Sigmar Guðmundsson fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Salóme Þorkelsdóttir.
Það er í raun kraftaverk að Karen Axelsdóttir geti gengið á tveimur jafnfljótum hvað þá verið afrekskona í hjólreiðum. Karen sem er 44 ára gömul var kyrrsetumanneskju til 27 ára aldurs en þá byrjaði hún að hreyfa sig og hefur náð ótrúlegum árangri í þríþraut, náð besta árangri sem nokkur Íslendingur hefur náð í járnkarli og vann nánast allt sem hægt var að sigra í keppnishjólreiðum. Það eitt og sér er gríðarlegt afrek ekki síst þegar haft er í huga að í fjögur ár gat hún í orðsins fyllstu merkingu ekki haldið haus eftir alvarlegt slys.
Karen segir okkur frá lífi sínu og ótrúlegum íþróttaferli.
