Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa lið Fjarðabyggðar og Reykjavíkur til úrslita.
Lið Reykjavíkur skipa Óttarr Ólafur Proppé borgarfulltrúi, rokksöngvari og verðandi alþingismaður, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir laganemi og borðtennisþjálfari hjá KR og Börkur Gunnarsson rithöfundur, kvikmyndaleikstjóri og blaðamaður.
Lið Fjarðabyggðar skipa Jón Svanur Jóhannsson grunnskólakennari og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar á Eskifirði, Kjartan Bragi Valgeirsson læknanemi og Sigrún Birna Björnsdóttir fræðslustjóri Alcoa Fjarðaráls.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þáttaröð um leikið efni í Sjónvarpinu. Sýnd eru brot úr leikritum og listamenn sem tengjast verkunum segja frá. Dagskrárgerð: Hallmar Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson.
Í þessum þætti er sýnt úr verkunum Næturganga, Maður og kona, Jón Gamli, Frostrósir og Ofvitinn. Sögumenn eru Helga Jónsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Stefán Baldursson.
Norsk heimildarmynd um úrræði fyrir drengi sem eiga af ýmsum ástæðum erfitt með að standast þær kröfur sem skólakerfið gerir til þeirra. Í myndinni fylgjumst við með hópi drengja í tveggja vikna námsbúðum sem eru sérstaklega hugsaðar til að ná til þeirra, vekja hjá þeim áhuga á námsefninu og auka skilning.
Þættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson.
Jeremiah Páll fæddist á Íslandi árið 2009. Hann ólst upp í Breiðholtinu hjá foreldrum sínum og systkinum. Móðurmál hans er filippseyska málið cebuano. Við förum í tónlistartíma með Jeremiah og kynnumst því hvernig er hægt að nýta tónlist til þess að læra nýtt tungumál.

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Finnskir þættir um Nooa, trans mann sem þráir að eignast barn og ákveður að hefja tæknifrjóvgunarferli. Á sama tíma og hann glímir við tilfinningasveiflurnar sem fylgja hormónameðferðinni þarf hann að takast á við fordóma samfélagsins.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Flest bendir til að enn einn hávaxtaveturinn sé framundan. Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum að sinni og verðbólga á líklega eftir að hækka áður en hún fer að lækka. Þrátt fyrir kjarasamninga sem áttu að halda aftur af verðhækkunum hefur matvöruverð hækkað um fimm prósent undanfarið ár og vaxtastig, auk kvaða frá Seðlabankanum, gera fólki á húsnæðismarkaði erfitt fyrir. Við ræðum við fólk í verslunarferð um verðhækkanir og hittum ungan mann sem þurfti að hoppa yfir hindranir Seðlabankans til að kaupa sér íbúð. Daði Már Kristjófersson fjármálaráðherra ræðir hvað stjórnvöld ætla að gera til að takast á við vandann.
Þriðja þáttaröðin um hringfarann Kristján Gíslason og ævintýraleg ferðalög hans um heiminn á mótorhjóli. Árið 2019 fór hann niður Afríku og á ferðalaginu fær hann að reyna allt frá borgarastríði til stórbrotinnar náttúru, kynnist einstökum ættbálkasamfélögum og kemst í kynni við einhver hættulegustu dýr heims.
Í þriðja þætti fer Kristján Gíslason aftur til Afríku og gerir aðra tilraun. Endurnærður og fullur bjartsýni eftir nokkrar vikur á Íslandi var honum tekið opnum örmum. Hann naut þess að ferðast um framandi heima ættbálkasamfélaganna þar sem lífstakturinn hafði ekki breyst í mörg hundruð ár. En skjótt skipast veður í lofti og Kristján lendir í ótrúlegum ævintýrum.
Finnsk leikin þáttaröð um fasteignasalann Lindu. Eiginmaðurinn fer frá henni og skilur hana eftir í skuldasúpu. Til þess að viðhalda lífsstíl sínum neyðist Linda til að gerast drottning undirheimanna. Aðahlutverk: Laura Malmivaara, Katja Küttner og Minna Haapkylä. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga.

Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Dönsk heimildarþáttaröð í fimm þáttum. Í þáttunum er fylgst með tveimur fjölskyldum sem eiga trans börn. Hverjar eru áskoranirnar sem þau mæta og hvernig höndla foreldrar umskipti sonar eða dóttur frá einu kyni til annars?