Suðurland

Opnað í Reykjadal á sunnudaginn
Gönguleiðin inn Reykjadal verður opnuð næsta sunnudag, eftir lokun undanfarandi vikna. Undanfarið hafa gönguleiðir verið endurbættar en jafnframt hefur verið sett upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. 
28.05.2020 - 23:17
Gúrkur hækkuðu í verði eftir febrúarstorminn
Útlitið var svart hjá garðyrkjubóndanum í Reykási í Hrunamannahreppi í febrúar. Gróðurhúsin voru mikið skemmd eftir óveður og uppskeran meira og minna ónýt. Nú er starfsemin komin á fullt og hefur verið aldrei meira að gera.
28.05.2020 - 20:08
Fullsödd af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug
Partýstand og óþrifnaður hefur verið við Hrunalaug við Flúðir í vor. Landeigendur eru þar á vöktum um nætur til að vísa fólki burt. Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir.
Eyjamenn skila rekstri Hraunbúða til ríkisins
Vestmannaeyjabær ætlar ekki að endurnýja rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Vestmannaeyingar feta þar með í fótspor Akureyringa sem sögðu sig frá rekstri hjúkrunarheimila nýverið. Önnur sveitarfélög eru að endurmeta stöðu sína gagnvart rekstri hjúkrunarheimila.
Ráðist á mann á Selfossi - lögregla lýsir eftir vitnum
Ráðist var á mann fyrir utan Lyfju á Selfossi um klukkan 13:00 í dag og lýsir Lögreglan á Suðurlandi eftir vitnum að árásinni. Karlmaður á fertugsaldri var sleginn með einhvers konar áhldi í höfuðið. Hann kinnbeinsbrotnaði. Talið er að gerandinn hafi farið strax í burt í bíl.
24.05.2020 - 18:21
Lokað við Skógafoss vegna stígagerðar
Búið er að loka fyrir aðgengi að Skógafossi þar sem verið er að vinna að lagfæringum stíga. Lokað er vegna öryggis þar sem þyrla er notuð til verksins til að flytja hráefni. Á meðan þyrlan er nýtt við verkið, frá morgni og fram eftir degi er lokað. Opið verður seinni part dags og á kvöldin, að sögn Daníels Freys Jónssonar, sérfræðings í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun.
22.05.2020 - 11:29
Hluti vinnubúða eyðilagðist í eldi
Hluti vinnubúða Íslenskra aðalverktaka í Ölfusi eyðilagðist í eldi í nótt. Eldurinn uppgötvaðist á fjórða tímanum í nótt og barst Brunavörnum Árnessýslu hjálparbeiðni um stundarfjórðung yfir þrjú. Í fyrstu var ekki ljóst hvort eldurinn var í gistiheimili undir Ingólfsfjalli eða í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka sem reistar voru vegna vinnu við breikkun Suðurlandsvegs.
22.05.2020 - 11:27
Rannsókn lokið á þyrluhrapi Ólafs Ólafssonar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir tvennum tilmælum til flugmanna eftir að hafa lokið rannsókn á flugslysi þar sem þyrla Ólafs Ólafssonar athafnamanns hrapaði. Flugmenn eru annars vegar hvattir til þess að gæta sérstaklega að sér þegar þeir fljúga mismunandi tegundum loftfara og hins vegar eru þeir minntir á mikilvægi þess að afla alltaf veðurupplýsinga og reikna út þyngd flugfars.
21.05.2020 - 18:08
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Landinn
Íslendingar sólgnir í jarðarber
„Við erum með í kringum 70 þúsund plöntur í húsunum. Á mismunandi stigum að vísu, en þetta er hellingur,“ segir Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum.
20.05.2020 - 11:21
Samferðamenn slösuðu konunnar reyndust úrvinda
Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði eru nú að fylgja samferðamönnum konunnar sem slasaðist á fæti á Hvannadalshnjúk fyrr í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna um átta leytið í dag og flutti hana til Reykjavíkur og skömmu seinna óskuðu samferðamenn hennar eftir aðstoð björgunarsveita þar sem þeir voru uppgefnir.
19.05.2020 - 23:30
Gæti kostað 150 milljónir að gera við Skálholtskirkju
Það gæti kostað á bilinu 100 til 150 milljónir króna að gera við húsnæði Skálholtskirkju. Þetta segir Kristján Björnsson vígslubiskup. Hann sendi Kirkjuráði bréf um síðustu mánaðamót, þar sem hann lýsti neyðarástandi vegna húsnæðis Skálholtskirkju. Fréttastofa ræddi við Kristján í hádeginu. 
16.05.2020 - 13:03
RARIK bíður eftir eignarnámi til að klára hitaveitu
Eigendur tveggja jarða í Hornafirði neita að leyfa RARIK að fara um jarðirnar með hitaveitulögn nema samið sé um bætur. Forstjóri RARK segir að eitt verði yfir alla að ganga. RARIK bjóði hærri bætur en landeigendur fengju eftir eignarnám.
11.05.2020 - 09:24
Hvergerðingar hóta að hætta viðskiptum við Arion banka
Arion banki hyggst loka útíbú sínu í Hveragerði og sameina það útibúi bankans á Selfossi. Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir þessu harðlega og hótar því að endurskoða viðskipti sín við bankann verði ekki hætt við lokunina.
08.05.2020 - 14:49
Skepnum bjargað úr brennandi fjárhúsi
Eldur kom upp í fjárhúsi í Mýrdal rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Mbl.is greinir fyrst frá þessu. Kallað var eftir aðstoð Slökkviliðs Mýrdalshrepps og Brunavarna Rangárvallasýslu.
07.05.2020 - 00:51
Áætlað tekjutap meistaraflokka Selfoss 42,5 milljónir
Meistaraflokkar Selfoss gætu orðið af tekjum upp á 42,5 milljónir króna vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjórn félagsins hefur þungar áhyggjur af þeim áhrifum sem farsóttin hefur haft á starfsemi, þjónustu og rekstur þess.
04.05.2020 - 16:45
Umferð um Dyrhólaey takmörkuð næstu vikurnar
Umferð um Dyrhólaey verður takmörkuð fram til 25. júní til að gefa fuglum frið á meðan varptíma stendur. Sú hugmynd hefur kviknað að koma fyrir niðurgröfnu skoðunarhúsi svo að ferðamenn geti notið lundavarpsins enn betur.
03.05.2020 - 07:08
Útkall til leitar eftir að sjóblaut föt fundust í fjöru
Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því að björgunarsveitir kalli út bátaflokk til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn, eftir að þar fannst sjóblautur fatnaður, stuttbuxur, skór og sokkar, í fjöru.
28.04.2020 - 13:07
Aðeins tveir í einangrun í Vestmannaeyjum
Aðeins tveir eru í einangrun með COVID-19 í Vestmannaeyjum og tíu eru í sóttkví. Ekkert nýtt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum í heila viku. „Við erum komin langan veg, þetta hefur tekið á en við erum hvergi nærri því að gefast upp,“ segir lögreglustjórinn í Eyjum.
Vill vorveiðar á heiðagæs til að minnka tjón í túnum
Gæsir flykkjast til landsins og á Suðausturlandi eru ræktuð tún efst á matseðlinum, bændum til mikils ama. Bóndi í Nesjum í Hornafirði skorar á stjórnvöld að leyfa vorveiðar á heiðagæs. Stofninn hefur margfaldast á síðustu áratugum.
24.04.2020 - 20:15
Um fjórðungur Hornfirðinga á hlutabótum eða án atvinnu
Hornfirðingar þurfa ekki bara að kljást við hrun í ferðaþjónustu heldur líka humar- og loðnubrest. Ungt námsfólk leitar á náðir sveitarfélagsins um sumarvinnu á sama tíma og næstum fjórðungur íbúa fær hlutabætur eða hefur misst vinnuna.
22.04.2020 - 21:30
65 milljónir í verkefni á Raufarhöfn og Bakkafirði
Af 200 milljóna viðbótarframlagi úr Framkvæmdastjóð ferðamannastaða, fara 65 milljónir til tveggja verkefna á Raufarhöfn og Bakkafirði. Samtals hafa 48 verkefni víða um land hlotið styrki úr sjóðnum í ár.
22.04.2020 - 16:08
Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Sprengihætta þegar kveikt var í stolnum gaskútum
Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á því að undanfarna daga hefur gaskútum verið stolið af gasgrillum íbúa á Selfossi. Upp úr miðnætti í nótt var svo kveikt í kútum á fjórum stöðum innan Selfoss og skammt utan bæjarins.
Sex í sóttkví í Eyjum en voru yfir 500 þegar mest var
Fjórar vikur eru liðnar síðan hertar samkomutakmarkanir tóku gildi í Vestmannaeyjum. Fyrsta tilfelli COVID-19 greindist þar fyrir sléttum mánuði og voru tilfellin orðin 51 tíu dögum síðar. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir að sex séu nú í sóttkví í Vestmannaeyjum en voru yfir 500 þegar mest var.
20.04.2020 - 16:29