13:35
Kastljós
Nýr mennta- og barnamálaráðherra og Castor miðlun

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók við sem mennta- og barnamálaráðherra um helgina. Hún er þriðji ráðherrann til að gegna embættinu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem tók við fyrir rúmu ári síðan. Við ætlum að ræða við Ingu um verkefnin framundan og bera undir hana spurningar sem bárust frá almenningi fyrr í dag.

Eftir að norðlenska fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri fór í þrot tóku nokkrir vaskir Húsvíkingar sig til og keyptu allan búnað úr þrotabúinu og hófu framleiðslu í bænum. Við heimsækjum Castor miðlun í lok þáttar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,