Snæfellsbær
Þaulsætnasti núverandi bæjarstjórinn er í Snæfellsbæ
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, er að hefja sitt sjöunda kjörtímabil. Hann hefur gegnt starfi bæjarstjóra í 24 ár og hefur enginn af nú starfandi framkvæmdastjórum sveitarfélags verið lengur í starfi. „Þetta er lífsstíll, ég hef alltaf sagt það. Ég hef rosalega gaman af samfélagsmálum og hef alltaf brunnið fyrir það,“ segir Kristinn.
17.05.2022 - 18:47
Slípirokk þurfti til að ná styttunni úr eldflauginni
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag losuð út úr eldflaug sem tvær listakonur smíðuðu utan um hana. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar sótti styttuna og ók með hana í heimabæinn. Hann segir málið fáránlegt.
16.05.2022 - 19:34
Landsréttur leyfði lögreglu að ná Guðríði úr flauginni
Beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um að aðskilja eldflaug og styttuna af Guðríði fór fyrir tvö dómstig. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði beiðni lögreglunnar um að gera gat á eldflaugina til að ná styttunni út. Landsréttur sneri við úrskurðinum og hefur heimilað lögreglunni að logskera gat á eldflaugina. Landsréttur veitti í raun lögreglunni heimild til að leita að þýfi, þ.e. styttunni, inni í eldflauginni.
16.05.2022 - 10:41
Stolna styttan af Guðríði á systur í bókasafni páfa
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll á styttu Ásmundar Sveinssonar sem tekið var ófrjálsri hendi af stalli styttunnar á Laugarbrekku á Snæfellsnesi.
20.04.2022 - 12:22
Kosið um sameiningu í þremur sveitarfélögum
Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, verði sameining samþykkt í þrennum kosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir voru opnuðu klukkan tíu og er niðurstöðu að vænta í kvöld.
19.02.2022 - 16:28
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin vegna sameininga
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.
24.01.2022 - 11:55
Aðalgatan í Ólafsvík skemmd eftir mikinn sjávargang
Grjót kastaðist yfir varnargarða og upp á land í miklum sjógangi við Ólafsvík í morgun. Loka þurfti aðalgötunni sem er stórskemmd eftir öldurótið.
06.01.2022 - 12:34
Halda áramótabrennu til streitu og horfa á úr bílunum
Áramótabrennur hafa verið slegnar af víðast hvar á landinu. Á mörgum stöðum á þó að halda flugeldasýningar sem fólk getur horft á úr öruggri fjarlægð og sums staðar verður haldin svokölluð bílabrenna.
31.12.2021 - 12:40
Sjá fyrir sér stóra sameiningu á Snæfellsnesi
Grundfirðingar sjá fyrir sér að á Snæfellsnesi verði farið í stórar sameiningar. Bæjarstjórinn væntir þess að sameiningarmál varði kosningamál í vor.
30.12.2021 - 09:58
Fjórtán ára og les hrútaskrána spjaldanna á milli
„Þetta eru náttúrulega allt flottir hrútar en mér líst einna best á Galla frá Hesti og Dal frá Ásgarði í Hvammssveit," segir Arnar Darri Ásmundsson, ungur áhugamaður um sauðfjárrækt.
07.12.2021 - 07:45
Óvinnufær vegna verkja en fær ekki fjárhagsaðstoð
Kona sem lifir við daglega verki kemst ekki að hjá sjúkraþjálfara í Ólafsvík þar sem hún býr. Vegna þessa uppfyllir hún ekki kröfur um fjárhagslegan stuðning og hefur verið tekjulaus síðan í sumar.
08.11.2021 - 11:27
Áramótabrenna verður í Snæfellsbæ í kvöld
Áramótabrennur hafa verið slegnar af um allt land vegna kórónuveirufaraldursins. Í Snæfellsbæ verður þó brenna í kvöld, og fólki boðið að kveðja árið í gegnum bílrúðurnar.
31.12.2020 - 12:28
Þyrla notuð við lagfæringar á aldagamalli gönguleið
Þyrla var nýtt til efnisflutninga svo hlífa mætti viðkvæmu og friðuðu hrauni við endurbætur á gönguleið á milli í þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
11.11.2020 - 09:07
Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi rís eftir 14 ára bið
Framkvæmdir eru hafnar við þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi á Snæfellsnesi. Verkið kostar 420 milljónir og þurfti að bjóða út að nýju eftir að öll tilboð fóru fram úr áætlun.
30.09.2020 - 10:43
„Tekur alltaf marga mánuði að byggja einn svona garð“
40 þúsund rúmmetra af efni þarf til þess að lengja brimvarnargarðinn í Ólafsvík um 80 metra. Framkvæmdin hefur staðið yfir síðan í vor en nú hillir undir verklok.
29.09.2020 - 10:46
Fróðárheiði kláruð 26 árum eftir stofnun Snæfellsbæjar
Fróðárheiði á Snæfellsnesi er nú öll lögð bundnu slitlagi. Eftir þessu hefur verið beðið frá því að sveitarfélagið Snæfellsbær var stofnað 1994.
23.09.2020 - 16:17
Lést í vinnuslysi á Hellissandi
Banaslys varð á Hellissandi á ellefta tímanum í morgun. Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um vinnuslys á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hún staðfestir við fréttastofu að einn maður lést í slysinu.
23.09.2020 - 15:59
Reikna með fleiri smitum í Snæfellsbæ
Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ reikna með að fleiri smit greinist í bænum eftir að leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarfélagsins. „Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum.“
31.07.2020 - 19:47
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
24.02.2020 - 13:20
Reistu kross á byggingarreit þjóðgarðsmiðstöðvar
Beðið hefur verið eftir þjóðgarðsmiðstöð á Snæfellsnesi í um fimmtán ár. Svo langt er liðið að íbúar hafa reist kross á byggingarsvæðinu.
24.02.2020 - 10:19
Rafmagn á Ólafsvík á varaafli
Ólafsvíkurlína fór út á Snæfellsnesi í morgun og er rafmagn sá svæðinu keyrt á varaafli. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Landsnets. Þar segir að veðrið á Snæfellsnesi sé snælduvitlaust, og starfsmenn Landsnets hafi fundið brotna stæðu á línunni.
20.02.2020 - 13:59
Fyrsta heimsóknin á Íslandi var á Snæfellsnes
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru á Snæfellsnesi í heimsókn. Snæfellsbær var skoðaður í dag og þau fara á Grundarfjörð á morgun. Eliza segist bera hlýhug til Snæfellsness þar sem það var fyrsti staðurinn sem þau hjónin heimsóttu saman á Íslandi.
30.10.2019 - 21:06
Gæsluþyrla flutti rusl úr fjörum Snæfellsness
Þyrla Landhelgisgæslunnar fékk í gær það óvenjulega verkefni að flytja rusl, nánar tiltekið tvö tonn af ruslu úr fjörum friðlanda á sunnanverðu Snæfellsnesi. Gengið var í það í gær að hreinsa fjörurusl úr friðlandinu í Búðahrauni og úr Beruvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, allt frá fjöru að þjóðveginum.
17.10.2019 - 07:04
Ekið á mörg hundruð kríur á Snæfellsnesi
Ekið hefur verið á mörg hundruð kríuunga á vegarkafla milli Rifs og Hellissands á Snæfellsnesi undanfarna daga. Varp kríu og lunda hefur gengið mun betur en undanfarin ár. Aukið fæðuframboð og hagstæð veðurskilyrði liggja þar að baki.
29.07.2019 - 17:42
Hlekktist á í flugtaki
Lítilli fisflugvél hlekktist á í flugtaki á flugvellinum við Rif á Snæfellsnesi um tvöleytið í dag. Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir að þeir sem í vélinni voru séu ekki alvarlega slasaðir.
20.07.2019 - 15:11