Víðsjá

Smekkleysa og Laurie Anderson, Gunnhildur Þórðardóttir og Brúðubíllinn/rýni

Heimsókn Laurie Anderson til Íslands markar lok viðamikillar sýningar á verkum Steinu Vasulka í Listasöfnunum í bænum, en líka upphaf afmælisárs Smekkleysu, sem fagnar í ár 40 ára tilveru sinni. Ásmundur Jónsson, eða Ási í Smekkleysu, lítur við í hljóðstofu, til rifja stuttlega upp fyrir okkur tilurð Smekkleysu og segja okkur af goðsögninni Laurie Anderson.

Trausti Ólafsson rýnir í nýja sýningu Brúðubílsins sem frumsýnd var í Tjarnarbíó um jólin, í leikstjórn þeirra Harðar Bent Steffensen og Lárusar Blöndal. En við hefjum þáttinn á því fara úr húsi og hitta Gunnhildi Þórðardóttur, myndlistarkonu og skáld. Gunnhildur opnaði sýninguna Kerfi í Gallerí Göngum í desember og gaf einnig nýverið út ljóðabók sem kallast Vetrarmyrkur.

Frumflutt

5. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,