Skorradalshreppur

Rannsókn á umhverfisslysi í Andakílsá lokið
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur lokið rannsókn sinni á umhverfisslysi sem varð í Andakílsá 2017. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Þetta kemur fram í svari setts lögreglustjóra á Vesturlandi við fyrirspurn fréttastofu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tók málið til rannsóknar eftir að Skorradalshreppur kærði atvikið 2017. Rannsókninni var hætt í maí 2018, en ríkissaksóknari felldi þá ákvörðun úr gildi í september sama ár og gerði lögreglu að rannsaka málið betur. 
15.02.2021 - 16:02
Andakílsá hefur náð sér á strik eftir umhverfisslys
Lífríki Andakílsár hefur náð sér á strik eftir að tugþúsundir tonna af aur flæddu í ána í umhverfisslysi 2017. Meira en sex hundruð laxar hafa veiðst þar í vísindaveiðum í sumar.
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Óvissustig á Vesturlandi til mánaðamóta
Ástandið í Skorradal er óbreytt þrátt fyrir vætusamt veður á svæðinu undanfarna tvo daga. Eftir langvarandi þurrka þarf töluvert mikla úrkomu til að bleyta jarðveginn. Óvissustig almannavarna fyrir Vesturland verður í gildi fram að mánaðamótum.
27.06.2019 - 13:42
Þurrkur nánast án fordæma
Þurrkurinn á Vesturlandi er nánast án fordæma, segir veðurfræðingur. Fólk verði að fara sérstaklega gætilega þar sem spáð er áfram þurrki og norðanstrekkingi sem veldur því að ef kviknar eldur þá breiðist hann hratt út. Leita þarf aftur til 1971 til þess að finna fimm vikna þurrkatímabil eins og nú á Vesturlandi.
18.06.2019 - 12:17
Myndskeið
Brunavarnir í ólestri í eldri sumarhúsabyggðum
Brunavarnir í eldri sumarhúsabyggðum eru í ólestri, segir fulltrúi í stýrihópi um forvarnir gegn gróðureldum. Flóttaleiðir séu óljósar, aðkoma slökkviliðs erfið og fólk ekki nógu vel upplýst um hættuna. Samgönguráðherra hyggst skoða gagnrýni um að flóttaleiðir vanti í Skorradal.
17.06.2019 - 19:39
Boðar frumvarp í kjölfar dóms Hæstaréttar
Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að í haust verði lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt þannig að þau verði ekki lengur andstæð stjórnarskrá líkt og Hæstiréttur úrskurðaði í gær. 
Bentu á annmarkann án árangurs
Áður en Alþingi breytti lögum um tekjustofna sveitarfélaga árið 2012 bentu nokkur sveitarfélög þeim á að ein breytingin færi í bága við stjórnarskrá. Breytingin varð samt að lögum. Þetta segir lögmaður sveitarfélagana. Nú hefur Hæstiréttur dæmt þessum sveitarfélögum í vil og ríkið þarf líklega að greiða þeim rúman einn milljarð króna.
Úrslit í Skorradalshreppi
Persónukjör var í hreppnum og hlutu Árni Hjörleifsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson og Sigrún Þormar kosningu.
Undir 50 á kjörskrá í tveimur sveitarfélögum
Fæstir kjósendur á kjörskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru í Skorradalshreppi og Helgafellssveit. Í Skorradalshreppi eru 44 á kjörskrá og í Helgafellssveit 45.
Allir í kjöri í Skorradalshreppi
„Það eru engin hitamál beinlínis fyrir kosningarnar,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti í Skorradalshreppi. Þar verða óhlutbundnar kosningar og allir íbúar sveitarfélagsins 18 ára og eldri í kjöri. Þrír gefa ekki kost á sér til setu áfram í sveitarstjórn.
Leggjast gegn lögboðnum sameiningum
Forsvarsmenn nokkurra af minnstu sveitarfélögum landsins leggjast alfarið gegn því að knýja fram sameiningar með lögum. Oddviti Skorradalshrepps segir að hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga ráðist af fleiri þáttum en íbúafjölda.
Mokstri úr Andakílsá hætt og lax beðið
Þess er nú beðið að lax gangi upp í Andakílsá í Skorradalshreppi. Þar varð geysilegt tjón í vor þegar starfsmenn Orku náttúrunnar hleyptu úr lóni við Andakílsvirkjun þannig að mörg þúsund rúmmetrar af aur flæddu ofan í ána. Fyrir helgi var mokað með gröfum upp úr henni.
02.07.2017 - 11:55
Alvarlegt tjón - mistök viðurkennd
Hluti seiða og hrogna hefur drepist í Andakílsá vegna aurflóðsins sem varð vegna mistaka Orku náttúrunnar. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir áhrifin geti líka haft áhrif á komandi árganga. Orka náttúrunnar skilar úrbótaáætlun á næstu dögum. 
24.05.2017 - 19:26
Kviknaði í heitum potti
Slökkviliðið í Borgarbyggð var kallað út í morgun vegna elds við sumarbústað í Vatnsendahlíð í Skorradal. Þar hafði kviknað í heitum potti og var eldurinn farinn að teygja sig í verönd við sumarbústaðinn. Eldurinn uppgötvaðist þó fljótt og það tók slökkviliðsmenn skamma stund að koma sér á staðinn og slökkva eldinn. Heiti potturinn er kyntur með rafmagni og kviknaði í kerfinu sem hitar ofninn.
01.11.2016 - 09:01
Jón Eiríkur hlaut flest atkvæði
Jón Eiríkur Einarsson fékk flest atkvæði í hreppsnefnd í Skorradalshreppi. Aðrir í hreppsnefnd eru Sigrún Þormar, Árni Hjörleifsson, Pétur Davíðsson og Fjóla Benediktsdóttir.
Skorradalshreppur
Í Skorradalshreppi bjuggu 58 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 71. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 17:41
Engin sameining í Skorradal
Hreppsnefnd Skorrdælahrepps samþykkti einróma í gærkvöldi að óska ekki eftir sameiningarviðræðum við nærliggjandi sveitarfélög. Mikill meirihluti íbúa vildi ekki fara í viðræður um sameiningu samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í febrúar.
07.03.2014 - 14:14
Vilja ekki sameiningu
Meirihluti íbúa Skorradalshrepps vill að hreppurinn verði áfram sjálfstætt sveitarfélag eða 59 prósent. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem hreppurinn lét gera og framkvæmd var af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Kanna hug íbúa til sameiningar
Á sveitarstjórnarfundi í Skorradalshreppi í kvöld verður farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar um hvort ræða eigi við Hvalfjarðarsveit eða Borgarbyggð um sameiningu eða hvort hreppurinn eigi áfram að vera sjálfstæður.
24.02.2014 - 12:54
Kannar hug íbúa til sameiningar
Skorradalshreppur kannar þessa dagana hug íbúa til að ræða við annaðhvort Hvalfjarðarsveit eða Borgarbyggð um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku.
13.02.2014 - 18:12
Tvö sveitarfélög með lágmarksútsvar
Aðeins tvö sveitarfélög á landinu eru með lágmarksútsvar. Þetta eru Skorradalshreppur og Grímsnes- og Grafningahreppur.
Ræða sameiningu í fimmta sinn
Líkur eru á að kosið verði um sameingu Skorradals við önnur sveitarfélög, í fimmta sinn í vor. Þreifingar eru hafnar og valið stendur á milli Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.
03.01.2014 - 17:00
Borgarbyggð hafnar Skagamönnum
Borgarbyggð hefur hafnað tillögu bæjarstjórnar Akraneskaupsstaðar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi. Þetta kemur fram á Skessuhorn.is.
Yrði tíunda stærsta sveitarfélag landsins
Akranes ætlar að halda sínu striki og ræða við Borgarbyggð og Skorradalshrepp um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga, þrátt fyrir að Hvalfjarðarsveit ætli ekki að vera með í viðræðunum.