19:45
Alla leið (1 af 3)

Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.

Gunna Dís og Gunnar Birgisson ræða við Felix Bergsson um fyrri undanúrslitakvöld Eurovision 2025. Gestir þáttarins eru Edda Sif Pálsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson. Liðin keppast um að spá fyrir um hverjir komast áfram í aðalkeppnina sem haldin verður 17. maí í Basel, Sviss.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 7 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,