Stríðið í Afganistan

Reiðubúnir til viðræðna við talibana
Aðalsamningamaður afganskra stjórnvalda í friðarviðræðum við talíbana segir að hans fólk sé reiðubúið til að hefja þegar í stað viðræður við talíbana.
30.05.2020 - 10:02
Stjórnvöld í Kabúl vilja lengra vopnahlé
Allt var með kyrrum kjörum í Afganistan í morgun þótt þriggja daga einhliða vopnahlé Talibana hefði runnið út í gær.
27.05.2020 - 09:11
Fleiri Talibönum sleppt í dag
Stjórnvöld í Afganistan ætla að sleppa 900 Talibönum í dag á þriðja og síðasta degi vopnahlés samtakanna.
26.05.2020 - 08:22
Hundrað talibönum sleppt úr fangelsi
Yfirvöld í Afganistan slepptu í dag eitt hundrað talibönum úr fangelsi að launum fyrir að talibanar hafa lýst yfir þriggja sólarhringa vopnahléi í tilefni af upphafi Eid al-Fitr hátíðarinnar. Þetta er einungis í annað sinn í tæplega nítján ára ófriði milli talibana og stjórnvalda sem þeir fyrrnefndu fallast á vopnahlé. Það hefur verið virt síðustu tvo sólarhringa.
25.05.2020 - 13:36
Talíbanar boða þriggja daga vopnahlé
Talíbanar lýstu yfir þriggja daga vopnahléi frá og með morgundeginum. Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, greindi frá því í kvöld að leiðtogar vígahreyfingarinnar beini því til vígamanna að leggja niður vopna á meðan Eid al-Fitr helgidagarnir standa yfir.
23.05.2020 - 22:09
Árás Talibana á Kunduz hrundið
Afganska stjórnarhernum tókst í nótt að stöðva árás Talibana á borgina Kunduz í norðurhluta landsins. Afganska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í morgun
19.05.2020 - 09:07
Mannfall meira í Kabúl en talið var
Tuttugu og fjórir létu lífið og sextán særðust í árásinni á sjúkrahúsið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Varaheilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í morgun, en áður höfðu stjórnvöld sagt að fjórtán hefðu fallið í árás hryðjuverkamanna á sjúkrahúsið.
13.05.2020 - 10:01
Árás á sjúkrahús í Kabúl
Vopnaðir menn réðust inn á sjúkrahús í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og hafa geisað þar bardagar milli þeirra og öryggissveita.
Tugir féllu í árásum Talibana
Meira en þrjátíu hafa fallið í nýrri árásahrinu Talibana í Afganistan undanfarinn sólarhring, þar á meðal níu almennir borgarar. Embættismenn í Kabúl greindu frá þessu í morgun.
20.04.2020 - 11:20
100 Talibönum sleppt úr haldi í Afganistan
Afgönsk stjórnvöld slepptu 100 Talibönum lausum úr fangelsi í gær. Talibanar sögðust í fyrradag ætla að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld vegna seinagangs þeirra við að leysa fanga úr haldi. Al Jazeera hefur eftir Javid Faisal, talsmanni þjóðaröryggisráðs Afganistans, að stjórnvöld hafi hleypt þeim út í viðleitni til friðar. 
09.04.2020 - 04:03
Talibanar hóta að slíta viðræðum
Talibanar ætla ekki lengur að taka þátt í árangurslausum viðræðum um fangaskipti við stjórnvöld í Kabúl. Þetta sagði talsmaður Talibana á Twitter í gærkvöld og sakaði samningamenn stjórnvalda um að hindra framgang viðræðnanna.
07.04.2020 - 08:19
Minnst 25 féllu í árás í Kabúl
Að minnsta kosti 25 létu lífið í árás vígamanna á bænahús hindúa og síkka í Kabúl höfuðborg Afganistans í morgun. Átta særðust.
25.03.2020 - 12:04
Ráðist á bænahús í Kabúl
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst á hendur sér árás á bænahús hindúa og sikka í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun.
25.03.2020 - 08:28
Skerða aðstoð til Afganistans um milljarð dollara
Bandaríkjastjórn sker efnahagsaðstoð sína við Afganistan niður um milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 140 milljarða króna, þar sem ekkert gengur að miðla málum og lægja öldur milli forseta landsins og helsta keppinautar hans. Þetta var tilkynnt í framhaldi af fundum Mikes Pompeos, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með þeim Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og helsta keppinautar hans á stjórnmálasviðinu, Abdullah Abdullah.
Pompeo reynir að lægja öldur
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í morgun til Afganistan og er búist við að heimsóknin snúist að mestu um að lægja öldur milli forseta landsins og helsta keppinautar hans. Enn fremur að þrýsta á að viðræðum um fangaskipti við Talibana verði hraðað svo hægt sé að hefja formlega friðarviðræður milli þeirra og stjórnvalda í Kabúl.
Heimskviður
Talíbanar með pálmann í höndunum
Í lok síðasta mánuðar var sögulegt samkomulag undirritað milli Bandaríkjastjórnar og Talíbana, sem kveður á um að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefi landið eftir rúmlega átján ára viðveru. Er friður í augsýn, eða eru Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að ganga burt frá rjúkandi rústum? Í tuttgasta og áttunda þætti Heimskviðna, er fjallað um nýjustu tíðindin frá þessu stríðshrjáða landi.
Afganir samþykkja að sleppa föngum
Stjórnvöld í Afganistan kveðast tilbúin að leysa fimm þúsund Talibana úr haldi ef þeir samþykkja að draga verulega úr átökum. Talsmaður Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, greindi frá þessu í gærkvöld. Stjórnvöld vonast til þess að boðið leiði til sátta. 
11.03.2020 - 05:14
Fækkun hafin í liði Bandaríkjamanna
Bandaríkjaher er byrjaður að fækka í liði sínu í tveimur herstöðvum í Afganistan. Talsmaður hersins greindi frá þessu í morgun.
Báðir sóru embættiseið
Ashraf Ghani og Abdulla Abdullah, sem kepptu í forsetakosningunum í Afganistan í haust, sóru báðir embættiseið sem forseti landsins í morgun. Sprengingar voru í höfuðborginni á sama tíma, en ekki er vitað um manntjón.
09.03.2020 - 12:21
Óvissa í Afganistan
Mikil óvissa ríkir í Afganistan, en báðir þeir sem kepptu í forsetakosningunum í landinu í haust, ætla að láta vígja sig í embætti forseta í dag, ef ekki næst samkomulag um annað. Viðræður milli þeirra stóðu langt fram á nótt.
09.03.2020 - 08:26
Mannskæð árás í Kabúl
Að minnsta kosti 27 létu lífið í árás á samkomu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun.
06.03.2020 - 12:13
Dómstóllinn samþykkir rannsókn
Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag sneri í morgun við fyrri úrskurði og heimilaði rannsókn á ódæðisverkum og stríðsglæpum í Afganistan. 
05.03.2020 - 10:51
Talibanar ráðast á stjórnarhermenn
Að minnsta kosti tuttugu stjórnarhermenn og lögreglumenn féllu í árásum Talibana í Afganistan í nótt. Árásir voru gerðar á búðir hers og lögreglu í héruðunum Kunduz og Uruzgan.
04.03.2020 - 09:44
Friðarsamkomulag undirritað í Doha í dag
Viku eftir að Bandaríkin og Talibanar gerðu samkomulag um að lægja átakaöldur í Afganistan lítur út fyrir að friðarsamkomulag verði undirritað í dag. Verði það að veruleika bindur það enda á lengsta stríð Bandaríkjanna. Samkomulagið sem undirritað var í síðustu viku hefur að mestu haldið. Samninganefndir Bandaríkjanna og Talíbana ætla að setjast niður í Doha, höfuðborg Katars, þar sem viðræður hafa farið fram síðustu tvö ár.
29.02.2020 - 06:09
Fagna samkomulagi við talibana
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fagnar samkomulagi Bandaríkjamanna og talibana um að draga úr hernaðarumsvifum í Afganistan í eina viku. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag kvaðst hann vonast til þess að þetta skref ætti eftir að leiða til varanlegs friðar í landinu.