12:20
Fílalag (6 af 8)
Páll Óskar - Tókst

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Fáir listamenn hafa lagt jafnmikið inn í þroskasögu íslensku þjóðarinnar og Páll Óskar. Sem tónlistarmaður, aðgerðasinni og mannvinur hefur hann verið skrefi á undan og með víðari sýn en við hin, og miðlað því með kærleika og gleði að vopni. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla hér lagið Tókst með Páli Óskari af plötunni Seif frá 1996. Um er að ræða eitt af hans minna þekktu lögum, en þó með þeim mikilvægari. Sandra Barilli lítur við ásamt trommaranum Magnúsi Trygvasyni Eliassen.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,