Snæfellsbær

Viðtal
Þaulsætnasti núverandi bæjarstjórinn er í Snæfellsbæ
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, er að hefja sitt sjöunda kjörtímabil. Hann hefur gegnt starfi bæjarstjóra í 24 ár og hefur enginn af nú starfandi framkvæmdastjórum sveitarfélags verið lengur í starfi. „Þetta er lífsstíll, ég hef alltaf sagt það. Ég hef rosalega gaman af samfélagsmálum og hef alltaf brunnið fyrir það,“ segir Kristinn.
Sjónvarpfrétt
Slípirokk þurfti til að ná styttunni úr eldflauginni
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag losuð út úr eldflaug sem tvær listakonur smíðuðu utan um hana. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar sótti styttuna og ók með hana í heimabæinn. Hann segir málið fáránlegt. 
Landsréttur leyfði lögreglu að ná Guðríði úr flauginni
Beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um að aðskilja eldflaug og styttuna af Guðríði fór fyrir tvö dómstig. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði beiðni lögreglunnar um að gera gat á eldflaugina til að ná styttunni út. Landsréttur sneri við úrskurðinum og hefur heimilað lögreglunni að logskera gat á eldflaugina. Landsréttur veitti í raun lögreglunni heimild til að leita að þýfi, þ.e. styttunni, inni í eldflauginni.
Útvarpsfrétt og myndskeið
Stolna styttan af Guðríði á systur í bókasafni páfa
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll á styttu Ásmundar Sveinssonar sem tekið var ófrjálsri hendi af stalli styttunnar á Laugarbrekku á Snæfellsnesi.
Kosið um sameiningu í þremur sveitarfélögum
Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, verði sameining samþykkt í þrennum kosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir voru opnuðu klukkan tíu og er niðurstöðu að vænta í kvöld.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin vegna sameininga
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.
Myndskeið
Aðalgatan í Ólafsvík skemmd eftir mikinn sjávargang
Grjót kastaðist yfir varnargarða og upp á land í miklum sjógangi við Ólafsvík í morgun. Loka þurfti aðalgötunni sem er stórskemmd eftir öldurótið.
06.01.2022 - 12:34
Halda áramótabrennu til streitu og horfa á úr bílunum
Áramótabrennur hafa verið slegnar af víðast hvar á landinu. Á mörgum stöðum á þó að halda flugeldasýningar sem fólk getur horft á úr öruggri fjarlægð og sums staðar verður haldin svokölluð bílabrenna.
31.12.2021 - 12:40
Sjá fyrir sér stóra sameiningu á Snæfellsnesi
Grundfirðingar sjá fyrir sér að á Snæfellsnesi verði farið í stórar sameiningar. Bæjarstjórinn væntir þess að sameiningarmál varði kosningamál í vor.
Landinn
Fjórtán ára og les hrútaskrána spjaldanna á milli
„Þetta eru náttúrulega allt flottir hrútar en mér líst einna best á Galla frá Hesti og Dal frá Ásgarði í Hvammssveit," segir Arnar Darri Ásmundsson, ungur áhugamaður um sauðfjárrækt.
Sjónvarpsfrétt
Óvinnufær vegna verkja en fær ekki fjárhagsaðstoð
Kona sem lifir við daglega verki kemst ekki að hjá sjúkraþjálfara í Ólafsvík þar sem hún býr. Vegna þessa uppfyllir hún ekki kröfur um fjárhagslegan stuðning og hefur verið tekjulaus síðan í sumar.
Áramótabrenna verður í Snæfellsbæ í kvöld
Áramótabrennur hafa verið slegnar af um allt land vegna kórónuveirufaraldursins. Í Snæfellsbæ verður þó brenna í kvöld, og fólki boðið að kveðja árið í gegnum bílrúðurnar.
31.12.2020 - 12:28
Myndskeið
Þyrla notuð við lagfæringar á aldagamalli gönguleið
Þyrla var nýtt til efnisflutninga svo hlífa mætti viðkvæmu og friðuðu hrauni við endurbætur á gönguleið á milli í þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
Myndskeið
Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi rís eftir 14 ára bið
Framkvæmdir eru hafnar við þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi á Snæfellsnesi. Verkið kostar 420 milljónir og þurfti að bjóða út að nýju eftir að öll tilboð fóru fram úr áætlun.
Myndskeið
„Tekur alltaf marga mánuði að byggja einn svona garð“
40 þúsund rúmmetra af efni þarf til þess að lengja brimvarnargarðinn í Ólafsvík um 80 metra. Framkvæmdin hefur staðið yfir síðan í vor en nú hillir undir verklok.
29.09.2020 - 10:46
Myndskeið
Fróðárheiði kláruð 26 árum eftir stofnun Snæfellsbæjar
Fróðárheiði á Snæfellsnesi er nú öll lögð bundnu slitlagi. Eftir þessu hefur verið beðið frá því að sveitarfélagið Snæfellsbær var stofnað 1994.
23.09.2020 - 16:17
Lést í vinnuslysi á Hellissandi
Banaslys varð á Hellissandi á ellefta tímanum í morgun. Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um vinnuslys á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hún staðfestir við fréttastofu að einn maður lést í slysinu.
23.09.2020 - 15:59
Reikna með fleiri smitum í Snæfellsbæ
Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ reikna með að fleiri smit greinist í bænum eftir að leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarfélagsins. „Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum.“
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Myndskeið
Reistu kross á byggingarreit þjóðgarðsmiðstöðvar
Beðið hefur verið eftir þjóðgarðsmiðstöð á Snæfellsnesi í um fimmtán ár. Svo langt er liðið að íbúar hafa reist kross á byggingarsvæðinu.
24.02.2020 - 10:19
Rafmagn á Ólafsvík á varaafli
Ólafsvíkurlína fór út á Snæfellsnesi í morgun og er rafmagn sá svæðinu keyrt á varaafli. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Landsnets. Þar segir að veðrið á Snæfellsnesi sé snælduvitlaust, og starfsmenn Landsnets hafi fundið brotna stæðu á línunni.
20.02.2020 - 13:59
Fyrsta heimsóknin á Íslandi var á Snæfellsnes
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru á Snæfellsnesi í heimsókn. Snæfellsbær var skoðaður í dag og þau fara á Grundarfjörð á morgun. Eliza segist bera hlýhug til Snæfellsness þar sem það var fyrsti staðurinn sem þau hjónin heimsóttu saman á Íslandi.
30.10.2019 - 21:06
Gæsluþyrla flutti rusl úr fjörum Snæfellsness
Þyrla Landhelgisgæslunnar fékk í gær það óvenjulega verkefni að flytja rusl, nánar tiltekið tvö tonn af ruslu úr fjörum friðlanda á sunnanverðu Snæfellsnesi. Gengið var í það í gær að hreinsa fjörurusl úr friðlandinu í Búðahrauni og úr Beruvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, allt frá fjöru að þjóðveginum.
17.10.2019 - 07:04
Ekið á mörg hundruð kríur á Snæfellsnesi
Ekið hefur verið á mörg hundruð kríuunga á vegarkafla milli Rifs og Hellissands á Snæfellsnesi undanfarna daga. Varp kríu og lunda hefur gengið mun betur en undanfarin ár. Aukið fæðuframboð og hagstæð veðurskilyrði liggja þar að baki.
29.07.2019 - 17:42
Hlekktist á í flugtaki
Lítilli fisflugvél hlekktist á í flugtaki á flugvellinum við Rif á Snæfellsnesi um tvöleytið í dag. Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir að þeir sem í vélinni voru séu ekki alvarlega slasaðir.
20.07.2019 - 15:11