Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands

Þáttur 6 af 6

Egill og Guðjón fjalla um dönsku konungana sem ríktu yfir Íslandi og voru lengst af heldur fjarlægir. Þeir fara einnig á slóðir ævintýramannanna Jóns Indíafara og Guðmundar Andréssonar, sem datt úr Bláturni beint í faðm konungsfjölskyldunnar. Þeir skoða kauphöllina, þar sem var verslun með íslenskar vörur, og skyggnast eftir Brimarhólmi, þar sem margir íslenskir sakamenn áttu illa vist.

Frumsýnt

7. feb. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands

Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands

Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Þættir

,