Leit
Senda inn fyrirspurn
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Spurt og svarað
Örbylgjukerfið hættir
Í júní 2017 verður slökkt á örbylgjudreifikerfi sjónvarps. Þetta kerfi er í eigu og rekstri hjá Vodafone.
Við viljum benda á að UHF útsendingar um loftnet halda áfram.
Vodafone mun á næstunni loka endurvarpsstöð sem hefur hingað til dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða lokunarinnar er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að taka tíðnisviðið til notkunar fyrir háhraða farnetsþjónustu.
Þeir sem horfa á útsendingar um örbylgju þurfa að skipta örbylgjuloftnetum sínum út fyrir UHF loftnet, og beina loftnetunum að næsta útsendingastað.
UHF-loftnet fást víða í raftækjaverslunum. Á heimasíðu Samtaka rafverktaka er listi yfir rafvirkja sem bjóða upp á loftnetsþjónustu.
Engra breytinga er þörf á sjónvarpstækjunum, nema að það þarf að endurstilla sjónvörpin, þ.e. að láta þau leita aftur.
Athugið að ekki er verið að slökkva á öllum sjónvarpsútsendingum um loftnet, eingöngu er um að ræða sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.
Nánari upplýsingar má finna hjá Vodafone.
Birt : 31.05.2017 - 10:03
Tengdar spurningar
Ég sé ekki sjónvarpsútsendinguna. Hvað er að?
Margt kemur til greina og fer eftir því hvernig þú tekur á móti sjónvarpsmerkinu.Helstu þættir sem g...Get ég horft á RÚV í gegnum gervihnött?
Gervihnattarútsendingu verður haldið áfram en hún er ekki hluti dreifikerfis RÚV heldur þjónusta sem...Ég finn ekki uppáhaldsþáttinn minn í leigunni (VOD). Af hverju ekki?
RÚV rekur ekki leigurnar. Það gera símafyrirtækin Vodafone og Síminn og hafa heimild til að birta ák...Hvernig næ ég RÚV2
RÚV2 má finna á útsendingarkerfum Vodafone og Símans.Vodafone:Útsendingarnar nást á öllu adsl/ljósle...Hvað er spilari?
Spilarinn er vefupptökusafn RÚV. Þar er safnað saman upptökum af Rás 1, Rás 2 og RÚV til spilun...- 1 af 7
- næsta ›