14:00
Silfrið
Prófkjörsslagur í Samfylkingunni og nýr ráðherra situr fyrir svörum

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Í fyrri hluta þáttarins koma Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík og Pétur H. Marteinsson rekstrarstjóri. Þau berjast um oddvitasætið í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Í seinni hlutanum er viðtal við Ragnar Þór Ingólfsson sem er glænýr félags- og húsnæðismálaráðherra.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 45 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður sjálfvirkt.
,