsöld
„Það er svona um aldamótin nítján hundruð sem ég miða við þegar ég er að leita að götum, eða að þær hafi verið til þá,“ segir Vera Roth, verkefnisstjóri hjá Kirkjubæjarstofu, en hún hefur fundið og kortlagt fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi og í kjölfarið hnitsett vörður við slíkar leiðir. „Ástæðan fyrir því að ég vel þessa tímasetningu er að þá erum við ennþá að ferðast á sama máta og mjög trúlega eftir sömu götum og landnámsmenn.“
16.11.2020 - 14:49
Kólnar næstu daga
Norðaustanátt verður ríkjandi í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu víðast hvar en þrettán til átján norðvestantil. Éljagangur norðan- og austanlands og stöku skúrir eða él við suðvesturströndina, en annars úrkomulítið. Á morgun verður norðan og norðaustan átta til fimmtán, hvassast austast. Birtir til á Suður- og Vesturlandi á morgun. Hiti kringum frostmark.
15.11.2020 - 07:44
Skilorð fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð
Karlmaður á sjötugsaldri var í gær dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að áreita 18 ára gamla konu kynferðislega á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. Auk þess var honum gert að greiða henni 300 þúsund krónur í miskabætur.
Hálka og vetrarfærð víða um land
Hálka og hálkublettir eru nú á vegum í flestum landsfjórðungum. Mest er hálkan á Norðurlandi og þar var sumstaðar flughált í morgun.
13.11.2020 - 16:02
Sýknaður þótt margt benti til að hann væri að verki
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í vikunni karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að hafa stungið konu með hníf í kviðvegg sem hefði getað valdið lífshættu. Árásin átti sér stað á Þorlákshöfn fyrir tveimur árum. Dómurinn telur að þótt margt bendi til þess að maðurinn hafi verið að verki væri það mikill vafi á sekt hans að ekki yrði hjá því komist að sýkna hann.
12.11.2020 - 13:04
Myndskeið
Umferðarslysum hefur fækkað um 30%
Umferðarslysum á Suðurlandi hefur fækkað um þrjátíu prósent síðan faraldurinn braust út. Lögreglan hefur haft meira svigrúm til þess að sinna hvers konar sóttvarnaeftirliti í staðinn.
Eldur kviknaði í vörubíl á vinnusvæði við Gagnheiði
Eldur kviknaði í vörubíl á vinnusvæði við Gagnheiði á Selfossi fyrir stuttu. Verið er að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði í eldsvoðanum en eldurinn breiddist út í gámi fullum af brotajárni og leggur nokkurn reyk yfir svæðið samkvæmt varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.
10.11.2020 - 19:11
Björgunarsveitir aðstoðuðu mann við Sporðöldulón
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan hálf níu í kvöld eftir að tilkynning barst um veiðimann í vandræðum í grennd við Sporðöldulón. Maðurinn fann ekki bílinn sinn og var einn á ferð. Hann hringdi því í neyðarlínu og bað um aðstoð.
09.11.2020 - 22:41
Fyrirtæki áhugasöm um skógrækt – skattaafsláttur í boði
Fyrirtæki sýna skógrækt aukinn áhuga en þau geta nú lækkað skattstofn sinn um 0,75% af veltu með aðgerðum til kolefnisjöfnunar. Skógræktarstjóri segir nóg pláss fyrir nýjan skóg í landinu. Erlend samtök ætla að gróðursetja í Breiðdal fyrir næstum 50 miljónir króna.
09.11.2020 - 13:28
Landinn
Rannsaka sæsvölur á sumarnóttum í Elliðaey
Það er ýmislegt sem bendir til þess að rekja megi mikla fækkun sjósvala til vetrarstöðvanna, segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. Í haust tókst í fyrsta sinn að og rekja leið evrópskra sjósvala úr Elliðaey á vetrarstöðvar við suð-vesturströnd Afríku. 
08.11.2020 - 20:30
Landinn
Vilja búa til nytsamlegt efni úr lúpínu
„Það byrjaði í Listaháskólanum, við vorum í vöruhönnunarnámi þar og í einum áfanganum áttum við að drepa eitthvað og koma með það í skólann,“ segir Inga Kristín Guðlaugsdóttir, vöruhönnuður. Inga ákvað að drepa lúpínu og koma með í skólann og í framhaldi af því fór hún að gera efnistilraunir með plöntuna. „Út úr því kom svona einhverskonar plata sem mér fannst líkjast mdf eða spónaplötum eða einhverju svoleiðis.“
08.11.2020 - 09:30
Myndskeið
Gistinóttum fækkar þótt Íslendingar flykkist á hótel
Gistinóttum hér á landi hefur fækkað um 60 prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað um helming. Aðstoðarhótelstjóri segir að það muni miklu að Íslendingar skuli gista á hótelum.
Myndskeið
Biðja fólk að ganga frá lausamunum
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum um suðvestanstorm sem gengur yfir stærstan hluta landsins og biður fólk að ganga vel frá öllu því sem gæti fokið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir um allt land nema á miðhálendinu og Suðausturlandi.
05.11.2020 - 15:05
Myndskeið
223 fyrirtæki vilja aðgerðir: „Eru að missa allt sitt“
Eigendur 223 smærri fyrirtækja sendu öllum þingmönnum á Alþingi bréf á mánudaginn, þar sem krafist er aðgerða til þess að bregðast við vanda fyrirtækjanna. Eigandi veitingahúss á Hvolsvelli segir að lítil fyrirtæki um allt land séu að missa allt sitt.
Útsending liggur niðri vegna viðhaldsvinnu
Útsendingar Ríkisútvarpsins í útvarpi og sjónvarpi í gegnum loftnet liggja niðri á stóru svæði á Suðurlandi. Ástæðan er viðhaldsvinna RARIK sem ráðgert er að ljúki um klukkan tvö.
03.11.2020 - 12:53
Landinn
Sýslur heyra sögunni til
„Nánast frá því land byggðist hefur því verið skipt upp í einhverskonar einingar, hreppa, þing, sýslur, ömt, kjördæmi og landsfjórðunga. Hrepparnir hafa sennilega komið fyrst og síðan var farið að skipta landinu upp í  þing, og undir hverju þingi voru þá ákveðið margir hreppar,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við HÍ. 
03.11.2020 - 09:45
Landinn
Setja niður eitt og hálft tonn af hvítlauk
„Við höldum að við séum fyrst til að gera þetta fyrir alvöru, þ.e. að segja í einhverjum mæli. Það hafa margir verið að setja niður hvítlauk í garðinum hjá sér á haustin, og þar á meðal ég og konan mín, en það hafa yfirleitt verið örfáir laukar. Þetta sem við erum að setja niður hér er eitt og hálft tonn,“ segir Hörður Bender hvílauksbóndi á Efri Úlfsstöðum í Landeyjum.
01.11.2020 - 20:20
Varasöm ísing á vegum á Suðvesturlandi og víðar
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar, Einar Sveinbjörnsson, sendi fréttastofu ábendingu um að hætta sé á hálku á landinu suðvestanverðu í nótt. Þar eru vegir blautir og nú þegar létt hefur til og hægviðri dottið á er hætt við að varasöm ísing myndist á flestum vegum á suðvesturhorninu og því rétt að aka enn varlegar en ella.
31.10.2020 - 23:54
Allt að 40 metrar á sekúndu í hviðum
Útlit er fyrir vonskuveður á sunnanverðu landinu í kvöld og fram á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna austanstorms á Suðurlandi og Suðausturlandi, einkum vegna óveðurs undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli og í Öræfum. Einnig getur orðið hvasst á Kjalarnesi og í Hvalfirði.
28.10.2020 - 12:49
Rökuðu hárið af manni en sýknuð því brotið var fyrnt
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag fimm manna hóp sem var ákærður fyrir að ryðjast inn á heimili manns og halda honum niðri á meðan einn úr hópnum rakaði af honum hárið og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél.. Dómurinn taldi brotið vera fyrnt þar sem það var framið fyrir fjórum árum og ákæra ekki gefin út fyrr en í fyrra.
27.10.2020 - 19:02