Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Hornafjarðar og Skagafjarðar.
Lið Hornafjarðar skipa Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvöður í Vatnajökulsþjóðgarði, Jóna Benný Kristjánsdóttir lögfræðingur og Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.
Lið Skagafjarðar skipa Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands, Guðný Zoëga fronleifafræðingur á Byggðasafni Skagfirðinga og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.
Íslensk heimildarþáttaröð í fimm þáttum um skipulag og uppbyggingu fimm bæja vítt og breitt um landið. Bæirnir Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar og Hafnarfjörður eru heimsóttir og stiklað á stóru um sögu þeirra. Umsjón: Egill Helgason og Pétur Ármannsson. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Valinkunnir tónlistarmenn flytja nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.
Ragnheiður Gröndal flytur nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri Sjónvarpsins.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Michael Mosley hittir fólk víða um heim sem virðist hafa fundið leiðir til að hægja á öldrun sinni og rannsakar vísindin á bak við fullyrðingar þeirra.
Í Sumarlandanum förum við út og suður, vítt og breitt, langt yfir skammt og allt þar á milli. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Elsa María Drífudóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Halla Ólafsdóttir, Þórdís Claessen, Jóhann Alfreð Kristinsson og Steiney Skúladóttir. Tónlistarkonan Árný Margrét sér um tónlistina. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Elvar Örn Egilsson, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Karl Sigtryggsson. Ritstjóri: Gísli Einarsson.
Við skoðum nýjasta fjós landsins, í Þrándarholti í Þjórsárdal. Þar væsir ekki um kýrnar.
Við fylgjumst með uppbygginu í Ólafsdal í Dölum þar sem fyrsti búnaðarskóli landsins var starfræktur.
Við förum á æfingu í listdansi með ungum nemendum í Listdansskólanum á Höfn í Hornafirði.
Við fræðumst um uppbyggingu í Mjóafirði, því afskekkta byggðarlagi, og heilsum upp á huldufólk á Akureyri. Í Lystigarðinum er fjölmenn byggð álfa og huldufólks.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í dag æltum við að búa til klukku. Hvernig í ósköpunum gerum við það??? Krakkarnir eru ekki í neinum vandræðum með þetta... eða hvað? Hvaða lið endar allt í slími?? Hver vinnu Hermikrákuna? Æsispennandi keppni við tímann. Gula liðið: Alex Róbertsson Kristín Vala Jónsdóttir Bláa liðið: Snævar Örn Kristmannsson Freyja Gyðudóttir Gunnarsdóttir

Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Vísindin eru alls staðar í kringum okkur! Grímur og Snæfríður skoða vísindin á bak við hversdagsleg fyrirbæri, eins og brauðrist og gleraugu.
Umsjón: Grímur Chunkuo Ólafsson og Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Í þessum þætti kanna Grímur og Snæfríður hver vísindin eru á bak við sogrör og komast að því að fyrirbærið loftþrýstingur kemur þar mikið við sögu.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Sími merktur Hvíta húsinu í Washington hefur lengi verið í eigu manns í Kópavogi. Sagan segir að síminn hafi komið til landsins með forseta Bandaríkjanna. Getur það staðist?

Íþróttafréttir.
Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga Jakobssyni, og eldar fyrir hann. Að þessu sinni fara þeir félagar um Austurland þar sem Kristinn þykist vera á heimavelli því faðir hans er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Janus er aftur á móti nánast eins og algjör túristi. Þeir hitta alls kyns fólk og lenda í ýmsu skakkaföllum en alltaf lenda þeir á fótunum og fá sér í gogginn.
Kristinn og Janus heimsækja Nordic Wasabi, kynnast því hvernig wasabi-planta verður til á Austurlandi og fá að smakka. Loks skella þeir sér inn í Loðmundarfjörð og þar verður sko veisla.

Sænskir þættir þar sem fylgst er með fólki gera upp draumahúsnæðið sitt.
Breskir spennuþættir frá 2024. Þegar tölvuþrjótar taka yfir stjórn næturlestar frá Glasgow til London þurfa tveir ókunnugir einstaklingar – farþegi um borð og starfsmaður hjá netöryggisstofnun – að hjálpast að við að bjarga farþegum lestarinnar og afstýra stórslysi. Aðalhlutverk: Joe Cole og Alexandra Roach. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Þriðja þáttaröð þessara pólsku spennuþátta um menntaskólakennarann Pawel Zawadzki. Þegar nemandi deyr í siglingu á vegnum skólans beinast spjótin að skipstjóranum, Bogdan, sem er faðir Pawels. Pawel er sannfærður um sakleysi föður síns en rannsóknin dregur ýmis leyndarmál fram í dagsljósið. Aðalhlutverk: Maciej Stuhr, Katarzyna Dabrowska og Roma Gasiorowska. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Portúgalskir spennuþættir frá 2023. Sagnfræðiprófessorinn Tomás de Noronha er sérfræðingur í dulritun og fornmálum. Þegar hann er fenginn til að ráða dularfull skilaboð hefst atburðarás sem gæti breytt heimssögunni. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir José Rodrigues dos Santos. Aðalhlutverk: Paulo Pires, Deborah Secco go Ana Sofia Martins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Landsleikur Svíþjóðar og Íslands í körfubolta. Leikurinn er liður í undirbúningi karlalandsliðsins í körfubolta fyrir EM 2025.