Suðurland

700 milljónir til rannsóknar á íslensku grasi og skógum
700 milljóna króna styrkur til fjögurra ára var veittur til rannsóknarverkefnis sem Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í. Verkefnið heitir Future Arctic og á að gefa innsýn í hvernig graslendi og skógar bregðast við loftslagsbreytingum.
Jarðhiti í Bárðarbungu sífellt að aukast
Snarpur jarðskjálfti í Bárðarbungu um helgina er ekki endilega fyrirboði frekari atburða þar, að sögn jarðeðlisfræðings. Stórir skjálftar fylgi kvikusöfnun í eldstöðinni. Jarðhiti er sífellt að aukast á þessu svæði og eitt af því vísindamenn fylgjast með er hvort aukin hætta er á hlaupi í Jökulsá á Fjöllum.
28.09.2020 - 13:29
Viðtal
Segir að samningar hjólhýsaeigenda fái að renna út
Til stendur að loka hjólhýsasvæðinu á Laugavatni, en þar hefur fólk verið með hjólhýsin sín áratugum saman. Ásta Stefánsdóttur, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarfélagið hafi heimild til að segja upp samningum um næstu mánaðamót en ákveðið hafi verið að láta leigusamninga renna út. Það gerist á næstu tveimur árum. Hún segir að eldvarnarsjónarmið ráði mestu um að ákveðið var að loka.
28.09.2020 - 09:17
Landinn
Tekur myndir af þúsund andlitum Heimaeyjar
Síðustu vikur og mánuði hefur Bjarni safnað andlitsmyndum fyrir heimildaverkefnið Þúsund andlit Heimaeyjar. „Þetta verða ábyggilega meira en þúsund manns, mögnuð þátttaka,“ segir Bjarni Sigurðsson, ljósmyndari og kokkur í Eyjum.
22.09.2020 - 07:30
Settu grímuskyldu vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið
Skólum utan höfuðborgarsvæðisins er í sjálfsvald sett hvort þeir taka upp grímuskyldu. Í skólum sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Egilsstöðum, Tröllaskaga og Ísafirði, er grímunotkun valkvæð.
21.09.2020 - 12:35
Rúmra fjögurra ára dómur ómerktur
Landsréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem hafði verið dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsi. Landsréttur sagði vafa leika á því að maðurinn hefði játað brot sín skýlaust eins og var forsenda fyrir dómi héraðsdóms. Því verður að taka málið aftur fyrir í héraðsdómi og dæma það upp á nýtt.
18.09.2020 - 20:54
Ætla að loka hjólhýsahverfinu á Laugarvatni
Sveitastjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hætta rekstri hjólhýsasvæðis við Laugavatn innan tveggja ára. Ástæðan er sögð sú að öryggi fólks sé verulega ábótavant komi þar upp eldur. Bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu hafa bent á að ástandið á svæðinu sé með öllu óviðunandi með tilliti til brunavarna og öryggis fólks. Þá hefur Húsnæðis-og mannvirkjastofnun sagt að það sé á ábyrgð Bláskógabyggðar að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða.
17.09.2020 - 21:09
Auðskilið mál
800 flugferðir bókaðar með nýjum afslætti
Nærri átta hundruð flugferðir hafa verið bókaðar með Loftbrú frá því að hún var tekin í notkun fyrir viku. Á einni viku hefur ríkið því niðurgreitt fargjöld um tæplega fimm milljónir króna.
16.09.2020 - 14:48
Mjög góð síldveiði fyrir austan land
Mjög góð síldveiði er nú undan Austfjörðum en allur uppsjávarflotinn er hættur makrílveiðum og kominn á síld. Verð fyrir síldarafurðir hefur staðið í stað frá í fyrra, en hagstæðar aðstæður við veiðar og vinnslu eru ávísun á góða afkomu af vertíðinni.
16.09.2020 - 14:22
Þyrla og björgunarsveitir leituðu manns í Þjórsárdal
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til leitar að manni sem hafði orðið viðskila við félaga sína efst í Þjórsárdal í Árnessýslu á Suðurlandi.
13.09.2020 - 10:34
Myndband
Loftbrú brjóti múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar
Fagnað var á Egilsstaðaflugvelli í dag þegar Loftbrú var hleypt af stokkunum. Rúmlega 60 þúsund landsmenn sem búa fjarri höfuðborginni geta nú fengið innanlandsflug til Reykjavíkur niðurgreitt af ríkinu um 40 prósent, þrjár ferðir á ári.
09.09.2020 - 20:36
Hvassviðri eða stormur víða á landinu
Gular viðvaranir eru í gildi á öllu austanverðu landinu vegna vestan- og norðvestanhvassviðris eða storms. Veðrið stendur yfir fram á kvöld og nótt, gengur fyrst niður um sexleytið á Suðausturlandi en síðast á Austurlandi og Austfjörðum í nótt.
07.09.2020 - 11:39
Myndband
Óvenjuleg fjallferð í vændum
Fjallmenn á Suðurlandi héldu á afrétt í dag. Göngur verða með óhefðbundnu sniði í ljósi faraldursins. Þrátt fyrir það er tilhlökkunin mikil.
Nemandi í Vallaskóla með kórónuveiruna
Nemandi í sjöunda bekk Vallaskóla á Selfossi hefur greinst með kórónuveiruna og er farinn í sóttkví. Bekkjarfélagar nemandans fara í 14 daga sóttkví.
Myndskeið
„Minnir mann á að hætturnar leynast víða“
Maðurinn sem festist í Sandvatni á Haukadalsheiði í gærkvöld segir það hræðilega tilfinningu að vera fastur úti í vatni og vera algerlega bjargarlaus. „Þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er,“ segir hann í yfirlýsingu um atvikið. Myndband af björguninni má sjá í spilaranum hér að ofan.
03.09.2020 - 16:03
„Rólegt í Kötlu þetta árið“
Jarðskjálfti 3,1 að stærð varð í nágrenni Goðabungu í Mýrdalsjökli klukkan 12:39 í dag.
03.09.2020 - 14:37
Versnandi veðurhorfur norðaustantil
Veðurstofan gaf í dag út appelsínugula viðvörun vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld og fram eftir degi á föstudag. Áður hafði verið gefin út gul viðvörun en veðurhorfur hafa nú versnað. Viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir stærstan hluta landsins. Gular viðvaranir voru gefnar út vegna væntanlegs óveðurs á Ströndum og Norðurlandi vestra, miðhálendinu, Suðausturlandi og Austfjörðum.
02.09.2020 - 12:48
Óeðlilegt að beita starfsfólki ef sækja á fé til ríkis
Bæjarráð Vestmannaeyja fundar nú í hádeginu um stöðu Herjólfs eftir að öllum starfsmönnum fyrirtækisins, 68 manns, var sagt upp í gær. Stjórn Herjólfs telur að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning við ríkið og sér fram á 400 milljóna króna halla á rekstri félagsins á árinu. Samgönguráðherra segir að félaginu hafi þegar hafi verið veittur einhver fjárstuðningur og segir samtal hafið um að leysa ágreiningsmál um þjónustusamning.
Myndskeið
Lundapysjuveiðitímabilið í hámarki í Vestmanneyjum
Lundapysjuveiðitímabilið stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum. Vaskt björgunarfólk hefur nú bjargað yfir fimm þúsund lundapysjum sem villast til byggða á Heimaey.
31.08.2020 - 19:20
Öllum 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. sagt upp
Öllum 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp störfum. Guðbjartur Ellert Jónsson, forstjóri Herjólfs, segir uppsagnirnar varúðarráðstafanir því stjórn félagsins telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu.
Ekki reyndist vera e.coli í neysluvatni á Klaustri
Niðurstöður sýnatöku á neysluvatni á Kirkjubæjarklaustri hefur leitt í ljós að ekki var e.coli í því. Í tilkynningu frá sveitarstjóra kemur fram að íbúum og fyrirtækjum sé því óhætt að neyta vatns án þess að sjóða það fyrst.
31.08.2020 - 13:29
Myndskeið
Byggja gróðurhús og hótel í heimsfaraldri
Stærsta gúrku-, tómata- og blómaframleiðsla landsins verður bráðum í Reykholti í Biskupstungum, þar sem aðeins rúmlega tvö hundruð manns búa. Heimafólk ákvað að nýta tímann í faraldrinum til að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir og er bjartsýnt á framhaldið.
30.08.2020 - 21:15
Slasaðist á Leggjabrjóti
Göngumaður slasaðist á ferð um Leggjabrjót upp úr hádegi. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita og sjúkraflutningamanna klukkan hálf tvö sem fóru á vettvang. Að lokum var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti göngumanninn á slysadeild og lenti við Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan hálf fimm.
29.08.2020 - 16:47
Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
25 milljónum veitt í að varðveita Njálurefilinn
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að veita 25 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til þess að koma hinum svokallaða Njálurefli fyrir í varanlegu sýningarhúsnæði í Rangárþingi Eystra. Refillinn er 90 metra langur hördúkur og er Njálssaga saumuð í hann með refilsaumi.
28.08.2020 - 12:08