Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Er sjálfsrækt alltaf af hinu góða eða getur hún gengið of langt? Samfélagsmiðlar virðast oft vera stútfullir af ráðleggingum um það hvernig við getum bætt okkur en hvernig getum við treyst því að fullyrðingar þar séu réttar? Þetta og fleira var rætt á Torginu með góðum gestum.
Linda Pétursdóttir, lífsþjálfi
Ragna Benedikta Garðarsdóttir, félagssálfræðingur
Sóley Kristjánsdóttir, sálfræðimenntaður markþjálfi og uppistandari
Ingibjörg Stefánsdóttir, söng- og leikkona og jógaþerapisti
Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor við íþróttafræðideild HR og sálfræðingur
Bergþór Másson, hlaðvarpsstjórnandi
