Stríðið í Afganistan

Ghebreyesus: Líf svartra minna metin en hvítra
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir ljóst að heimsbyggðin gefi hörmungum og neyðarástandi mismikinn gaum og vægi eftir húðlit þeirra sem það bitnar á. Einungis brotabrot af þeirri gríðarmiklu neyðaraðstoð sem nú renni til Úkraínu sé veitt til hamfara- og stríðssvæða annars staðar í heiminum, þar sem neyð sé þó óumdeilanlega feikimikil.
Flugfélög staðfesta ferðabann afganskra kvenna
Talibanastjórnin í Afganistan hefur bannað þarlendum konum að ferðast með flugvélum nema í fylgd með karlkyns ættingja. Það staðfesta bréf til helstu flugfélaga landsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar fyrirskipunar um lokun stúlknaskóla í landinu.
Vestræn ríki hvetja talibana til að opna stúlknaskóla
Utanríkisráðherrar vestrænna ríkja fordæma þá ákvörðun talibana-stjórnarinnar að loka öllum miðskólum fyrir stúlkur á miðvikudaginn örfáum klukkustundum eftir að þeir voru opnaðir að nýju.
Kona sem hvarf eftir mótmæli í Afganistan komin fram
Afgönsk kona sem hvarf eftir mótmæli gegn Talibanastjórninni reyndist hafa verið í haldi þeirra um nokkurra vikna skeið. Ekkert hafði til hennar spurst frá því um miðjan janúar þar til hún var látin laus í dag.
Samtök kvenna í Afganistan mótmæla réttindabrotum
Á því hálfa ári sem liðið er frá valdatöku Talíbana í Afganistan er fátt sýnilegt sem minnir á fyrri stjórnendur og lífshætti í höfuðborginni Kabúl. Fjöldi kvenna fer huldu höfði í leynilegum samtökum sem ætlað er að mótmæla nýjum valdhöfum og niðurbroti réttinda kvenna í landinu.
Afganistan
Minnst 19 fórust á mörkum Afganistans og Pakistans
Minnst nítján manns fórust í snjóflóði við landamæri Pakistans og Afganistans í gær. Björgunarlið leitar enn allt að 20 manns sem enn er saknað. Þetta hefur Ritzau-fréttastofan eftir Mawlawi Najibullah, talsmanni talibana. Snjóflóðið féll í Dangam-sýslu í Kunar-héraði í austanverðu Afganistan, rétt við pakistönsku landamærin.
08.02.2022 - 04:13
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna
Talibanar sterklega grunaðir um aftökur án dóms og laga
Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna leiðir í ljós að sterkar líkur séu á að Talibanar og samverkamenn þeirra hafi myrt á annað hundrað fyrrverandi ríkisstarfsmenn, liðsmenn öryggissveita afganska ríkisins og fólk sem starfaði fyrir erlend ríki.
Segja mannréttindi og mannúðaraðstoð haldast í hendur
Fulltrúar vestrænna ríkja krefjast þess að Talíbanastjórnin í Afganistan geri gangskör í því að tryggja mannréttindi í landinu. Það haldist í hendur við mannúðaraðstoð í landinu. Sendinefnd Talíbana sneri aftur heim frá Noregi í gær eftir þriggja daga fundahöld með erindrekum Bandaríkjanna og Evrópu.
Talibanar komnir til Oslóar
Þota sem flutti sendinefnd háttsettra talibana frá Afganistan til Oslóar lenti á Gardemoen flugvelli í gærkvöld. Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra fer fyrir nefndinni, sem flaug til Oslóar í boði norsku ríkisstjórnarinnar. Norska stjórnin vonast eftir að geta lagt sitt af mörkum til að draga úr neyð almennings í Afganistan, þar sem vetrarkuldi, eldsneytis-, lyfja- og matarskortur þjakar þorra landsmanna.
23.01.2022 - 05:41
Hreinsanir sagðar hafnar innan sveita Talibana
Næstum þrjú þúsund úr röðum Talibana hafa verið látin vikja vegna hrottalegrar framkomu sinnar. Forsvarsmenn þeirra segja það gert svo hreinsa megi til í her- og lögreglusveitum.
Kalla eftir 650 milljörðum fyrir stríðshrjáða Afgani
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir fimm milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 650 milljarða króna, til að fjármagna neyðaraðstoð við Afganistan og afganskt flóttafólk utan Afganistans á þessu ári. Þetta er hæsta upphæð sem samtökin hafa nokkru sinni kallað eftir vegna neyðaraðstoðar við eitt einstakt ríki.
Öryggisráðið tryggir neyðaraðstoð til Afganistan
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun byggða á tillögu Bandaríkjamanna um undanþágu frá viðskiptaþvingunum gegn Afganistan svo bregðast megi við mannúðarógninni sem við blasir.
Sendimenn ræða mannúðarógnina sem blasir við Afganistan
Sendinefndir 57 múslímaríkja ræða saman í höfuðborg Pakistan í dag til að finna sameiginlega lausn á mannúðarógninni sem blasir við í nágrannaríkinu Afganistan.
Fleiri almennir borgarar fallið í árásum en talið var
Hernaðarumsvif flughers Bandaríkjanna í miðausturlöndum byggja á afar gallaðri upplýsingagjöf og hefur leitt af sér dauða þúsunda almennra borgara þeirra á meðal fjölda barna.
22 Afganir væntanlegir til landsins á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag eru 22 Afganir væntanlegir til Íslands en þeir eru hluti þess 120 manna hóps sem ríkisstjórnin ákvað að taka á móti í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst.
Barist um frystar eignir afganska ríkisins
Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkanna 11. september 2001 höfðuðu skaðabótamál fyrir 20 árum sem hafa ekki verið útkljáð. Frystar eignir afganska ríkisins í New York eru nú í brennidepli þar sem bæði ættingjarnir og Talíbanar gera kröfu í þær. Það er hægara sagt en gert því það ríkir viðskiptabann milli Bandaríkjanna og Talíbana. Bandaríkjamenn þyrftu að viðurkenna Talíbana sem réttmæta ríkisstjórn Afganistans og því fylgja alls kyns pólitískir hnútar.
Bretar gagnrýndir vegna brottflutnings frá Afganistan
Bresk stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd í vitnaleiðslum í breska þinginu í dag fyrir slælega framgöngu við að koma fólki úr landi í Afganistan þegar talibanar tóku völdin þar. Dominic Raab, sem þá var utanríkisráðherra, var sakaður um ákvarðanafælni og skilningsleysi. Margir þeirra sem leitað hefðu hjálpar hjá breskum yfirvöldum en ekki fengið hefðu verið myrtir.
Uppskáldaðir hermenn skýra skjótan sigur talibana
Fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Afganistans segir að skjótan sigur talibana eftir brotthvarf vestræns herafla úr landinu megi ekki síst rekja til þess að afganski herinn var miklum mun fámennari en opinberar tölur sögðu til um. Uppskáldaðir hermenn hafi skipt tugum og hundruðum þúsunda, og skilað spilltum embættismönnum fúlgum fjár úr sjóðum Vesturlanda.
11.11.2021 - 01:11
Spegillinn
Afganar á flótta enn og aftur
Ógnarstjórn þeirra stóð í fimm ár og því var ekki að furða að ýmsum Afgönum væri brugðið þegar Talíbanar náðu aftur völdum í Afganistan 20 árum síðar. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV kannaði ástandið í höfuðborginni Kabúl tveimur og hálfum mánuði eftir valdatöku Talíbana og frásögn hans fylgir hér að neðan.
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.
Styrkja Afgana um 100 milljónir evra
Evrópusambandið ætlar að veita Afganistan hundrað milljóna evra fjárhagsaðstoð. Matvælaskortur fer vaxandi í landinu og óstjórn ríkir eftir valdatöku talibana í síðasta mánuði. Vegna ástandsins eru margir flúnir til nágrannalandanna.
Matarskortur yfirvofandi í Afganistan
Sameinuðu þjóðirnar reyna að safna meira en sex hundruð milljónum dollara í neyðaraðstoð vegna ástandsins í Afganistan. Það fer stöðugt versnandi eftir að talibanar náðu þar völdum í síðasta mánuði. 
Bróðir fyrrverandi varaforseta drepinn af talibönum
Rohullah Azizi, bróðir fyrrverandi varaforseta Afganistans, féll í bardaga gegn talibönum í Panjshir-dal. Dalurinn er síðasta vígi andspyrnuhreyfingar gegn talibönum.
12.09.2021 - 07:43
Flóttaflugi seinkað vegna mislinga
Bandaríkjamenn frestuðu í gær flugferðum afganskra flóttamanna til Bandaríkjanna vegna mislingatilfella meðal flóttamanna sem þegar eru komnir til landsins. Á blaðamannafundi í gærkvöld greindi Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, frá því að þetta væri gert í samráði við heilbrigðisyfirvöld og í forvarnarskyni.