

Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.

Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.

Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.

Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Vinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.

Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.

Jojo er alveg að verða fimm ára. Hún er svo heppin að búa í nágrenni við ömmu sína. Saman bralla þær ýmislegt

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Hvað er kontrapunktur, hvað er prelúdía og hvað er fúga? Þessum mikilvægu spurningum er svarað í Útúrdúr að þessu sinni. Farið er ofan í saumana á einni prelúdíu og einni fúgu úr frægu safni Jóhanns Sebastíans Bachs og Atli Ingólfsson tónskáld semur ódauðlega fúgu upp úr sívinsælu íslensku popplagi. Fram komu: Atli Ingólfsson, Paul Jacobs, Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Magnúsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Karen Björg Þorsteinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Urður Örlygsdóttir.
Berglind Festival kynnir sér einn vinsælasta ferðamannastað Íslands, Gjaldskyldu.
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm loka þættinum með laginu Eitt af blómunum.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Íslenskir heimildarþættir um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum. Leitast er við að svara spurningunni um hvernig bakslagið fór af stað, hvaðan hatrið stafar og hvaða leið er út úr þessari stöðu. Rætt er við sérfræðinga, stjórnmálafólk og þau sem hafa orðið fyrir barðinu á hatursorðræðu auk þess sem ljósi er varpað á aukið aðgengi ungs fólks að hatri í gegnum samfélagsmiðla. Umsjón: Ingileif Friðriksdóttir. Leikstjórn: Hrafn Jónsson. Framleiðsla: Ketchup Creative.

Íslensk heimildarmynd um hjónin Steinu og Woody Vasulka sem voru frumkvöðlar í gerð vídeólistar á heimsvísu. Hjónin kynntust í listaskóla í Prag við upphaf sjöunda áratugarins og fluttust síðar til Bandaríkjanna. Þar stofnuðu þau meðal annars virt sýningar- og tónlistarrými í New York og gegndu prófessorsstöðum við háskólann í Buffalo. Nú eru þau á eftirlaunaaldri og voru í fjárhagskröggum þegar þau voru skyndilega enduruppgötvuð af listaheiminum sem skaut þeim upp á stjörnuhimininn á ný. Leikstjóri: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Margrét Jónasdóttir.
Matreiðsluþættir með Kristni Guðmundssyni. Eftir að Kristinn varð pabbi fór hann að elda ofnrétti oftar. Þar sem hann er vanur að fara ótroðnar slóðir eldar hann alla réttina í eldofni sem hann byggði með vinum sínum í Norður-Frakklandi. Dagskrárgerð og framleiðsla: Kristinn Guðmundsson.
Ævintýralegir breskir þættir frá 2021 með David Tennant í aðalhlutverki. Heimshornaflakkarinn Phileas Fogg heldur af stað í ferðalag. Hann ætlar sér að fara umhverfis jörðina á 80 dögum. Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Aðalhlutverk: David Tennant, Ibrahim Koma og Leonie Benesch.
Matreiðsluþættir þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratugareynslu af matargerð. Hún kíkir í uppskriftabækur þeirra og lærir að elda rétti sem þær hafa matreitt á sinn einstaka hátt í fjölda ára. Í framhaldinu býður hún konunum heim til sín og endurgerir uppskriftirnar með aðstoð þeirra, en skiptir út dýraafurðum fyrir hráefni úr náttúrunni. Leikstjóri: Sunneva Ása Weisshappel. Framleiðsla: RVK Studios.
Uppskriftirnar má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/tag/uppskriftabokin
Solla Eiríks heimsækir Margréti sem kennir okkur að búa til lifrarpylsu og rabbabaraperur. Einnig hittir hún þá Kristján og Atla hjá Vegangerðinni sem búa til tempeh úr íslensku byggi og Solla kennir okkur að búa til kasjúhnetukrem.

Stuttir norskir þættir þar sem fólk þakkar kennara sínum fyrir að hafa breytt lífi sínu til hins betra.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bjalla gerist álfhrifavaldur á hinum vinsæla miðli "Álftokk" og Bolli reynir að einbeita sér við að læra fyrir próf.
Við kynnumst Agnari, nýjum og seinheppnum íþróttakennara í skólanum hans Bjarma, en hann fer með krakkana að læra frjálsar, með aðstoð fagkrakka og Bjarmi kynnist Elvari vini sínum betur en hann er trommuleikari í skólahljómsveit.
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Tíurnar mæta liðinu Svört og hvít í æsispennandi keppni af svikamyllu, þrautum og bland í poka. Að þessu sinni keppa liðin í þrautunum Sápuópera og Allt úr málmböndum.
Þrautirnar eru svona:
Sápuópera: Einn keppandi blæs sápúkúlu yfir leikvöllinn og hinn liðsmaðurinn veiðir sápukúluna með háf.
Allt úr málmböndum: Keppendur reyna koma borðtenniskúlu í mjólkurglas með því að renna henni eftir málbandi.
Keppendur eru:
Tían: Auðunn Sölvi Hugason og Marín Ósk Finnsdóttir Þormar
Svört og hvít: Hrefna Líf Steinsdóttir og Andrea Eva Sturludóttir
Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen stýra Stundinni okkar og prófa allt sem þeim dettur í hug.
Erlen og Lúkas heimsækja Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu og fá þar góðar móttökur. Lúkas spilar á hörpu í Hörpu og Erlen prófar að stjórna heilli Sinfóníuhljómsveit!
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Siggi trommuleikari segir okkur frá pönki og hljómsveitin flytur lagið Sísí fríkar út. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Halldóra Geirharðsdóttir, Kormákur Geirharðsson, Atli Óskar Fjalarsson og Davíð Þór Katrínarson.
Norsk fjölskyldumynd frá 2020. Í desember 1942 finna ungu systkinin Gerða og Ottó tvö börn af gyðingaættum í felum í kjallaranum heima hjá sér. Þau ákveða að reyna að bjarga þeim frá nasistum og við tekur háskaleg för í átt að landamærum Svíþjóðar. Leikstjóri: Johanne Helgeland. Aðalhlutverk: Anna Sofie Skarholt, Bo Lindquist-Ellingsen, Samson Steine og Bianca Ghilardi-Hellsten.

Bresk gamanmynd frá 2007 í leikstjórn Edgars Wright. Lögreglumaðurinn Nicholas er fluttur frá London til smábæjarins Sandford og þar eiga einkennilegir atburðir sér stað. Aðalhlutverk: Simon Pegg, Nick Frost og Martin Freeman. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.