Stríðið í Afganistan

Átök bitna á almennum borgurum
Þrátt fyrir friðarumleitanir í Afganistan hefur ekkert dregið úr bardögum í landinu sem bitna ekki síst á almennum borgurum. Yfir 2.100  almennir borgarar féllu í Afganistan fyrstu níu mánuði ársins, en ríflega 3.800 særðust.
28.10.2020 - 08:43
Trump vill hermenn heim fyrir jól
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að bandarískir hermenn í Afganistan verði komnir heim fyrir jól. Þetta sagði hann í færslu á Twitter í gærkvöld.
Viðræður að hefjast um frið í Afganistan
Friðarviðræður talibana og stjórnvalda í Afganistan hefjast í Katar á morgun. Deilur um fangaskipti töfðu þær um hálft ár. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður viðstaddur þegar sendinefndir beggja setjast að samningaborðinu.
11.09.2020 - 16:22
Tilræði við varaforseta Afganistans
Minnst tíu létu lífið og fimmtán særðust í sprengjutilræði í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Sprengja sprakk við bílalest Amrullah Saleh, fyrsta varaforseta landsins, en hann sakaði ekki. Lífverðir hans eru hins vegar í hópi látinna og særðra.
Hættulegir Talibanar leystir úr haldi
Afgönsk yfirvöld hófu í gær lokahnykk lausnar fanga úr röðum Talíbana. Síðustu 400 fangarnir eru einkar hættulegir, og fannst forsetanum Ashraf Ghani rétt að vara við því að þeir gætu stefnt heimsbyggðinni í hættu. Lausn fanganna er samkvæmt samkomulagi afganskra stjórnvalda og Talibana til þess að reyna að okma af stað friðarviðræðum í landinu.
14.08.2020 - 06:22
Fimm hundruð talibanar látnir lausir
Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fyrirskipaði í dag að fimm hundruð talibönum yrði sleppt úr fangelsi. Þriggja sólarhringa vopnahlé er gengið í gildi í landinu vegna Eid al-Adha trúarhátíðarinnar.
31.07.2020 - 15:08
Talibanar segjast tilbúnir í friðarviðræður
Talibanar í Afganistan segjast tilbúnir að hefja friðarviðræður við stjórnvöld í Kabúl í næsta mánuði. Skilyrðið sem þeir setja er að öllum föngum, sem samið hafði verið um að yrðu látnir lausir, hafi þá verið sleppt.
23.07.2020 - 17:46
45 talibanar og óbreyttir borgarar féllu í loftárásum
Minnst 45 fórust í loftárásum afganska hersins á ætlaðar bækistöðvar talibana í austurhluta Afganistans í gær, miðvikudag. Fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir Ali Ahmad Faqir Yar, svæðisstjóra í Adraskan í Herat-héraði, að minnst átta óbreyttir borgarar hafi verið í hópi hinna látnu. Hvort fleiri óbreyttir borgarar hafi fallið er óljóst enn.
23.07.2020 - 06:38
Trump fékk upplýsingar um verðlaunagreiðslur Rússa
Á sama tíma og bandarískir embættismenn reyna að gera lítið úr fregnum af því að Rússar hafi heitið Talíbönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan, birtir New York Times nýja grein um málið. Þar er sagt frá því að milliliðurinn sé fyrrverandi fíkinefnasmyglari, Rahmatullah Azizi að nafni.
Tugir létust í sprengjuárás á markað
Að minnsta kosti 23 almennir borgarar létu lífið þegar sprengjuárás var gerð í dag á markað í Helmandhéraði í suðurhluta Afganistans. Fimmtán særðust. Bílsprengja sprakk á markaðinum og á hann var skotið fjórum flugskeytum, segir í yfirlýsingum frá héraðsstjóranum í Helmand og afganska hernum.
29.06.2020 - 15:02
Neita að hafa frétt af verðlaunagreiðslum Rússa
Hvíta húsið þvertekur fyrir að forsetinn og varaforsetinn hafi nokkurn tímann fengið veður af því að Rússar hafi boðið vígamönnum tengdum Talíbönum fé til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan.
Hryðjuverk í mosku í Kabúl
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og margir særðir eftir að sprengja sprakk í dag í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér. Ofbeldisverk hafa færst í aukana í landinu að undanförnu. Flest hafa þau verið rakin til hóps sem sagður er hluti af hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Fyrr í þessum mánuði sprakk sprengja í mosku í Kabúl. Þá lést sá sem stýrði bænahaldinu og átta særðust.
12.06.2020 - 10:13
Hóta Alþjóða sakamáladómstólnum
Bandaríkjastjórn hótar refsiaðgerðum fari svo að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ákæri bandaríska hermenn fyrir stríðsglæpi í Afganistan. Fullyrt er að Rússar hafi óeðlilega mikil ítök í dómstólnum.
Reiðubúnir til viðræðna við talibana
Aðalsamningamaður afganskra stjórnvalda í friðarviðræðum við talíbana segir að hans fólk sé reiðubúið til að hefja þegar í stað viðræður við talíbana.
30.05.2020 - 10:02
Stjórnvöld í Kabúl vilja lengra vopnahlé
Allt var með kyrrum kjörum í Afganistan í morgun þótt þriggja daga einhliða vopnahlé Talibana hefði runnið út í gær.
27.05.2020 - 09:11
Fleiri Talibönum sleppt í dag
Stjórnvöld í Afganistan ætla að sleppa 900 Talibönum í dag á þriðja og síðasta degi vopnahlés samtakanna.
26.05.2020 - 08:22
Hundrað talibönum sleppt úr fangelsi
Yfirvöld í Afganistan slepptu í dag eitt hundrað talibönum úr fangelsi að launum fyrir að talibanar hafa lýst yfir þriggja sólarhringa vopnahléi í tilefni af upphafi Eid al-Fitr hátíðarinnar. Þetta er einungis í annað sinn í tæplega nítján ára ófriði milli talibana og stjórnvalda sem þeir fyrrnefndu fallast á vopnahlé. Það hefur verið virt síðustu tvo sólarhringa.
25.05.2020 - 13:36
Talíbanar boða þriggja daga vopnahlé
Talíbanar lýstu yfir þriggja daga vopnahléi frá og með morgundeginum. Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, greindi frá því í kvöld að leiðtogar vígahreyfingarinnar beini því til vígamanna að leggja niður vopna á meðan Eid al-Fitr helgidagarnir standa yfir.
23.05.2020 - 22:09
Árás Talibana á Kunduz hrundið
Afganska stjórnarhernum tókst í nótt að stöðva árás Talibana á borgina Kunduz í norðurhluta landsins. Afganska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í morgun
19.05.2020 - 09:07
Mannfall meira í Kabúl en talið var
Tuttugu og fjórir létu lífið og sextán særðust í árásinni á sjúkrahúsið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Varaheilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í morgun, en áður höfðu stjórnvöld sagt að fjórtán hefðu fallið í árás hryðjuverkamanna á sjúkrahúsið.
13.05.2020 - 10:01
Árás á sjúkrahús í Kabúl
Vopnaðir menn réðust inn á sjúkrahús í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og hafa geisað þar bardagar milli þeirra og öryggissveita.
Tugir féllu í árásum Talibana
Meira en þrjátíu hafa fallið í nýrri árásahrinu Talibana í Afganistan undanfarinn sólarhring, þar á meðal níu almennir borgarar. Embættismenn í Kabúl greindu frá þessu í morgun.
20.04.2020 - 11:20
100 Talibönum sleppt úr haldi í Afganistan
Afgönsk stjórnvöld slepptu 100 Talibönum lausum úr fangelsi í gær. Talibanar sögðust í fyrradag ætla að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld vegna seinagangs þeirra við að leysa fanga úr haldi. Al Jazeera hefur eftir Javid Faisal, talsmanni þjóðaröryggisráðs Afganistans, að stjórnvöld hafi hleypt þeim út í viðleitni til friðar. 
09.04.2020 - 04:03
Talibanar hóta að slíta viðræðum
Talibanar ætla ekki lengur að taka þátt í árangurslausum viðræðum um fangaskipti við stjórnvöld í Kabúl. Þetta sagði talsmaður Talibana á Twitter í gærkvöld og sakaði samningamenn stjórnvalda um að hindra framgang viðræðnanna.
07.04.2020 - 08:19
Minnst 25 féllu í árás í Kabúl
Að minnsta kosti 25 létu lífið í árás vígamanna á bænahús hindúa og síkka í Kabúl höfuðborg Afganistans í morgun. Átta særðust.
25.03.2020 - 12:04