20:10
Leikirnir okkar
Ísland – Danmörk á EM 2010

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.

Eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum 2008 var Ísland ekki með á HM 2009. Næsta mót silfurliðsins var því EM 2010 í Austurríki. Það fór brösuglega af stað og eftir tvö jafntefli varð Ísland að vinna Danmörku í lokaleik riðlakeppninnar til að falla ekki úr keppni á fyrstu hindrun. Danir voru ríkjandi Evrópumeistarar og vaxandi risaveldi. Danir sáu ekki til sólar gegn vörn Íslands og íslenskur sigur varð niðurstaðan. Íslenska liðið hélt svo áfram og vann bronsverðlaun á mótinu. Aron Pálmarsson stökk á þessu móti fram á alþjóðasviðið með íslenska liðinu og drakk í sig reynslu manna á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Atlason, Snorra Stein Guðjónsson, Róbert Gunnarsson, Ólaf Stefánsson og Alexander Petersson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 19 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
,