20:05
Hringfarinn - einn á hjóli í Afríku
Eþíópía - Kenýa
Þriðja þáttaröðin um hringfarann Kristján Gíslason og ævintýraleg ferðalög hans um heiminn á mótorhjóli. Árið 2019 fór hann niður Afríku og á ferðalaginu fær hann að reyna allt frá borgarastríði til stórbrotinnar náttúru, kynnist einstökum ættbálkasamfélögum og kemst í kynni við einhver hættulegustu dýr heims.
Í þriðja þætti fer Kristján Gíslason aftur til Afríku og gerir aðra tilraun. Endurnærður og fullur bjartsýni eftir nokkrar vikur á Íslandi var honum tekið opnum örmum. Hann naut þess að ferðast um framandi heima ættbálkasamfélaganna þar sem lífstakturinn hafði ekki breyst í mörg hundruð ár. En skjótt skipast veður í lofti og Kristján lendir í ótrúlegum ævintýrum.
Er aðgengilegt til 15. september 2026.
Lengd: 49 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
