24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Reykjavík og Snæfellsbær mætast í átta liða úrslitum.
Orðbragð er skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Í þessum þætti hittum við mögulega síðasta flámælta manninn á Íslandi - og skoðum íslenskar mállýskur, sem eru óðum að hverfa. Svo er það veggjakrotið. Frá upphafi mannkyns hefur fólk dundað sér við að krota eitthvað sniðugt á veggi. Óþekktarangi merkti sér vegg í Skálholti fyrir mörg hundruð árum, og við kíkjum líka á elsta krot sem fundist hefur á Íslandi. Það er á 1000 ára gömlum snældusnúð: „Vilborg á mig“. Við ætlum að fyrirkoma einu útjöskuðu orði, málverið hans Braga verður á sínum stað og við veljum tíu undarlegustu hljómsveitanöfnin.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í Kveikt á perunni að þessu sinni búum við til lukkutröll. Skaparar og keppendur: Gula liðið: Snorri Rafn Frímannsson Emilia Þóra Ólafsdóttir Bláa liðið: Þórir Hall Ásdís Eva Bjarnadóttir
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.
Ferðaþættir þar sem leikarinn Örn Árnason bregður sér í hlutverk leiðsögumanns og ferðast um áhugaverða staði við þjóðveginn eða örskammt frá. Frikki Frikk, tökumaður og ljósmyndari, er fylgdarsveinn Arnar í þessum ferðum og saman sýna þeir fram á að stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt. Léttir þættir þar sem fjallað er um náttúru, sögu og menningu.
Í þættinum förum við frá Ólafsvík að Svörtuloftum. Við skoðum fallega fjárrétt í Ólafsvík, heimsækjum Svöðufoss, aftökustað Björns ríka, Skálasnaga og Snæfellsjökul.
Frönsk leikin þáttaröð um hina sautján ára gömlu Victoire sem er send gegn vilja sínum í skóla fyrir nemendur með fötlun. Með tímanum kynnist hún samfélaginu í skólanum og myndar vináttutengsl sem fá hana til að horfast í augu við eigin fordóma. Aðalhlutverk: Chine Thybaud, Stéphane De Groodt og Valérie Karsenti.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.