Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Flest bendir til að enn einn hávaxtaveturinn sé framundan. Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum að sinni og verðbólga á líklega eftir að hækka áður en hún fer að lækka. Þrátt fyrir kjarasamninga sem áttu að halda aftur af verðhækkunum hefur matvöruverð hækkað um fimm prósent undanfarið ár og vaxtastig, auk kvaða frá Seðlabankanum, gera fólki á húsnæðismarkaði erfitt fyrir. Við ræðum við fólk í verslunarferð um verðhækkanir og hittum ungan mann sem þurfti að hoppa yfir hindranir Seðlabankans til að kaupa sér íbúð. Daði Már Kristjófersson fjármálaráðherra ræðir hvað stjórnvöld ætla að gera til að takast á við vandann.
