Í Sumarlandanum förum við út og suður, vítt og breitt, langt yfir skammt og allt þar á milli. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Elsa María Drífudóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Halla Ólafsdóttir, Þórdís Claessen, Jóhann Alfreð Kristinsson og Steiney Skúladóttir. Tónlistarkonan Árný Margrét sér um tónlistina. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Elvar Örn Egilsson, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Karl Sigtryggsson. Ritstjóri: Gísli Einarsson.
Sumarlandinn fylgdist með fornleifauppgreftri í Árbæ í Reykjavík en þar á safnalóðinni hafa fornleifafræðingar verið að störfum árum saman. Það sem er kannski óvenjulegt er að þarna er ekki verið að rannsaka forn höfðingjasetur heldur almúga hýbýli.
Sumarlandinn fór líka í Rallýakstur með sextán ára stúlku sem er með bíladellu á háu stigi.
Við fórum í sauðburð með ljósmyndara sem sérhæfir sig í að taka myndir af sauðfé, sérstklega af lömbum og afurðin af þeirri vinnu er lambadagatal sem nýtur mikilla vinsælda.
Við kíktum við í Barnabæ á Stokkseyri en í eina viku í vor varð Grunnskólinn að "sjálfstæðu ríki" sem stjórnað var af krökkunum sjálfum.
Við fórum síðan á hljómsveitaæfingu hjá hljómsveitinni Brekkubræðrum á Akureyri. Hljómsveitarmeðlimir eiga það allir sameiginlegt að vera ekki komnir á fermingaraldur. Þeir láta það ekki aftra sér og við fylgjumst með þeim koma fram á sjálfum Græna Hattinum, þar sem þeir hita upp fyrir Hvanndalsbræður. Þeir viðurkenna fúslega að það sé fyrir vaðandi klíkuskap!
