
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Förum í ferðalag í gegnum skóginn og tökum eftir trjánum og dýrunum sem búa þar. Átt þú þér uppáhalds tré?
Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.
Sænsk heimildarmynd frá 2021. Sænska söngkonan og tónskáldið Ana Diaz, sem hefur ítrekað farið í kulnun, segir frá því hvernig er að koma til baka eftir að hafa keyrt harkalega á vegg. Er það yfirleitt mögulegt og hvernig er hægt að koma í veg fyrir að lenda aftur í því sama?
Heimildarþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og þjóðarímyndin breytist með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.
Menning er fljótandi og flæðir milli samfélaga og þjóðernishópa daglega. Menningarnám hefur verið í deiglunni á síðustu árum og fólk greinir á um réttmæti hugtaksins í baráttunni gegn rasisma. Í þættinum er leitast við að skýra hugtakið og komast að því hvar línan liggur.

Dönsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum frá 2021. Fyrir sumt fólk er hundur ekki bara trygglynt gæludýr heldur lífsnauðsynleg hjálparhella sem gerir daglegt líf mögulegt og jafnvel þess virði að lifa því.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Páskaþætti Landans kynnum við okkur uppstoppun, við hittum argentíska kökulistakonu, við skoðum ævafornt bókasafn í heimahúsi og hlýðum á sálmamaraþon í Skagafirði.

Heimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.

Íslandsmót í áhaldafimleikum.

Sænskir þættir um fólk sem stundar handverk af ýmsu tagi.


Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.

Dýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.

Samansafn af klippum úr Stundinni okkar þar sem dýrin eru í aðalhlutverki.
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir fer í Hrunarétt í Hrunamannahreppi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í húsi í Reykjavík hefur forláta flugvélaskrúfa sem var bjargað úr ruslahaug hangið uppi á vegg í um 40 ár. Kann að vera að þessi flugvélaskrúfa tengist upphafsárum flugs á Íslandi og merkilegum vélum sem mörkuðu upphaf flugsögunnar hér á landi?

Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum skoðum við elsta efnið á safninu. Bæði íslenskir og erlendir myndhöfundar koma við sögu, ljósmyndarar sem fengu áhuga á hinni nýju tækni og hinn merki Bíó-Petersen sem tók upp íslenskt efni og sýndi í Gamla bíói.
Breskir spennuþættir um örvæntingafulla móður sem lifir áhættusömu lífi sem skartgripaþjófur á sama tíma og hún reynir að ná dóttur sinni aftur frá félagsþjónustunni og byggja örugga framtíð fyrir þær báðar. Aðalhlutverk: Sophie Turner, Frank Dillane og Mia Millichamp-Long. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Bresk heimildarmynd frá 2018. Enska hljómsveitin Bros var um stutta hríð á níunda áratug síðustu aldar ein sú stærsta í heimi. Hljómsveitarmeðlimirnir og tvíburabræðurnir Matt og Luke Goss fara á einlægan hátt yfir ferilinn, erfið samskipti þeirra bræðra og lífið eftir frægðina þar sem þeir undirbúa endurkomutónleika í O2-höllinni í London. Leikstjórn: Joe Pearlman og David Soutar.