Tvíburar

Erfðir og umhverfi

Tvíburarnir Þórður Orri og Arnór Darri voru greindir tvíeggja á meðgöngu. Foreldrum þeirra finnst þeir hins vegar grunsamlega líkir og velta fyrir sér hvort tvíeggja tvíburar geti virkilega verið svona líkir. Í þættinum komumst við meðal annars til botns í því máli með DNA prófi auk þess sem við hittum eineggja tvíburabræður sem báðir vinna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Skoðað er hversu sterk áhrif umhverfið getur haft á einstaklinga og hversu erfðafræðilega líkir eineggja og tvíeggja tvíburar eru.

Frumsýnt

1. maí 2023

Aðgengilegt til

2. feb. 2200
Tvíburar

Tvíburar

Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.

Þættir

,