Stríðið í Afganistan

Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Nató hættir aðgerðum í Afganistan
Utanríkis- og varnarmálaráðherrar allra 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í gær að draga allt herlið sitt frá Afganistan. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af tilkynningu Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, um að hann ætli að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan 1. maí og ljúka honum í síðasta lagi 11. september, réttum 20 árum eftir árásina á Tvíburaturnana í New York.
15.04.2021 - 06:20
Danir kalla herlið sitt frá Afganistan
Danir hyggjast kalla herlið sitt heim frá Afganistan í áföngum, frá og með 1. maí, í takt við brotthvarf bandarískra hermanna og annars herafla á vegum NATO. Þetta upplýstu utanríkis- og varnarmálaráðherrar Danmerkur, þau Jeppe Kofod og Trine Bramsen, á fréttamannafundi í gærkvöld. Kofod sagði enn mikið verk óunnið í Afganistan. „En Afganistan er annað land en það var fyrir 20 árum síðan," sagði ráðherrann.
Engar friðarviðræður fyrr en Bandaríkjaher fer úr landi
Bandaríkjaforseti ætlar að draga allt herlið frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Talibanar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðum fyrr en allt erlent herlið hefur yfirgefið landið.
Þrjár ungar fjölmiðlakonur myrtar í Jalalabad
Illvirkjar myrtu þrjár kornungar fjölmiðlakonur í tveimur árásum í afgönsku borginni Jalalabad í gær. Stjórnvöld segja talibana hafa verið að verki, en þeir þræta fyrir ódæðisverkin. Konurnar, sem voru á aldrinum 18 til 20 ára, störfuðu við talsetningu vinsælla, tyrkneskra og indverskra framhaldsþátta fyrir sjónvarpsstöðina Enikass, sem starfrækt er í Jalalabad, héraðshöfuðborg Nangarhar.
03.03.2021 - 03:55
Búist við að viðræður hefjist á ný á morgun
Búist er við að viðræður milli stjórnvalda í Kabúl og Talibana í Afganistan hefjist á ný í Katar á morgun, þrátt fyrir hörð átök heima fyrir. Afganskir embættismenn greindu frá þessu í morgun.
04.01.2021 - 08:34
Mun fleiri Afganar þurfa hjálp á næsta ári
Sameinuðu þjóðirnar búast við að mun fleiri þurfi á hjálp að halda í Afganistan á næsta ári, en á árinu sem nú er að líða. Ellefu milljónir hafi þurft á hjálp að halda á þessu ári, en allt að fimm milljónir bætist við á komandi ári.
16.12.2020 - 08:38
Mannskæð eldflaugaárás á Kabúl
Einn maður lést og annar særðist þegar fjórum flugskeytum var skotið á Kabúl, höfuðborg Afganistans, snemma í morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytisins greindi frá þessu á fréttamannafundi. Flugskeytin lentu öll í austanverðri borginni, að sögn lögreglu.
Dauðsföllum óbreyttra borgara fjölgað gríðarlega
Fjöldi óbreyttra borgara sem féll í loftárásum alþjóðlegs herliðs í Afganistan fjölgaði mikið frá 2016 til 2019. Þetta er afleiðing rýmri reglna um valdbeitingu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti setti árið 2017 samkvæmt nýrri skýrslu.
Hættir rannsókn á meintum stríðsglæpum Breta
Fatou Bensouda saksóknari Alþjóða sakamáladómstólsins hyggst ekki rannsaka meinta stríðsglæpi breskra hermanna í Írak, þrátt fyrir að hún telji að rökstuddur grunur sé fyrir brotunum. Þeir eru meðal annars sakaðir um morð án dóms og laga, pyntingar og nauðganir.
Minnst 40 fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Minnst 40 afganskir stjórnarhermenn fórust þegar bílsprengja sprakk við bækistöð hersins í Ghazni-héraði um miðbik Afganistans í morgun. Á þriðja tug til viðbótar særðust í árásinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Ghazni. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að maður hafi ekið bíl, hlöðnum sprengiefni, að herstöðinni. Hann var stöðvaður í hliðinu og virkjaði þá sprengjuna, með þessum afleiðingum.
30.11.2020 - 01:13
Neyðarástand meðal milljóna í Afganistan
Milljónir Afgana eiga allt sitt undir því að samfélag þjóðanna haldi áfram að veita þeim mannúðaraðstoð, að sögn yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ófriður í landinu hefur hrakið hundruð þúsunda á vergang á þessu ári.
Varhugaverðir tímar er hermönnum fækkar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að fjöldi bandarískra hermanna í Írak og Afganistan snúi aftur heim. Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Christopher C. Miller, segir að fram undan sé vandasamt verkefni sem framkvæmt verði af kostgæfni.
Áformar frekari heimkvaðningu hermanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áformar enn frekari fækkun í liði bandaríska hersins í Afganistan og Írak. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir fulltrúum stjórnvalda í Washington. Verið sé að leggja lokahönd á áætlanir þessa efnis.
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.
Árás á háskólann í Kabúl
Að minnsta kosti 25 féllu eða særðust í árás á háskólann í Kabúl í Afganistan í dag. Þrír menn voru að verki, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins. Einn sprengdi sig í loft upp og tveir félagar hans réðust þá inn í skólann og létu skothríðina dynja á fólki. Eftir nokkurra klukkustunda umsátur skutu öryggisverðir árásarmennina til bana.
02.11.2020 - 13:26
Átök bitna á almennum borgurum
Þrátt fyrir friðarumleitanir í Afganistan hefur ekkert dregið úr bardögum í landinu sem bitna ekki síst á almennum borgurum. Yfir 2.100  almennir borgarar féllu í Afganistan fyrstu níu mánuði ársins, en ríflega 3.800 særðust.
28.10.2020 - 08:43
Trump vill hermenn heim fyrir jól
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að bandarískir hermenn í Afganistan verði komnir heim fyrir jól. Þetta sagði hann í færslu á Twitter í gærkvöld.
Viðræður að hefjast um frið í Afganistan
Friðarviðræður talibana og stjórnvalda í Afganistan hefjast í Katar á morgun. Deilur um fangaskipti töfðu þær um hálft ár. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður viðstaddur þegar sendinefndir beggja setjast að samningaborðinu.
11.09.2020 - 16:22
Tilræði við varaforseta Afganistans
Minnst tíu létu lífið og fimmtán særðust í sprengjutilræði í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Sprengja sprakk við bílalest Amrullah Saleh, fyrsta varaforseta landsins, en hann sakaði ekki. Lífverðir hans eru hins vegar í hópi látinna og særðra.
Hættulegir Talibanar leystir úr haldi
Afgönsk yfirvöld hófu í gær lokahnykk lausnar fanga úr röðum Talíbana. Síðustu 400 fangarnir eru einkar hættulegir, og fannst forsetanum Ashraf Ghani rétt að vara við því að þeir gætu stefnt heimsbyggðinni í hættu. Lausn fanganna er samkvæmt samkomulagi afganskra stjórnvalda og Talibana til þess að reyna að okma af stað friðarviðræðum í landinu.
14.08.2020 - 06:22
Fimm hundruð talibanar látnir lausir
Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fyrirskipaði í dag að fimm hundruð talibönum yrði sleppt úr fangelsi. Þriggja sólarhringa vopnahlé er gengið í gildi í landinu vegna Eid al-Adha trúarhátíðarinnar.
31.07.2020 - 15:08
Talibanar segjast tilbúnir í friðarviðræður
Talibanar í Afganistan segjast tilbúnir að hefja friðarviðræður við stjórnvöld í Kabúl í næsta mánuði. Skilyrðið sem þeir setja er að öllum föngum, sem samið hafði verið um að yrðu látnir lausir, hafi þá verið sleppt.
23.07.2020 - 17:46
45 talibanar og óbreyttir borgarar féllu í loftárásum
Minnst 45 fórust í loftárásum afganska hersins á ætlaðar bækistöðvar talibana í austurhluta Afganistans í gær, miðvikudag. Fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir Ali Ahmad Faqir Yar, svæðisstjóra í Adraskan í Herat-héraði, að minnst átta óbreyttir borgarar hafi verið í hópi hinna látnu. Hvort fleiri óbreyttir borgarar hafi fallið er óljóst enn.
23.07.2020 - 06:38
Trump fékk upplýsingar um verðlaunagreiðslur Rússa
Á sama tíma og bandarískir embættismenn reyna að gera lítið úr fregnum af því að Rússar hafi heitið Talíbönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan, birtir New York Times nýja grein um málið. Þar er sagt frá því að milliliðurinn sé fyrrverandi fíkinefnasmyglari, Rahmatullah Azizi að nafni.