Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa lið Akraness og Fjallabyggðar.
Lið Fjallabyggðar skipa Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, Halldór Þormar Halldórsson verkefnisstjóri hjá Fjallabyggð og Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður Fjallabyggðar.
Lið Akraness skipa Valgarður Lyngdal Jónsson grunnskólakennari í Grundarskóla, Þorkell Logi Steinsson grunnskólakennari í Kelduskóla í Grafarvogi og Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur.
Íslensk heimildarþáttaröð í fimm þáttum um skipulag og uppbyggingu fimm bæja vítt og breitt um landið. Bæirnir Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar og Hafnarfjörður eru heimsóttir og stiklað á stóru um sögu þeirra. Umsjón: Egill Helgason og Pétur Ármannsson. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Orðbragð er skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Af hverju tala stjórnmálamenn og sérfræðingar oft svona óskiljanlega? Hið alræmda og óbærilega flókna stofnanamál fær á baukinn í þessum þætti. Við kíkjum einnig á úrelta bókstafi og hittum mann sem enn þrjóskast við að nota Z-u. Sumir bókstafir eru hvergi notaðir nema bara á Íslandi - en færri vita að það er fjöldi bókstafa sem við höfum hreinlega hent. Við sýnum ykkur beinið sem er uppruni orðatiltækisins „að taka einhvern á beinið“. Stefán Pálsson segir okkur hvort bókstafurinn Ð eigi að fá að lifa eða ekki. Við lógum einu útjöskuðu orði og kveðjum með flunkunýju lagi, sem ber heitið „Orðalag“.
Í Sumarlandanum förum við út og suður, vítt og breitt, langt yfir skammt og allt þar á milli. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Elsa María Drífudóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Halla Ólafsdóttir, Þórdís Claessen, Jóhann Alfreð Kristinsson og Steiney Skúladóttir. Tónlistarkonan Árný Margrét sér um tónlistina. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Elvar Örn Egilsson, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Karl Sigtryggsson. Ritstjóri: Gísli Einarsson.
Sumarlandinn fylgdist með fornleifauppgreftri í Árbæ í Reykjavík en þar á safnalóðinni hafa fornleifafræðingar verið að störfum árum saman. Það sem er kannski óvenjulegt er að þarna er ekki verið að rannsaka forn höfðingjasetur heldur almúga hýbýli.
Sumarlandinn fór líka í Rallýakstur með sextán ára stúlku sem er með bíladellu á háu stigi.
Við fórum í sauðburð með ljósmyndara sem sérhæfir sig í að taka myndir af sauðfé, sérstklega af lömbum og afurðin af þeirri vinnu er lambadagatal sem nýtur mikilla vinsælda.
Við kíktum við í Barnabæ á Stokkseyri en í eina viku í vor varð Grunnskólinn að "sjálfstæðu ríki" sem stjórnað var af krökkunum sjálfum.
Við fórum síðan á hljómsveitaæfingu hjá hljómsveitinni Brekkubræðrum á Akureyri. Hljómsveitarmeðlimir eiga það allir sameiginlegt að vera ekki komnir á fermingaraldur. Þeir láta það ekki aftra sér og við fylgjumst með þeim koma fram á sjálfum Græna Hattinum, þar sem þeir hita upp fyrir Hvanndalsbræður. Þeir viðurkenna fúslega að það sé fyrir vaðandi klíkuskap!


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í kveikt á perunni búa krakkarnir til grímu - hermikrákan og hljóðkúturinn verða á sínum stað og að sjálfsögðu slímið góða. Skaparar og keppendur: Gula liðið: Agnes Lóa Heimisdóttir Emil Logi Heimisson Bláa liðið: Alma Eggertsdóttir Bjarki Már Ingvarsson

Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Getur verið að kíkir, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan hann fannst fyrir um 80 árum, hafi upprunalega komið úr þýska skipinu Bahia Blanca?

Íþróttafréttir.
Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga Jakobssyni, og eldar fyrir hann. Að þessu sinni fara þeir félagar um Austurland þar sem Kristinn þykist vera á heimavelli því faðir hans er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Janus er aftur á móti nánast eins og algjör túristi. Þeir hitta alls kyns fólk og lenda í ýmsu skakkaföllum en alltaf lenda þeir á fótunum og fá sér í gogginn.
Kristinn og Janus keyra í Mjóafjörð en það renna á þá tvær grímur þegar þeir uppgötva að þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera þar. Þeir ákveða því að halda bara lengra áfram út fjörðinn þar til þeir koma að Dalatangavita og bjóða vitaverðinum upp á kvöldverð.

Frönsk leikin þáttaröð um hina sautján ára gömlu Victoire sem er send gegn vilja sínum í skóla fyrir nemendur með fötlun. Með tímanum kynnist hún samfélaginu í skólanum og myndar vináttutengsl sem fá hana til að horfast í augu við eigin fordóma. Aðalhlutverk: Chine Thybaud, Stéphane De Groodt og Valérie Karsenti.

Heimildarmynd um hljómsveitina Oasis sem sló í gegn árið 1994 með fyrstu plötu sinni, Definitely Maybe. Í myndinni er fjallað um sögu hljómsveitarinnar frá því hún var stofnuð snemma á tíunda áratugnum og fylgst með hvernig frægðarsól hennar reis næstu ár. Leikstjóri: Mat Whitecross. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.