Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók við sem mennta- og barnamálaráðherra um helgina. Hún er þriðji ráðherrann til að gegna embættinu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem tók við fyrir rúmu ári síðan. Við ætlum að ræða við Ingu um verkefnin framundan og bera undir hana spurningar sem bárust frá almenningi fyrr í dag.
Eftir að norðlenska fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri fór í þrot tóku nokkrir vaskir Húsvíkingar sig til og keyptu allan búnað úr þrotabúinu og hófu framleiðslu í bænum. Við heimsækjum Castor miðlun í lok þáttar.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Danskir heimildarþættir þar sem sex ungmenni sem þjást af streitu taka þátt í tilraun þar sem þau slökkva á símunum sínum og flytjast út í skóg. Getur dvölin í náttúrunni dregið úr streitueinkennum á aðeins sex dögum?
Sigmar Guðmundsson fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Salóme Þorkelsdóttir.
Það er í raun kraftaverk að Karen Axelsdóttir geti gengið á tveimur jafnfljótum hvað þá verið afrekskona í hjólreiðum. Karen sem er 44 ára gömul var kyrrsetumanneskju til 27 ára aldurs en þá byrjaði hún að hreyfa sig og hefur náð ótrúlegum árangri í þríþraut, náð besta árangri sem nokkur Íslendingur hefur náð í járnkarli og vann nánast allt sem hægt var að sigra í keppnishjólreiðum. Það eitt og sér er gríðarlegt afrek ekki síst þegar haft er í huga að í fjögur ár gat hún í orðsins fyllstu merkingu ekki haldið haus eftir alvarlegt slys.
Karen segir okkur frá lífi sínu og ótrúlegum íþróttaferli.

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Í dag fjöllum við um 1. Ormhildarsaga: nýir teiknimyndaþættir 2. Heimsmeistaramótið í pílu. Í lok þáttar rýnir píluspilarinn Kári Vagn í mótið.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðtal okkar við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í þættinum í gær vakti sterk viðbrögð. Inga dró upp dökka mynd af stöðu menntakerfisins, og boðaði róttækar breytingar. Við ræðum stöðu menntakerfisins, vandamál og úrlausnir, við þau Amalíu Björnsdóttur, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, sem var nýkomin af fundi með Ingu Sæland.
Stjórnvöld þurfa að nálgast atvinnumarkaðinn á allt annan hátt en hingað til, hætta þjónkun við valdar lykilgreinar í atvinnulífinu og taka virkari þátt í markaðsmótun, að mati Mariönu Mazzucato, prófessors í hagfræði. Kristrún Frostadóttir kveðst vera undir miklum áhrifum frá hugmyndum Mazzucato, sem var gestur á morgunfundi forsætisráðuneytisins um nýja atvinnustefnu í gær. Við ræðum við hagfræðinginn.

Heimildarþáttaröð um sögu norrænnar hönnunar á síðustu hundrað árum. Í þáttunum er meðal annars rætt við hönnuði og safnara sem veita innsýn í sögurnar á bak við heimsþekkta hönnunarmuni. Í hverjum þætti er fjallað um ákveðið tímabil á árunum 1925 til 2025. Þulur: Guðrún Sóley Gestsdóttir.

Upptaka frá Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á tónleikunum hljómar sígild Vínartónlist ásamt aríum og dúettum úr vinsælum óperettum. Einsöngvarar eru Eyrún Unnarsdóttir og Sveinn Dúa Hjörleifsson. Auk þeirra stíga dansarar á svið. Um tónsprotann heldur Sascha Goetzel.
Ítölsk leikin þáttaröð frá 2024 um einstæða móður af gyðingaættum sem reynir að komast af í Róm undir lok seinni heimsstyrjaldar þrátt fyrir fátækt og ofsóknir. Aðalhlutverk: Jasmine Trinca, Mattia Basciani og Valerio Mastandrea. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Eftir vonbrigði á HM 2021 voru væntingar litlar fyrir EM í Ungverjalandi, en íslenska liðið kom skemmtilega á óvart. Heimurinn var að losna undan heimsfaraldri, sem þó setti stórt strik í reikning íslenska liðsins á mótinu. Ísland fór með góða stöðu í milliriðil. Þá fór hins vegar að kvarnast verulega úr íslenska hópnum vegna Covid-smita. Fjölmarga lykilmenn vantaði þegar liðið mætti Frakklandi, þáverandi Evrópumeisturum. Ísland náði ekki einu sinni að fylla varamannabekkinn, svo illa var liðið leikið. Það gerði sigurinn á Frakklandi, stórsigur þar að auki, enn skemmtilegri. Fimmta sætið varð uppskeran af mótinu, sem var besti árangurinn frá 2014. Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson leiddu liðið, á meðan Aron Pálmarsson, Björgvin Páll Gústavsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson sátu í einangrun vegna smithættu.