Snæfellsbær

Myndskeið
Fróðárheiði kláruð 26 árum eftir stofnun Snæfellsbæjar
Fróðárheiði á Snæfellsnesi er nú öll lögð bundnu slitlagi. Eftir þessu hefur verið beðið frá því að sveitarfélagið Snæfellsbær var stofnað 1994.
23.09.2020 - 16:17
Lést í vinnuslysi á Hellissandi
Banaslys varð á Hellissandi á ellefta tímanum í morgun. Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um vinnuslys á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hún staðfestir við fréttastofu að einn maður lést í slysinu.
23.09.2020 - 15:59
Reikna með fleiri smitum í Snæfellsbæ
Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ reikna með að fleiri smit greinist í bænum eftir að leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarfélagsins. „Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum.“
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Myndskeið
Reistu kross á byggingarreit þjóðgarðsmiðstöðvar
Beðið hefur verið eftir þjóðgarðsmiðstöð á Snæfellsnesi í um fimmtán ár. Svo langt er liðið að íbúar hafa reist kross á byggingarsvæðinu.
24.02.2020 - 10:19
Rafmagn á Ólafsvík á varaafli
Ólafsvíkurlína fór út á Snæfellsnesi í morgun og er rafmagn sá svæðinu keyrt á varaafli. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Landsnets. Þar segir að veðrið á Snæfellsnesi sé snælduvitlaust, og starfsmenn Landsnets hafi fundið brotna stæðu á línunni.
20.02.2020 - 13:59
Fyrsta heimsóknin á Íslandi var á Snæfellsnes
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru á Snæfellsnesi í heimsókn. Snæfellsbær var skoðaður í dag og þau fara á Grundarfjörð á morgun. Eliza segist bera hlýhug til Snæfellsness þar sem það var fyrsti staðurinn sem þau hjónin heimsóttu saman á Íslandi.
30.10.2019 - 21:06
Gæsluþyrla flutti rusl úr fjörum Snæfellsness
Þyrla Landhelgisgæslunnar fékk í gær það óvenjulega verkefni að flytja rusl, nánar tiltekið tvö tonn af ruslu úr fjörum friðlanda á sunnanverðu Snæfellsnesi. Gengið var í það í gær að hreinsa fjörurusl úr friðlandinu í Búðahrauni og úr Beruvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, allt frá fjöru að þjóðveginum.
17.10.2019 - 07:04
Ekið á mörg hundruð kríur á Snæfellsnesi
Ekið hefur verið á mörg hundruð kríuunga á vegarkafla milli Rifs og Hellissands á Snæfellsnesi undanfarna daga. Varp kríu og lunda hefur gengið mun betur en undanfarin ár. Aukið fæðuframboð og hagstæð veðurskilyrði liggja þar að baki.
29.07.2019 - 17:42
Hlekktist á í flugtaki
Lítilli fisflugvél hlekktist á í flugtaki á flugvellinum við Rif á Snæfellsnesi um tvöleytið í dag. Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir að þeir sem í vélinni voru séu ekki alvarlega slasaðir.
20.07.2019 - 15:11
Hundur meðal farþega í bílslysi á Snæfellsnesi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til vegna áreksturs tveggja bíla seinni partinn í gær í grennd við Lágafell á Snæfellsnesi. Annar bíllinn fór yfir á rangan vegarhelming. Fimm voru í bílunum og slösuðust tveir þeirra talsvert.
27.06.2019 - 14:53
„Auðvitað eiga allir staðir að vera á kortinu“
Nokkur kurr er meðal bæjarbúa í Snæfellsbæ vegna þess að Rif, þéttbýli á norðanverðu Snæfellsnesi, fékk ekki að vera með á ferðaþjónustukorti Markaðsstofu Vesturlands sem gefið er út fyrir sumarið. Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður markaðsstofunnar, segir málið á misskilningi byggt.
18.06.2019 - 15:04
Myndskeið
Drulla og brattar brekkur úr sögunni
Aurbleyta og snarbrattar brekkur ættu að vera úr sögunni á Fróðárheiði þegar vegaframkvæmdum þar lýkur. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segir að beðið hafi verið eftir þessum framkvæmdum í áratugi.
22.05.2019 - 19:41
Myndskeið
Mokfiskerí skilar mettekjum á Snæfellsnesi
Tekjur Snæfellsbæjar hafa aldrei verið hærri en það sem af er þessu ári. Ástæðan er fyrst og fremst mokfiskerí á svæðinu. Bæjarstjórinn segir að þetta skili bættri þjónustu og minni lántöku.
20.05.2019 - 21:15
Myndskeið
Framkvæmdir við 600 milljóna miðstöð hafnar
Jules Verne, Halldór Laxness og Bárður Snæfellsás eru á meðal þeirra sem koma við sögu í nýrri þjóðgarðsmiðstöð sem nú er verið að reisa við Snæfellsjökul. Áætlaður kostnaður við verkið nemur tæpum 600 milljónum króna.
28.04.2019 - 19:46
Áminning til heimsbyggðarinnar allrar
Bráðnun Snæfellsjökuls er áminning til heimsbyggðarinnar allrar, um mikilvægi þess að takast á við stærstu áskorun 21. aldarinnar. Þetta segir umhverfisráðherra. Mikilvægt sé að Íslendingar geri það sem hægt sé til þess að sporna við loftslagsbreytingum.
28.04.2019 - 12:07
Björn Haraldur leiðir D-lista í Snæfellsbæ
Björn Haraldur Hilmarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Alls gefa þrír af fjórum núverandi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kost á sér til áframhaldandi forystu, þær Júníana Björg Óttarsdóttir og Auður Kjartansdóttir eru í næstu sætum.
Snæfellsbær kaupir byggingarnar á Gufuskálum
Snæfellsbær hefur keypt mannvirki við gömlu lóranstöðina á Gufuskálum. Alls eru þetta tíu byggingar. Meðal annars tvö fjölbýlishús, einbýli, samkomusalur og stórar skemmur, alls 3300 fermetrar.
01.03.2017 - 07:01
Víðtæk þjóðhagsleg áhrif sjómannaverkfalls
Áhrifa sjómannaverkfalls gætir víða. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ hefur verulegar áhyggjur af áhrifum á fjölskyldur sjómanna og fiskverkafólks, áhrifum á smærri fyrirtæki sem og á rekstur sveitarfélaga.
07.02.2017 - 12:28
Þingeyjarsveit komst áfram
Lið Þingeyjarsveitar tryggði sér sæti í annarri umferð spurningakeppninnar Útsvars í kvöld með því að bera sigurorð af liði Snæfellsbæjar. Lokatölur urðu 76-43 fyrir Þingeyjarsveit. Keppendur liðsins fögnuðu sigri en börmuðu sér, alla vega í orði kveðnu, yfir því að hafa hlotið of mörg stig.
02.12.2016 - 21:26
Heimgreiðslur til foreldra í stað dagforeldra
Snæfellsbær hefur samþykkt að styrkja foreldra barna eftir að fæðingarorlofi lýkur með heimgreiðslum vegna skorts á dagvistunarúrræðum í bænum. Bæjarritarinn telur að  langtímalausnin hljóti að felast í lengingu fæðingarorlofs. 
10.11.2016 - 12:18
Lægir á norðanverðu Snæfellsnesi
Búið er að opna veginn á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Honum var lokað í gærkvöld og fram eftir nóttu vegna veðurs. Þegar verst lét var vindhraðinn um 30 metrar á sekúndu í Búlandshöfða og fóru hviður upp í 40 metra á sekúndu. Um klukkan fimm í morgun var vindhraðinn kominn niður í 13 metra á sekúndu.
13.10.2016 - 05:27
Vilja hefja sameiningarviðræður í haust
Bæjarstjórnin í Stykkishólmsbæ vill efna til viðræðna um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna vilja að viðræður eigi sér stað milli fimm sveitarfélaga, Snæfellsbæ meðtöldum, en því hefur Snæfellsbær hafnað.
Neanderdalsmenn rifu í sig kjöt á Snæfellsnesi
Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni EBS í Suður-Kóreu, sem sérhæfir sig í gerð heimildarmynda, fékk nýverið leyfi frá Umhverfisstofnun til að mynda atferli neanderdalsmanna á Djúpalónssandi og Öndverðarnesi á Snæfellsnesi fyrir mynd um frumbyggja jarðar.
27.04.2016 - 09:25
23 sagt upp hjá Frostfiski í Ólafsvík
Um mánaðamótin var 23 starfsmönnum sagt upp í þurrkverksmiðju Frostfisks í Ólafsvík. Það var allt starfsfólk þurrkverksmiðjunnar að undanskyldum stjórnendum og lykilstarfsfólki að sögn Steingríms Leifssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Frostfisks.
13.04.2016 - 12:48