Morgunútvarpið

13. september

Umsjón: Hafdís Helga og Ingvar Þór

Greint var frá því í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar í gær netverslun innanlands hafi aukist um 22,8 prósent á milli ára. Þá kom fram þrátt fyrir netverslun lítill hluti af heildarstærð stórmarkaða og dagvöruverslana hafi Íslendingar nýtt sér tæknina betur í búðunum og eytt 59,6 prósent meira á milli ára í netverslunarlausnum búðanna. Við ræðum þessar breytingar við Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Frá loka júní hefur ekki verið heimilt halda varphænum í hefðbundnum búrum og Matvælastofnun vinnur úttekt allra eggjabúa á landinu. Hversu mikið betra munu hænurnar hafa það héðan af og eru öll búin tilbúin í breytingarnar? Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá MAST segir okkur frá því hvernig þeim málum miðar.

Bræðurnir Gunnar Smári og Sigurjón Magnús Egilssynir verða gestir okkar fyrir átta fréttir. Við ræðum nýjan umræðuþátt þeirra um fréttir og pólitík, útvarpsrás Samstöðvarinnar sem hóf útsendingu nýverið og stöðuna í stjórnmálunum.

Alþingi var sett í gær og þá var fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 einnig kynnt. Við ræðum það sem fram kemur þar og þingveturinn framundan við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins.

Falsfréttir og stjórnmál eftirsannleikans voru til umræðu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, bandaríska sendiráðsins á Íslandi og Fjölmiðlanefndar í gær. Þar tók Hulda Þórisdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands þátt í pallborðsumræðum. Við spyrjum hreinlega -hvernig eru stjórnmál eftirsannleikans? Hulda kemur til okkar.

Vísir fjallaði um það í gær þúsund króna úttektargjald lagt á viðskiptavini bankanna þegar þeir taka út fjárhæðir af kreditkortum sínum og viðskiptavinir séu ekki varaðir við fyrir fram. Við ætlum ræða gjaldskrár bankanna og það sem óljóst þykir í þeim við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í lok þáttar.

Lagalisti:

GDRN - Parísarhjól.

BETWEEN MOUNTAINS - Into the dark.

JÓNFRÍ - Andalúsía.

PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

PRINCE - Purple Rain.

THE BLACK KEYS - Dead And Gone.

JAIN - Makeba.

Frumflutt

13. sept. 2023

Aðgengilegt til

12. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,