Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Fjallabyggðar og Álftaness.
Lið Fjallabyggðar skipa Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, Halldór Þormar Halldórsson verkefnisstjóri hjá Fjallabyggð og Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður Fjallabyggðar.
Lið Álftaness skipa Tryggvi M. Baldvinsson aðjunkt við tónlistardeild Listaháskólans í Reykjavík, deildarstjóri tónfræðigreina við Tónlistakólann í Reykjavík, tónskáld o.fl., Ingrid Kuhlman sem rekur fyrirtækið Þekkingarmiðlun og er formaður Líf styrktarfélags og Einar Sverrir Tryggvason kvikmyndatónskáld.

Dönsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem heilasérfræðingurinn Peter Lund Madsen hittir fólk sem hefur þurft að gjalda þess að hafa ofreynt sig andlega.
Peter Lund Madsen heimsækir Önnu Sofie sem þjáist af svefnleysi, en hún á erfitt með að sofna á kvöldin og vaknar oft á nóttunni. Saman reyna þau að komast að því hvað það er sem veldur svefnvandamálum hennar og hvernig hún getur fengið betri nætursvefn.
Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Í þessum þætti ræðir Jónas Sen við Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara.

Í átta þáttum ræðir Þóra Arnórsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Rætt verður við fyrstu lögreglukonurnar, fyrsta prófessorinn, fyrstu konuna sem leiddi kvennalandslið, fyrsta prestinn, einn fremsta kvikmyndaklippara Íslands, einn fyrsta gullsmiðinn og fyrstu íslensku konuna sem söng lag inn á plötu. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Rætt við Dóru G. Jónsdóttur en þær Ásdís S. Thoroddsen voru í nokkra áratugi einu konurnar í Félagi íslenskra gullsmiða.

Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.

Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Auri Aurangsari Hinriksson er engin venjuleg kona á níræðisaldri. Hún er fædd og uppalin á Srí Lanka en flutti til Ísafjarðar á níunda áratugnum með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni heitnum. Auri hefur verið örlagavaldur í lífi margra því hún hefur í yfir þrjátíu ár aðstoðað fólk sem leitar uppruna síns á Srí Lanka. Hún var lengi kennari á Ísafirði og lauk doktorsprófi í ensku sjötug að aldri.

Íþróttafréttir.
Önnur þáttaröð þessara þýsku leiknu þátta hefst á árinu 1932. Harry snýr aftur til Berlínar frá Bandaríkjunum og þau Vicky fá tækifæri til að taka upp þráðinn að nýju. Á sama tíma byrjar nasisminn að láta á sér kræla. Aðalhlutverk: Naemi Florez, Ludwig Simon og Alexander Scheer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2023 um Fritz Kuhn, þýskan innflytjanda sem markaðssetti sig sem fulltrúa Hitlers í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Hann laðaði að sér mikinn fjölda fylgjenda og hvorki bandaríska alríkislögreglan né Hitler sjálfur gátu stöðvað hann. Leikstjóri: Annette Baumeister. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Bresk heimildarmynd frá 2018. Enska hljómsveitin Bros var um stutta hríð á níunda áratug síðustu aldar ein sú stærsta í heimi. Hljómsveitarmeðlimirnir og tvíburabræðurnir Matt og Luke Goss fara á einlægan hátt yfir ferilinn, erfið samskipti þeirra bræðra og lífið eftir frægðina þar sem þeir undirbúa endurkomutónleika í O2-höllinni í London. Leikstjórn: Joe Pearlman og David Soutar.