Víðsjá

Tónfölsunarverkstæðið, BSÍ, Óresteia/rýni og Huldukonan/rýni

Á sunnudag tekur svokallað Tónfölsunarverkstæði yfir Salinn í Kópavogi. Á verkstæðinu starfar hópur ungs tónlistarfólks sem hefur sérhæft sig í svokölluðum sögulegum spuna, en hópurinn býður áheyrendum upp á tónlist af fjölbreyttu tagi og stíl, en af óljósum uppruna. Við lítum inn á Tónfölsunarverkstæðið og forvitnumst nánar um málið. Við höldum líka áfram með bókarýnina, þessu sinni rýnir Soffía Auður Birgisdóttir í skáldsögu Fríðu Ísberg, Huldukonuna. Katla Ársælsdóttir fjallar um hina umtöluðu Óristeiu, í leikstjórn Benedicts Andrews, sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu um jólin og við förum á flakk í dag með Henný Hafsteinsdóttur minjaverði Reykjavíkur. þessu sinni hittum við Henný framan við byggingu sem eitt sinn var mikil umferðamiðstöð og hálfgert móttökuhúsnæði borgarinnar fyrir ferðamenn. Þetta er sjálfsögðu BSÍ, sem Gunnar Hansson hannaði um miðja síðustu öld.

Frumflutt

6. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,