
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Finni Krumpa prumpuskrímsli fólk í vanda, tekur hún til sinna handa. Hún sturtar í sig nokkrum rúsínum og þá þýtur hún prumpandi af stað. Hún flýgur um allt, hátt og lágt með prumpuský í eftirdragi. Best að halda niðri í sér andanum skyldi hún fljúga fram hjá!
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti lítum við til himins og týnum okkur í stjörnunum. Við fjöllum um geiminn og geimverur, hvað gerist ef geimfari deyr í geimnum og hittum alvöru geimfara. Sævar Helgi stjörnufræðingur kíkir í heimsókn, Sprengjugengið gerir allt vitlaust og svo rannsökum við fyrstu konuna sem fór út í geim.
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Bjarnleifur Bjarnleifsson segir frá föður sínum, Bjarnleifi, sem starfaði sem ljósmyndari hjá Vísi. Árið 1975 náði hann sögufrægri ljósmynd af Jóhannesi Eðvaldssyni skora með hjólhestaspyrnu í landsleik Íslands og Austur-Þýskalands á Laugardalsvelli. Friðþjófur Pálsson ljósmyndari lýsir Bjarnleifi sem starfsfélaga og ljósmyndara.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Baggalútur og Júníus Meyvant opna þáttinn á laginu Jólainnkaupin.
Gestir þáttarins eru Benedikt Erlingsson, Ingibjörg Iða Auðunardóttir og Vilhelm Neto.
Loji Höskuldsson kynnir Kærleikskúlu ársins.
Trine Dyrholm kíkir í sófann og flytur lagið Smuk som et stjerneskud.
Berglind Festival "rawdoggar" jólin.
Inspector Spacetime og Sykur enda þáttinn á laginu Draumur okkar beggja.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Björn Elí Jörgensen Víðisson fékk fyrstu greininguna af mörgum tæplega ársgamall. Greiningunum fylgja ýmsar áskoranir en Björn Elí fer sínar eigin leiðir.
Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.
Jón Ólafsson hlustar á plötuna Lifun með Trúbroti ásamt tveimur meðlimum hljómsveitarinnar, þeim Gunnari Þórðarsyni og Magnúsi Kjartanssyni, sem veita áhorfendum innsýn í tilurð laganna á meðan þau spilast. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem stöllurnar í Heimilistónum, þær Elva, Katla, Lolla og Vigdís, bjóða áhorfendum í heimsókn til sín í Heimilistónahúsið á aðventunni. Í þáttunum kennir ýmissa grasa og fléttast þar saman tónlist, húsráð, leikin atriði, föndurhorn, gógó-danskennsla og margt fleira jólalegt. Í hverjum þætti er einn aðalgestur og eru þeir ekki af lakari endanum: Katrín Jakobsdóttir, Baltasar Kormákur, Svanhildur Jakobsdóttir og Valdimar. Skvísurnar í Heimilistónum tryggðu sér krafta nokkurra landsþekktra leikara sem bregða sér í hin ýmsu gervi. Þeir eru: Gói Karlsson, María Heba Þorkelsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn og dagskrárgerð: Kristófer Dignus.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Í Snæholt berst ekki eitt einasta bréf og enginn skilur hvað veldur. Nói fyllist áhyggjum þegar hann sér að óskabréfið hans flaug ekki sína leið.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Til að hugga vin sinn, Eystein, stinga Þorri og Þura upp á því að tendra jólaljósin í stofunni heima hjá Þorra í stað þess að fara á miðbæjartorgið.

Páll býr með fjölskyldu sinni í notalegu bresku smáþorpi og lendir í ýmsum póstburðartengdum ævintýrum.
Bolli og Bjalla bralla ýmislegt við gerð á þættinum Stundinni okkar.
Bolli er svo ótrúlega spenntur fyrir jólunum af því að þetta eru fyrstu jólin hans á skrifborðinu hans Bjarma sem hann heldur með einhverjum öðrum. Hann hefur alltaf bara gefið sjálfum sér gjöf en núna ætlar hann að gefa Bjöllu pakka! Bjalla fær jólabréf frá fjölskyldunni sinni í skólanum en hún getur ekki beðið eftir að hitta þau um jólin.
Rýmið til í stofunni og búið ykkur undir sveifluna. Allir geta dansað með í DaDaDans. Einfaldir dansar við skemmtilega íslenska tónlist.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hér stíga api, hæna og kanína flott dansspor við lagið Dönsum eins og hálfvitar með Friðriki Dór.
Dansarar eru Arnaldur Halldórsson, Una Lea Guðjónsdóttir og Rut Rebekka Hjartardóttir.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Umfjallanir um leiki á HM kvenna í handbolta.
Upphitun fyrir leik Færeyja og Íslands í milliriðli á HM kvenna í handbolta.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Færeyja og Íslands í milliriðli á HM kvenna í handbolta.

Umfjallanir um leiki á HM kvenna í handbolta.

Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Elín Elísabet Einarsdóttir, Rán Flygenring, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson.

Bresk kvikmynd frá 2009 byggð á sönnum atburðum. Á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar bannar breska ríkisstjórnin útvarpsstöðvum að spila rokktónlist. Hópur plötusnúða og uppreisnarseggja ákveður að stofna sjóræningjaútvarpsstöð á bát og senda út úti fyrir ströndum Bretlands, ríkisstjórninni til mikils ama. Leikstjóri: Richard Curtis. Aðalhlutverk: Tom Surridge, Philip Seymour Hoffman og Rhys Ifans. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Spánar og Þýskalands í milliriðli á HM kvenna í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Leikir á HM kvenna í handbolta.
Leikur Póllands og Hollands í milliriðli á HM kvenna í handbolta.