18:25
Á gamans aldri
Auri Aurangasi Hinriksson

Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.

Auri Aurangsari Hinriksson er engin venjuleg kona á níræðisaldri. Hún er fædd og uppalin á Srí Lanka en flutti til Ísafjarðar á níunda áratugnum með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni heitnum. Auri hefur verið örlagavaldur í lífi margra því hún hefur í yfir þrjátíu ár aðstoðað fólk sem leitar uppruna síns á Srí Lanka. Hún var lengi kennari á Ísafirði og lauk doktorsprófi í ensku sjötug að aldri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,