Morgunútvarpið

25. sept. - Ofbeldi, geimhylki, gjaldmiðill, óhamingja, skordýr, sport

Ofbeldishegðun og hegðunarvandi nemenda eru vaxandi vandamál innan skólakerfisins. En hvernig getur starfsfólk skóla brugðist við? Hvað og hvað ekki, hvað hjálpar og hvað ekki? Ábyrgð starfsfólksins er mikil og Endurmenntun Háskóla Íslands býður í haust upp á námskeið um hvernig bregðast megi við og hjálpa nemendum. Soffía Ámundadóttir hefur rannsakað ofbeldi nemenda og komið víða við hvað kennslu varðar og hún ætlar kenna bæði fagfólki og öðrum áhugasömum. Við fengum Soffíu til okkar.

Osiris Rex, geimhylki með sýni úr smástirninu Bennu, lenti farsællega í Utah ríki í Bandaríkjunum í gær, en hylkið inniheldur efni sem vonir eru bundnar við auki innsýn í hvernig sólkerfið myndaðist og jörðin varð byggileg. Sævar Helgi Bragason, stjörnusérfræðingur, kom til okkar og skýrði betur mikilvægi þessara rannsókna.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagði um helgina vert taka upp nýjan gjaldmiðil og hann vilji láta virta erlenda aðila kanna kosti og galla við það. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í kjölfarið Íslendingar væru ófærir um stýra efnahagsmálum, það væri fullreynt og engu tapa og allt vinna það væri í höndum annara eins og seðlabanka Evrópu sem dæmi. Við ræddum gjaldeyrismálin við Finnbjörn A. Hermannsson, forseta ASÍ.

Aldrei hafa færri verið hamingjusamir hér á landi og þá hefur þeim sem finna oft eða mjög oft til einmanaleika fjölgað frá ári til árs. Þetta sýna nýjar tölur Landlæknis. Við ræddum þessi stóru mál við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sálfræðing og sviðsstjóra lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.

Fyrr í mánuðinum fór hin árlega BISC-E samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda fram, en um nýsköpunarkeppni fyrir háskólanemendur sem eru vinna með líffræðitengdar lausnir er ræða. Í þetta skiptið tók íslenskt lið þátt í fyrsta sinn, með verkefnið Skordýr sem fóður og fæða og við heyrðum í Rúnu Þrastardóttur doktorsnema í skordýrarækt sem var einn liðsmanna.

Svo lukum við þættinum á því heyra í Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamanni sem stödd er í Þýskalandi fylgja íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu eftir.

Tónlist:

BRÍET & ÁSGEIR - Venus.

Green Day - Time Of Your Life.

PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.

ELTON JOHN FT. BRITNEY SPEARS - Hold Me Closer.

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.

RAZORLIGHT - In The Morning.

ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Don't bring me down.

Sébastien Tellier - Divine.

PATRi!K & LUIGI - Skína.

Frumflutt

25. sept. 2023

Aðgengilegt til

24. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,