14:50
Siglufjörður - saga bæjar
Þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar þar sem saga Siglufjarðar er rakin. Bærinn var lengi utan alfaraleiðar en vegna mikils uppgangs á 20. öld varð hann þungamiðja síldveiða sem um skeið voru arðvænlegasta atvinnugrein á Íslandi. Í þáttunum er einnig sagt frá skemmtanalífi, rómantík, slagsmálum, tónlist, skíðaiðkun og einstökum bæjarbrag. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þessum þætti er fjallað um hinar miklu síldarverksmiðjur sem risu í bænum og aðkomufólkið sem dreif að þrátt fyrir afleitar samgöngur. Einnig er sagt frá síldarstúlkum og síldarrómantík í bæ sem sumum þóttum býsna skítugur og illa þefjandi. Að lokum segir frá séra Bjarna Þorsteinssyni, tónskáldinu ráðríka sem stjórnaði Siglufirði á hinum mikla uppgangstíma.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
