Stríðið í Afganistan

Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.
Styrkja Afgana um 100 milljónir evra
Evrópusambandið ætlar að veita Afganistan hundrað milljóna evra fjárhagsaðstoð. Matvælaskortur fer vaxandi í landinu og óstjórn ríkir eftir valdatöku talibana í síðasta mánuði. Vegna ástandsins eru margir flúnir til nágrannalandanna.
Matarskortur yfirvofandi í Afganistan
Sameinuðu þjóðirnar reyna að safna meira en sex hundruð milljónum dollara í neyðaraðstoð vegna ástandsins í Afganistan. Það fer stöðugt versnandi eftir að talibanar náðu þar völdum í síðasta mánuði. 
Bróðir fyrrverandi varaforseta drepinn af talibönum
Rohullah Azizi, bróðir fyrrverandi varaforseta Afganistans, féll í bardaga gegn talibönum í Panjshir-dal. Dalurinn er síðasta vígi andspyrnuhreyfingar gegn talibönum.
12.09.2021 - 07:43
Flóttaflugi seinkað vegna mislinga
Bandaríkjamenn frestuðu í gær flugferðum afganskra flóttamanna til Bandaríkjanna vegna mislingatilfella meðal flóttamanna sem þegar eru komnir til landsins. Á blaðamannafundi í gærkvöld greindi Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, frá því að þetta væri gert í samráði við heilbrigðisyfirvöld og í forvarnarskyni.
Fyrrum varaforseti vill leiða andspyrnu gegn talibönum
Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseti Afganistans, vill verða leiðtogi mótspyrnuhreyfingar gegn talibönum í landinu. Frá þessu greinir hann í bréfi sem hann sendi blaðamanni þýska dagblaðsins Spiegel.
31.08.2021 - 06:23
Bandaríkjaher farinn frá Afganistan
Bandaríkjamenn hafa flutt alla sína hermenn á brott frá Afganistan. Kenneth McKenzie yfirhershöfðingi tilkynnti þetta á blaðamannafundi í kvöld. Þar með er tuttugu ára hersetu Bandaríkjamanna í Afganistan lokið.
Sprengjum varpað að flugvellinum í Kabúl
Starfsfólk AFP fréttastofunnar í Kabúl í Afganistan greinir frá því að heyrst hafi í sprengjum fljúga yfir borgina í nótt. Sprengjunum var beint að flugvelli borgarinnar að sögn vitna. AFP hefur eftir embættismanni úr stjórninni sem vék fyrir talibönum að flugskeytum hafi verið skotið úr farartæki í norðanverðri borginni.
30.08.2021 - 04:07
Bretar hafa lokið brottflutningum frá Afganistan
Bretar lýstu því yfir í gærkvöld að þeir hafi lokið brottflutningi hermanna sinna frá Kabúl í Afganistan. Varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af þreytulegum hermönnum fara um borð í flugvél.
29.08.2021 - 04:39
Vara við trúverðugri hótun í Kabúl
Bandaríska sendiráðið í Kabúl biður bandaríska ríkisborgara í nágrenni við flugvöll borgarinnar að koma sér þaðan strax. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Í neyðartilkynningu sendiráðsins til Bandaríkjamanna í Afganistan segir að mjög ítarleg og trúverðug hótun um árás nærri flugvellinum hafi borist. 
29.08.2021 - 01:32
Talibanar heita fjölbreyttri starfsstjórn
Talibanar segjast ætla að skipa leiðtoga úr öllum þjóðarbrotum í starfsstjórn Afganistans. Um tugur manna er á lista Talibana yfir mögulega ráðherra í stjórninni, hefur Al Jazeera fréttastofan eftir heimildamönnum úr röðum Talibana. Engar upplýsingar fengust um hversu lengi starfsstjórnin á að vera við völd. 
28.08.2021 - 05:27
Bandaríkin réðust gegn vígamanni í Afganistan
Bandaríkjaher gerði drónaárás á híbýli vígamanns hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki í Afganistan. Frá þessu greinir bandaríska varnarmálaráðuneytið í yfirlýsingu í kvöld.
Biden gagnrýndur vegna burtkvaðningar frá Afganistan
Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur því staðfastlega fram að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar ákveðið var að kalla alla hermenn heim frá Afganistan í lok þessa mánaðar. En þeir eru margir bæði innan Bandaríkjanna og meðal bandamanna erlendis sem telja þetta alvarlegustu mistök Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum áratugi.
Þurfa fleiri sjálfboðaliða vegna Afgana á flótta
Rauði Krossinn þarf á fleiri sjálfboðaliðum að halda til að aðstoða væntanlega flóttamenn við aðlögun að íslensku samfélagi. Líklegt er að flóttafólkið dreifist vítt og breitt um landið.
27.08.2021 - 15:15
Yfir 100 þúsund komið frá Afganistan
Bandaríkin hafa komið yfir 100 þúsund manns frá Afganistan síðan 14. ágúst, þegar Talibanar náðu völdum í landinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var úr Hvíta húsinu í gærkvöld. Til stendur að ljúka rýmingu 31. ágúst, og sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í gærkvöld að hryðjuverkaárásirnar við flugvöllinn í Kabúl í gær breyti þar engu.
Sex á leið til Íslands komist í gegnum Kabúl-flugvöll
Aðeins sex flóttamenn, sem boðið hefur verið hingað til lands, hefur tekist að komast í flug frá Kabúl-flugvelli síðan ríkisstjórnin ákvað að taka á móti þeim. Dyrnar eru að lokast segir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.
26.08.2021 - 20:05
Nefna barnið eftir herflugvél
Stúlka sem fæddist um borð í bandarískri herflugvél um helgina á leið frá Kabúl í Afganistan hefur hlotið nafnið Reach, eftir kallmerki vélarinnar. Móðirin var meðal þeirra sem flúði Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin í höfuðborginni. 
26.08.2021 - 01:19
Yfir helmingur Afgana á flótta eru börn
Tæplega 60 prósent þeirra Afgana sem hafa neyðst til að flýja heimili sín á árinu eru börn, samkvæmt samantekt Mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átök hafa verið víða um landið og 15. ágúst náðu Talibanar völdum.
Skynsamar fyrstu tillögur en staða Afgana áfram metin
Ísland tekur á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar þessa efnis á fundi sínum í morgun. Nefndin heldur áfram störfum og gæti lagt til að Ísland tæki á móti fleiri flóttamönnum, eftir því hvernig málum vindur fram í Afganistan.
24.08.2021 - 12:57
Loftbrúin frá Kabúl líklega framlengd
Svo virðist sem Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að framlengja loftbrúna frá Kabúl fram yfir mánaðamót, eins og mjög hefur verið þrýst á um að hann geri. Engin formleg yfirlýsing hefur enn birst um þetta frá Hvíta húsinu en annað verður þó vart ráðið af tilkynningu sem birt var á vef breska forsætisráðuneytisins í gærkvöld.
24.08.2021 - 06:22
Myndskeið
„Björgum fjölskyldum okkar núna“
Afganir á Íslandi komu saman á Austurvelli í dag og hvöttu stjórnvöld til þess að taka á móti löndum sínum sem reyna að komast burt frá Afganistan eftir yfirtöku Talíbana í landinu.
23.08.2021 - 18:04
Einn féll og þrír særðust í bardaga við Kabúlflugvöll
Til skotbardaga kom í morgun milli afganskra öryggissveita og óþekktra byssumanna við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þýska hernum, sem enn er með nokkuð lið í borginni. Einn úr röðum afgönsku öryggisvarðanna féll í bardaganum og þrír til viðbótar særðust, segir í færslu þýska hersins á Twitter. Þar segir enn fremur að hvort tveggja þýskir og bandarískir hermenn hafi blandað sér í skotbardagann áður en yfir lauk. Enginn úr þeirra röðum særðist í átökunum.
Flóttinn frá Kabúl
Skikka flugfélög til að hjálpa við brottflutning fólks
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segist vona að hægt verði að ljúka brottflutningi fólks frá Afganistan fyrir 31. ágúst, eins og áætlanir gera ráð fyrir, en útilokar þó ekki að dráttur geti orðið þar á. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það „stærðfræðilega ómögulegt“ að flytja alla þá tugi þúsunda sem til stendur að flytja úr landi fyrir tilsettan tíma.
Öngþveiti og örvænting við flugvöllinn í Kabúl
Mikið öngþveiti er við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl, þar sem þúsundir örvæntingarfullra Afgana freista þess að komast inn á flugvallarsvæðið og forða sér úr landi eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Á fréttamyndum bresku Sky-fréttastöðvarinnar sem teknar voru á laugardagsmorgun má sjá hermenn breiða hvítan dúk yfir minnst þrjú lík.
21.08.2021 - 23:40
Talibanar myrtu ættingja fréttamanns sem þeir leituðu
Vígamenn talibana drápu á miðvikudag ættingja afgansks fréttamanns sem unnið hefur fyrir þýska fjölmiðilinn Deutsche Welle, og særðu annan illa. Þetta kemur fram á vef fjölmiðilsins. Þar segir að blaða- og fréttafólk og fjölskyldur þeirra séu í bráðri lífshættu í Afganistan, eftir að talibanar tóku þar völdin. Þeir hiki ekki við að drepa fréttafólk og aðstandendur þess, eins og þetta dæmi sanni.
20.08.2021 - 02:49