Stundin okkar 2017

þessi með skrímslaleitinni og skrímslagerðinni

Við förum í skrímslaleit á Reykhólum en það er gríðarlega mikið skrímslasvæði. Krakkarnir í Kveikt´á perunni! takast á við mikla áskorun og eiga búa til skrímsli og skrifa sögu um það - hvernig standa svo hljóðkútarnir og hermikrákurnar sig? Hvort liðið endar í skrímsla-slím-hori?

Steinunn Margrét Herbertsdóttir les fyrir okkur hryllingssögu sem hún skrifaði sjálf sem heitir Veran og kom út í bókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Þátttakendur:

Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir

Matthías Jökull Helgason

Harpa Hrönn Geirdal Helgadóttir

Heimir Guðjónsson

Kormákur Flóki Klose

Arney Jóhannsdóttir

Steinunn Margrét Herbertsdóttir

Birt

22. okt. 2017

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar 2017

Stundin okkar 2017

Í Stundinni okkar hittir Sigyn Blöndal skemmtilega krakka um allt land. Stórhættuleg spurningakeppni, grænar slímgusur, furðuverur og ævintýri, stórfurðulegar íþróttagreinar, skapandi þrautir og sögur eftir krakka sem lifna við. Það getur allt í gerst í Stundinni okkar! Dagskrárgerð: Sindri Bergmann Þórarinsson og Sigyn Blöndal.