Andri á flandri - Í Vesturheimi

USA

Á flandri sínu um Skagafjörð kíkir Andri í vesturfarasetrið á Hofsósi. Þar ákveður hann heimsækja frændur okkar í vestri. Hann skilur bolabítinn Tómas eftir og kippir KK með sér sem ferðafélaga. Fyrsta heimsókn Andra er í smábæinn Minnesota þar sem Vestur- íslenski sérvitringurinn Darren Gislason sýnir honum afrakstur áratuga safnaraárattu sinnar. Því næst keyrir Andri til Fargo í Norður Dakóta. Þar skoðar hann muni tengda samnefndri kvikmynd þeirra Cohen bræðra áður en hann hittir Sunnu Pam Furstenau sem er ein aðal sprautan í Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Bandaríkjunum. Frá Fargo liggur leiðin norður til Mountain þar sem flestir íbúar eiga ættir sýnar rekja heim til Íslands. Á elliheimilinu Borg spjallar Andri við nokkra öldunga sem allir tala betri íslensku en hann sjálfur. Andri fær svo leiðsögn um bæinn og nærliggjandi sveitir, hittir áhugaverða Vestur-Íslendinga og skoðar meðal annars kirkjugarðinn þar sem skáldið og drykkjumaðurinn K.N. hvílir. Í lok þáttar gerist Andri menningalegur og flytur ljóð eftir Stephan G. við minnismerki um þann merka mann.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

4. okt. 2012

Aðgengilegt til

6. apríl 2026

Andri á flandri - Í Vesturheimi

Andri Freyr Viðarsson flandrar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi, skoðar áhugaverða staði og heilsar upp á fólk. Með honum í för er tónlistarmaðurinn KK. Framleiðandi: Stórveldið.

,