Suðurland

Mikil spenna í kringum ættingja Njálu frá Kambi
Sauðfjárræktarráðunautar landsins, bændur og búalið, bíða nú spennt eftir niðurstöðum um það hvort ættingjar Njálu frá Kambi í Reykhólasveit beri hið mikilvæga gen sem verndar kindur fyrir riðu.
24.01.2022 - 13:20
Myndband
Gimsteinn gæti skilað um 2300 öðrum riðufríum kindum
Ef hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi reynist góður sæðisgjafi gæti hann skilað af sér 300-600 öðrum hrútum með mikilvægt gen sem verndar kindur fyrir riðu. Þetta gæti gerst þarnæsta vor ef allt gengur að óskum. Gimsteinn er sem stendur eini hrútur landsins sem vitað er að ber svokallaða ARR-arfgerð sem er viðurkennd og notuð í Evrópusambandinu sem vörn gegn riðu.
18.01.2022 - 12:26
Gullfé fannst í Reyðarfirði - sigur gegn riðu mögulegur
Sannkallað gullfé hefur fundist á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Kindurnar eru sex talsins og bera gen sem er viðurkennt í Evrópusambandinu sem vörn gegn riðu. Þetta er í fyrsta sinn sem arfgerðin finnst hér á landi þrátt fyrir mikla leit. Hún er talin geta tryggt sigur í baráttunni gegn riðu. Þetta er sama arfgerð og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins með góðum árangri.
17.01.2022 - 12:00
Þungatakmarkanir á hringveginum tefja landflutninga
Sjö tonna þungatakmarkanir voru í dag settar á um 200 kílómetra kafla á þjóðvegi eitt á Suðausturlandi. Þetta stöðvaði mestallan akstur flutningabíla á þessu svæði og setti fiskflutninga meðal annars í uppnám.
14.01.2022 - 19:21
Stofnanir loka í Hveragerði vegna faraldurs
Ákveðið var í dag að loka Grunnskólanum í Hveragerði á mánudag, sem og frístundaskólanum Bungubrekku og leikskólanum Óskalandi. Í bréfi frá Aldísi Hafsteinsdóttur sem birt er á vef grunnskólans segir að hátt í 40 prósent starfsmanna grunnskólans séu fjarverandi og á annað hundrað nemendur vegna kórónuveirufaraldursins. Nær allir starfsmenn frístundaskólans eru í sóttkví og nokkur smit hafa komið upp í leikskólanum.
Gagnrýna ómarkvissa nýtingu byggðakvóta
Heimastjórn á Borgarfirði eystra vill að stjórnvöld endurskoði hvernig almennum byggðakvóta er úthlutað. Miða ætti við að slíkur kvóti nýtist brothættum byggðum sérstaklega. Borgarfjörður eystri hefur tekið þátt í Brothættum byggðum en fær þó aðeins lágmarkskvóta. Heimastjórn mótmælir einnig harðlega skerðingu á aflaheimildum strandveiða milli ára.
12.01.2022 - 12:10
Hvassviðri og lélegt skyggni á vestanverðu landinu
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna óveðurs á vestanverðu landinu í kvöld og í nótt. Suðvestanstormur gengur þá yfir stóran hluta landsins með tilheyrandi éljum. Það veldur lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Þetta veður gengur niður í nótt en íbúar á Vestfjörðum og við Breiðafjörð eru ekki sloppnir þar með því nýjar viðvaranir taka gildi þar í fyrramálið og gilda fram á fimmtudag.
11.01.2022 - 10:18
Kerhólsskóli lokaður í vikunni vegna COVID
Ekkert skólahald verður í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi í vikunni þar sem allir starfsmenn og nemendur skólans eru annað hvort í einangrun eða í sóttkví. Mbl.is greinir frá þessu. Fjögur börn hafa greinst með COVID-19 og tveir starfsmenn.
Töluverðar skemmdir og von á öðrum hvelli í kvöld
Töluvert tjón varð á Nesvegi, sem liggur frá Grindavík að Reykjanesvita, í óveðrinu á fimmtudaginn. Þá var mikið brim og töluvert tjón í Grindavík og víða í höfnum og á sjóvarnargörðum á suðvesturhorninu. Von er á öðrum hvelli í kvöld. Suðaustanstormur gengur yfir landið og búist er við 20-28 metrum á sekúndu á öllu suðvestanverðu landinu með rigningu. Gefnar voru út gular veðurviðvaranir fyrir suðvesturhornið í gær en þeim var fjölgað nú fyrir hádegi. Nú er varað við veðri um nær allt land.
09.01.2022 - 10:23
Óveðursnótt sunnantil
Búist er við stormi við Faxaflóa, á Suðurlandi og Suðausturlandi í nótt og fram á morgun. Mestur verður vindstyrkurinn syðst á landinum þar sem útlit er fyrir 28 metra á sekúndu. Enn hvassara verður í hviðum við fjöll frá Vesturlandi suður og austur með landinu.
07.01.2022 - 11:39
Óveðrið hefur náð hámarki og þokast norður
Óveðrið sem geisar á suðvesturhorni landsins hefur náð hámarki og mun að líkindum haldast lítið breytt fram undir klukkan fjögur eða fimm í fyrramálið, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Eftir það skánar það heldur og breytist í „venjulegt leiðindahvassviðri “ sem standa mun fram á kvöld, en þá lægir svo um munar. Björgunarsveitir hafa sinnt tugum útkalla sem einkum fólust í að eltast við fjúkandi lausamuni og festa niður þakklæðningar sem losnuðu í rokinu.
06.01.2022 - 01:46
Nokkur útköll vegna óveðursins
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á suðvestanverðu landinu vegna óveðurs. Helstu verkefni sveitanna eru fok á ruslatunnum, grindverki, þakklæðningum og þakplötum ásamt öðrum lausamunum.
05.01.2022 - 23:15
Viðvörunin orðin appelsínugul
Appelsínugul viðvörun verður í gildi á Suðurlandi, við Faxaflóa og Breiðafjörð frá því seint í kvöld og fram eftir nóttu. Vindhraði nær allt að 28 metrum á sekúndu og má búast við hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjö-ll segir á vef Veðurstofunnar. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum, lokunum oá vegum og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.
05.01.2022 - 16:08
Varað við vonskuveðri og sjógangi
Vonskuveður gengur yfir sunnan- og vestanvert landið frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að fólk eigi helst ekkert að vera á ferðinni í nótt á þeim svæðum þar sem veðrið gengur yfir. Lögregla, hafnarstjórnir, Landhelgisgæslan og Vegagerðin hvetja öll til þess að fólk og fyrirtæki gæti vel að sínu.
05.01.2022 - 13:47
Sóttu slasaðan mann á Þingvelli
Um 30 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að bera slasaðan mann að sjúkrabíl á Þingvöllum í kvöld. Maðurinn slasaðist á fæti eftir fall, en hann var við klifur nálægt Öxará, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Mikil hálka er á Þingvöllum og 15 stiga frost og þurfti talsverðan viðbúnað við að flytja manninn af vettvangi og í sjúkrabíl.
04.01.2022 - 22:21
Myndskeið
Vindmyllan féll við sjöttu sprengingu
Sex sprengjur þurfti til þess að fella vindmyllu í Þykkvabænum í dag. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að það kviknaði í henni á nýársdag.
04.01.2022 - 19:52
Myndskeið
Þýska stálið staðið af sér fimm sprengingar
Vindmyllurnar í Þykkvabænum eru traust mannvirki og það gengur illa að fella aðra þeirra sem kviknaði í á nýársdag. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur verið í Þykkvabænum síðan fyrir hádegi og reynt að fella mylluna en án árangurs. Fimm tilraunir hafa verið gerðar, sú síðasta nú um klukkan sex. Nokkuð sér á vindmyllunni en hún stendur enn.
04.01.2022 - 17:37
10. bekkur í Sunnulækjarskóla sendur heim vegna covid
Það var ekki langt liðið á morguninn þegar skólastarf tók að skerðast vegna covid, en fyrsti skóladagur ársins er í dag hjá flestum grunnskólum landsins. 10. bekkur í Sunnulækjarskóla á Selfossi var sendur heim eftir að einn nemandinn fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Auk þess eru tveir kennarar í skólanum með covid.
04.01.2022 - 12:37
„Hvet fólk eindregið til þess að fylgjast með spám“
Allt stefnir í að mjög djúp lægð komi að landi úr vestri annað kvöld með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast vel með veðurspám sem geti breyst hratt.
04.01.2022 - 11:53
Heitt vatn rennur eðlilega til Rangæinga
Betur gekk við að skipta út bilaðri dælu í heitavatnsholu Rangárveitna í Kaldárholti en áætlað var. Unnið var fram á nótt við að koma nýju dælunni af stað og strax að því loknu var byrjað að auka rennsli vatns inn á kerfið. Á vef Veitna segir að nú ættu allir íbúar að vera komnir með fullan þrýsting á heita vatninu.
03.01.2022 - 15:04
Gul veðurviðvörun
Norðvestan stormur eða rok sunnan lands og austan
Gul veðurviðvörun gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun. Það gengur í norðvestan storm eða rok 20-28 metra á sekúndu austan til á landinu.
03.01.2022 - 00:14
Alvarlegt ástand vegna sinubruna á höfuðborgarsvæðinu
Sinueldar loga víða um höfuðborgarsvæðið og í nágrenni þess. Allt slökkvilið hefur sinnt útköllum vegna brunanna í kvöld og björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar.
Árnessýsla: 21 útkall vegna sinubruna í kvöld
Töluvert hefur verið um sinuelda í Árnessýslu bæði vegna flugelda og af völdum leyfislausra brenna á svæðinu. Mjög þurrt hefur verið þar um slóðir og höfðu Brunavarnir Árnessýslu varað við eldhættu vegna þess.
31.12.2021 - 22:45
Árið 2021
Meinlaus en nokkuð vatnsmikil Skaftárhlaup
Náttúruöflin rötuðu oft og títt í fréttir á árinu fyrir margra hluta sakir. Sennilega var eldgos í Fagradalsfjalli og jarðskjálftar í tengslum við það mest áberandi í þeim efnum en fleira kom einnig til. Til að mynda urðu tvö hlaup í Skaftá með nokkra daga millibili í byrjun september.
31.12.2021 - 10:03
Öskubíll í eldinn í Vestmannaeyjum
Eldur kviknaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum í Vestmannaeyjum um klukkan hálf ellefu í gærkvöld. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en ekki er vitað nánar um tildrög atviksins.
30.12.2021 - 11:11