13:40
Kastljós
Vöggustofur, snjómokstur á Akureyri og Ormstunga

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Í dag kom út skýrsla nefndar sem rannsakaði starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fimm ára tímabili á 8. áratugnum. Ólíkt fyrri skýrslu um sömu vöggustofu á öðru tímabili, þá er niðurstaða nefndarinnar nú að ekki sé hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á vöggustofunni hafi sætt illri meðferð. Rætt við menn sem voru vistaðir á vöggustofunni á unga aldri sem lýsa miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.

Við lítum inn á æfingu á söngleiknum Ormstungu í Þjóðleikhúsinu. Þar sameinast Jói Pé og Króli á ný því Króli fer með eitt hlutverka og Jói Pé semur tónlist.

Fáum líka ráðlagðan dagskammt af derringi milli landshluta, þegar Óðinn Svan tekur verktaka í snjómokstri tali á Akureyri. Þar hefur snjó kyngt niður undanfarna daga og því nóg að gera.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 23 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,