Persónuvernd

Upplýsingar um persónuvernd vegna þátttöku í símakosningu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Eftirfarandi upplýsingum er ætlað að veita þér, sem þátttakanda í símakosningu Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, yfirsýn yfir meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum sem við söfnum og vinnum úr um þig þegar þú kýst með símhringingu og um réttindi þín samkvæmt lögum um persónuvernd.

Sem ábyrgðaraðilar í sameiningu erum við,

Evrópusamtök útvarpsstöðva ásamt stöðinni sem tekur þátt, RÚV, og stöðinni sem heldur keppnina
L’Ancienne-Route 17A
1218 Le Grand-Saconnex, Genf, Sviss
(EBU)

og

digame mobile GmbH
Schanzenstrasse 38
D-51063 Köln
Þýskalandi
(fyrirtækið),

skuldbundin til að vernda persónuupplýsingar þínar og virða friðhelgi einkalífs þíns í samræmi við persónuverndarlög, nánar tiltekið almenna persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins 2016/679 (GDPR) og persónuverndarlöggjöf Þýska sambandslýðveldisins (BDSG). Við vinnum ek-ki úr persónuupplýsingum þínum í neinum tilgangi öðrum en getið er um hér að neðan.

EBU og fyrirtækið hafa gert með sér sérstakt og aðskilið samkomulag um sameiginlega ábyrgð samkvæmt 26. gr. GDPR, en megininntak þess má nálgast í bækistöðvum annaðhvort EBU eða fyrirtækisins.

Hvaða persónuupplýsingar notum við?

Við meðhöndlum einungis þær persónuupplýsingar sem við fáum þegar þú greiðir atkvæði, annaðhvort með símhringingu eða SMS-skilaboðum sem berast gegnum jarð- eða farsímateng-ingar sem þú hefur frá símafyrirtækinu þínu.

Við þetta tækifæri söfnum við – háð landinu sem þú ert í - upplýsingum í eftirfarandi flokkum um þig, ef við á:

  • Símanúmerið þitt (MSISDN – Mobile Station Integrated Services Digital Network Number)
  • Dagsetning og tími þegar þú tókst þátt í símakosningunnni
  • Númer lagsins sem þú greiddir atkvæði
  • Nafn símafyrirtækisins þíns
  • Tegund samnings sem þú ert með við símafyrirtækið (fyrirframgreitt eða áskrift)

Hver er tilgangurinn með vinnslu upplýsinganna og hver er lagalegur grundvöllur fyrir honum?

Þú tekur þátt af frjálsum vilja og með því að taka þátt í símakosningu samþykkirðu að við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar (taldar upp að ofan) til að:

  • reikna út og búa til gild, opinber úrslit ESC á grundvelli atkvæða áhorfenda (þ.m.t. þinna)
  • taka saman töluleg heildargögn um atkvæðagreiðslu í ESC
  • gefa út ópersónugreinanlegar heildaratkvæðatölur

Hverjir munu hafa aðgang að upplýsingunum mínum?

Til að taka þátt í símakosningunni nýtirðu fjarskiptaþjónustu sem símafyrirtækið í þínu landi veitir og/eða söfnunaraðili sem kann að senda áfram persónuupplýsingar þínar að hluta eða öllu leyti til fyrirtækisins til að gera því kleift að reikna út gildar niðurstöður frá áhorfendum.

Innan fyrirtækisins verða gögnin gerð aðgengileg þeim deildum sem þarfnast þeirra til að uppfylla skuldbindingar okkar samkvæmt samningum og lögum. Þjónustuveitendur og milliliðir sem vinna fyrir fyrirtækið kunna líka að fá upplýsingar í þeim tilgangi ef þeir skuldbinda sig til að virða trúnað og sýna ráðvendni. Slíkir aðilar gætu til dæmis verið þjónustuveitendur á sviði upplýsingatækni eða símafyrirtæki.

Persónuupplýsingar verða ekki sendar aðilum fyrir utan fyrirtækið. Þótt EBU sé ábyrgðaraðili up-plýsinga fyrir símakosninguna ásamt fyrirtækinu sendir fyrirtækið EBU ekki persónuupplýsingar. Fyrirtækið mun einungis sjá EBU fyrir ópersónugreinanlegum niðurstöðum símakosningarinnar í þeim tilgangi sem um getur að ofan. Eingöngu verða birtar ópersónugreinanlegar heil-darniðurstöður.

Verður upplýsingum deilt með þriðja landi eða með alþjóðlegum samtökum?

Atkvæði greidd utan Þýskalands verða send fyrirtækinu í Þýskalandi til úrvinnslu og ekki flutt fre-kar. Fyrirtækið flytur ekki persónuupplýsingar til þriðju landa utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Hversu lengi verða upplýsingarnar mínar varðveittar?

Fyrirtækið meðhöndlar og varðveitir persónuupplýsingar þínar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla skuldbindingar okkar samkvæmt samningum og lögum.

Þegar ekki er lengur þörf á gögnunum til að uppfylla ákvæði samninga eða laga verður þeim eytt með reglulegum hætti nema að frekari vinnsla – í ákveðinn tíma – sé nauðsynleg vegna eftirfarandi:

  • Uppfyllingar vörsluákvæða í viðskipta- og skattalögum
  • Þýskra viðskiptalaga (HGB), skattalaga (AO), peningaþvættislaga (GwG). Þessi lög kveða al-mennt á um geymslutíma vegna skjalavörslu og skrásetningar á bilinu tvö til tíu ár.

Hvaða rétt hef ég?

Þú hefur rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum og óska eftir leiðréttingu á þeim ef þær eru rangar eða eyðingu þeirra ef ekki er lengur þörf á þeim í þeim tilgangi sem þeim var saf-nað og þær meðhöndlaðar.

Í sumum tilvikum áttu rétt á að óska eftir takmörkun á úrvinnslu, flytjanleika gagna eða að andmæla úrvinnslu. Samþykki sem þú veitir fyrir meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum má draga til baka hvenær sem er. Athugið að afturköllun samþykkis á einungis við um framtíðina. Hún hefur ekki áhrif á vinnslu sem átti sér stað áður en samþykkið var afturkallað.

Þú getur nýtt þér rétt þinn með því að senda beiðni þína með tölvupósti til [email protected].

Ef þú telur að vinnsla persónuupplýsinga þinna brjóti gegn persónuverndarlögum áttu rétt til að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi í því aðildarríki Evrópusambandsins þar sem þú hefur vanalega aðsetur, þar sem vinnustaður þinn er eða þar sem brotið var framið.

Hvernig má hafa samband við persónuverndarfulltrúa?

Ef spurningar eða áhyggjur vakna varðandi þessar upplýsingar um persónuvernd má hafa sam-band við:

Persónuverndarfulltrúa fyrirtækisins á [email protected]

Persónuverndarfulltrúa EBU á [email protected]

Gildistími og breytingar

Þessar upplýsingar um persónuvernd öðlast gildi 11. febrúar 2021.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta, bæta við eða fjarlægja hluta af þessum upplýsingum um persónuvernd hvenær sem er, að eigin vild.