Skotland-sjálfstæðisbarátta

Brexit fyrsta mál nýrrar stjórnar í Lundúnum
Elísabet Bretadrottning flutti í dag stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar. Breska þingið kom saman til fyrsta fundar eftir kosningarnar í síðustu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lagði í kosningabaráttunni höfuðáherslu á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann hamraði á slagorðinu, klárum Brexit, Get Brexit done.  
Sjálfstæðismál á ný á dagskrá í Skotlandi
Sjálfstæðismál Skotlands eru aftur komin á dagskrá eftir að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boðaði fyrr í vikunni að stjórn sín vildi efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu. Skoski þjóðarflokkurinn heldur landsþing í Edinborg um helgina.
Önnur atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands
Nicola Sturgeon forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar hefur greint frá áætlunum um að halda aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins. Vandræði ríkisstjórnar Bretlands í tengslum við úrgöngu landsins úr Evrópusambandinu eru helsta ástæðan.
24.04.2019 - 13:32
Skotland
Könnun sýnir minnkandi fylgi við sjálfstæði
Stuðningur Skota við áform Skoska þjóðarflokksins um sjálfstætt Skotland hefur minnkað mjög upp á síðkastið, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var skömmu áður en Theresa May boðaði til þingkosninga í júní næstkomandi. Könnunin, sem gerð var af Kantar-fyrirtækinu og birt verður í dag, sýnir að einungis 37 af hverjum 100 Skotum myndu velja sjálfstæði, “ef önnur þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin á morgun“eins og það er orðað í spurningunni.
Leiðir skilja
Nýr kafli er að hefjast í Evrópusögunni: Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu. Framundan eru flóknar og erfiðar viðræður sem eiga eftir að móta evrópska stjórnmálaumræðu næstu árin. Hver verða áhrifin á Evrópusambandið? Hver verða áhrifin á Stóra-Bretland – og samband Englendinga og Skota? Bogi Ágústsson ræddi þetta á Morgunvaktinni á Rás 1 og sagði líka frá stöðu stjórnmála á Norður-Írlandi, þar sem segja má að ríki uppnám vegna þess að ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn.
Skoska þingið styður kröfu um þjóðaratkvæði
Skoska þingið samþykkti í dag með 69 atkvæðum gegn 59 að heimila Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, að fara formlega fram á að breska stjórnin heimili að Skotar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
28.03.2017 - 16:28
Kosið aftur um sjálfstæði Skota haustið 2018?
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir það „heilbrigða skynsemi“ að velja haustið 2018 til að endurtaka kosningar um sjálfstæði Skota, verði það gert á annað borð. Þetta kemur fram í viðtali við Sturgeon, sem birt verður í breska ríkissjónvarpinu, BBC, í dag. Hún fullyrti þó sem fyrr, að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um að boða til slíkra kosninga. Í viðtalinu segir hún að farið verði fram með þetta mál á þeim hraða sem hún telji koma Skotum best.
09.03.2017 - 04:28
Írar óttast afleiðingar Brexit
Írar óttast mjög hvað gerist þegar Bretar ganga úr ESB, gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og margir óttast að Brexit hafi slæm áhrif á Norður-Írlandi. Þar hefur sambúð helstu flokka mótmælenda, DUP (Democratic Unionist Party) og Sinn Fein, versnað mjög á síðustu vikum og samstjórn þeirra er í uppnámi. Boðað hefur verið til kosninga til þings Norður-Írlands, innan við ári eftir síðustu kosningar.
Aðild að EFTA freistar Skota
Skotar eru áhugasamir um að ganga í EFTA. Málið er rætt á sérstökum ráðherrafundi í Genf.
21.11.2016 - 14:45
Upplausn í breskum stjórnmálum
Mikil óvissa ríkir í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu úr Evrópusambandinu. Báðir stóru flokkarnir eru í miklum vanda, eins og vel kom fram hjá Boga Ágústssyni á Morgunvaktinni á Rás 1, ekki síst Verkamannaflokkurinn. Staða Jeremys Corbyn er mjög veik. Þá hafa skoskir stjórnmálamenn miklar áhyggjur af stöðunni. Skoski Evrópuþingmaðurinn Alyn Smith bað þess að Evrópusambandið brygðist ekki Skotum. Þeir hefðu ekki brugðist sambandinu.
Nicola Sturgeon að springa úr stolti
Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP, sagðist vera að springa úr stolti þegar hún stillti sér upp til myndatöku með 56 nýjkjörnum fulltrúum flokksins á breska þinginu. SNP fengu nær öll þingsæti sem í boði voru í Skotlandi.
09.05.2015 - 15:38
Skoski þjóðarflokkurinn vinnur stórsigur
Allt útlit er fyrir að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, vinni stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi, á eftir Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. 59 þingmenn á breska þinginu koma frá Skotlandi, og svo virðist sem 56 þeirra komi úr röðum SNP.
Rafmögnuð áhrif Sturgeon
Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) hefur stolið senunni í baráttunni fyrir þingkosningarnar í Bretlandi, sem fara fram á fimmtudag. Velgengni flokksins skýrist sérstaklega af rafmagnaðri og áhrifaríkri framgöngu leiðtogans Nicolu Sturgeon, að sögn Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttaritara í Lundúnum.
04.05.2015 - 10:43
Skoski þjóðarflokkurinn með yfirburði
Skoski þjóðarflukkurinn hefur langmest fylgi flokka í Skotlandi ef marka má nýja könnun sem blaðið Guardian birtir í dag og benda niðurstöður til að flokkurinn geti haft veruleg áhrif á þróun mála að loknum þingkosningum í Bretlandi í vor.
Skoski þjóðarflokkurinn eykur fylgi sitt
Skoski þjóðarflokkurinn hefur yfirburðastöðu ef marka má könnun sem Daily Record birti í gær, en þar segjast 48 prósent Skota ætla að kjósa flokkinn í þingkosningunum í Bretlandi í vor, tveimur prósentustigum fleiri en í sambærilegri könnun fyrir mánuði.
Sturgeon fundar með Cameron
Nicola Sturgeon, nýr forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, átti í dag fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en það er fyrsti fundur þeirra síðan Sturgeon tók við embætti í síðasta mánuði.
15.12.2014 - 16:04
Salmond stefnir á breska þingið
Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, tilkynnti í dag að hann ætlaði að bjóða sig fram til setu á breska þinginu í kosningunum í Bretlandi í maí.
07.12.2014 - 14:22
Fleiri Skotar trúa á Nessie en Milliband
Mikið fylgistap blasir við breska Verkamannaflokknum í Skotlandi í þingkosningunum í Bretlandi í maí ef marka má nýja könnun sem blaðið Daily Mail greinir frá.
20.11.2014 - 09:02
Nicola Sturgeon tekin við af Alex Salmond
Nicola Sturgeon var í dag kjörinn fyrsti ráðherra Skotlands í stað Alex Salmond sem gegnt hefur embættinu síðustu sjö ár. Alex Salmond sagði af sér eftir að Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í september
19.11.2014 - 18:02
Spá hruni Verkamannaflokksins í Skotlandi
Verkamannaflokkurinn í Skotlandi geldur afhroð í þingkosningunum á Bretlandi á næsta ári ef marka má nýja skoðanakönnun. Samkvæmt nýju könnuninni fengi Verkamannaflokkurinn aðeins fjögur þingsæti en hefur nú 41.
30.10.2014 - 18:08
Sturgeon verður fyrsti ráðherra Skotlands
Nicola Sturgeon verður næsti formaður Skoska þjóðarflokksins, SNP og tekur jafnframt við embætti fyrsta ráðherra stjórnarinnar í Edinborg. Alex Salmond sagði af sér eftir að Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði.
15.10.2014 - 10:04
Sturgeon tilkynnir framboð
Nicola Sturgeon, varaforsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, tilkynnti í morgun að hún ætlaði að sækjast eftir leiðtogaembættinu í Skoska þjóðarflokknum SNP.
24.09.2014 - 11:06
Sambandssinnar réðust að sjálfstæðissinnum
Sex voru handteknir þegar hópum skoskra sjálfstæðissinna og sambandssinna lenti saman á George-torgi í Glasgow í gærkvöld. Talsmaður skosku lögreglunnar segir um hundrað manns hafi verið í hvorum hópi.
20.09.2014 - 06:47
Áfall fyrir sjálfstæðissinna í Katalóníu
„Ég held að þetta sé örugglega visst áfall fyrir sjálfstæðissinna í Katalóníu. Sjálfstæðishreyfingar hér hafa vaxið nokkuð örugglega síðustu 2 ár og áreiðanlega fengið stuðning hvor af annarri og Katalóníumenn fylgdust vel með þróun mála í Skotlandi, líta upp til Skota og þeirra baráttu,“
Fagnar niðurstöðunni í Skotlandi
Viðbrögð Davids Camerons í morgun snerust ekki aðeins um Skotland, heldur einnig aðra hluta breska konungsdæmisins, eins og Wales, sem eiga einnig að fá aukin völd. Lafði Rosemary Butler, forseti velska þjóðþingsins sem staddur er hér á landi fagnar þessum áformum.
19.09.2014 - 12:45