Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þrjú ár eru í dag frá innrás Rússa í Úkraínu og þjóðarleiðtogar í Evrópu fjölmenntu í tilefni þess í Kyiv í morgun. Þar á meðal var Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Rætt var við Kristrúni í Kyiv í dag eftir fundinn. Þá rifjum við upp kynnin við Mazur-fjölskylduna sem við í Kastljósi hittum fyrst fyrir ári síðan. Þau flúðu til Íslands þegar stríðið braust út og dvöldust hér á landi í tvö ár. Þau tóku síðan ákvörðun um að snúa aftur til Úkraínu. Guðrún Sóley rifjaði upp kynnin við fjölskylduna á þessum tímamótum.
Kristilegir Demókratar unnu sigur í sögulegum þingkosningum í Þýskalandi í gær og búast má við að leiðtogi flokksins, Friedrich Merz, verði næsti kanslari. Innan Evrópuríkja eru bundnar vonir við að sterk stjórn í Þýskalandi geti verið í lykilhlutverki við að fást við þær áskoranir sem Evrópa stendur nú frammi fyrir. Farið var yfir nýafstaðnar kosningar í Þýskalandi með Ragnari Hjálmarsyni doktor í stjórnarháttum og Halldóri Guðmundssyni rithöfundi, sem báðir þekkja vel til málefna Þýskalands.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Nýr meirihluti var kynntur á föstudag eftir að Framsóknarflokkurinn sprengdi óvænt meirihlutasamstarfið tveimur vikum áður. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri er gestur Silfursins og fer yfir áherslumál nýs meirihluta, sem þarf að hafa hraðar hendur þar sem það styttist í kosningar.
Heiða Björg er líka formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en kjaradeila við kennara er í lás eftir að sambandið felldi tillögu Ríkissáttasemjara fyrir helgi. Við förum yfir stöðu mála með þeim Heiðu Björg, Magnúsi Þór Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands, og Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra í Garðabæ.
Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjóða sig báðar fram og mætast í Silfrinu í kvöld.

24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hér eigast við í fyrri undanúrslitaþættinum lið Kópavogs opg Norðurþings. Fyrir Kópavog keppa Víðir Smári Petersen, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson og Kristján Guy Burgess og fyrir Norðurþing keppa Guðmundur Svafarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason sem allir eru Ljótir hálfvitar.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Gyrðir Elíasson rithöfundur verður gestur í Kilju vikunnar. Við ræðum meðal annars um þýðingar hans, endurútgáfu á ýmsum verkum hans og búferlaflutninga. Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna ræða við okkur um Bekkinn minn, en þessi bráðsnjalli bókaflokkur þeirra nýtur feikilegra vinsælda meðal barna. Björn G. Björnsson hefur fjallað mikið um íslenska byggingarlist og í bókinni Frumherjum segir hann frá tíu húsameisturum sem eru fæddir fyrir aldamótin 1900. Þar koma við sögu mörg glæsileg hús, misjafnlega fræg. Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur segir okkur frá bókum sem hann heldur upp á og hafa mótað hann. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Kallaður var hann kvennamaður, ævisögu Sigurðar Breiðfjörð, eftir Óttar Guðmundsson og Klökkna klakatár eftir Ragnhildi Bragadóttur.

Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.
Andri fer í starfskynningu til fótaaðgerðarfræðings og fær að snyrta misstóru tásurnar á leikonunni Ólöfu Hugrúnu. Andri bregður sér síðan í mjög sérstaka tangótíma sem eru haldnir vikulega á Kringlukránni. Andri kemst aftur í snertingu við þungarokkarann í sér þegar hann skoðar stærsta (og líklega eina) Kiss-safnið á Íslandi. Í kjölfarið fer hann í þvílíkri stemmningu á tónleika með Kiss-eftirhermuhljómsveitinni Meik.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!

Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Úkraína og netöryggi. Þrjú ár eru liðin frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Við förum örlítið yfir stöðuna í alþjóðamálum og svo segir Embla okkur frá tölvuleiknum Digiworld, sem fjallar um netöryggi. Krakkar í 4. bekk í Hlíðaskóla fengu að prófa leikinn.
Ari Páll tekur á móti ykkur í Krakkafréttum dagsins.

Íþróttafréttir.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Er sjálfsrækt alltaf af hinu góða eða getur hún gengið of langt? Samfélagsmiðlar virðast oft vera stútfullir af ráðleggingum um það hvernig við getum bætt okkur en hvernig getum við treyst því að fullyrðingar þar séu réttar? Þetta og fleira var rætt á Torginu með góðum gestum.
Linda Pétursdóttir, lífsþjálfi
Ragna Benedikta Garðarsdóttir, félagssálfræðingur
Sóley Kristjánsdóttir, sálfræðimenntaður markþjálfi og uppistandari
Ingibjörg Stefánsdóttir, söng- og leikkona og jógaþerapisti
Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor við íþróttafræðideild HR og sálfræðingur
Bergþór Másson, hlaðvarpsstjórnandi

Sænsk þáttaröð frá 2019 þar sem tíu þátttakendur reyna að komast af í langvarandi rafmagnsleysi. Hversu vel erum við sem samfélag undirbúin fyrir óvænt neyðarástand, til dæmis af völdum náttúruhamfara?

Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Breskir gamanþættir um einfarann John Taylor sem gefur út þrautabækur undir dulnefninu „Ludwig.“ Þegar eineggja tvíburabróðir hans, James, hverfur sporlaust heldur John á lögreglustöðina til að grennslast fyrir um hann. Þar er bræðrunum ruglað saman og John er skyndilega kominn í starf bróður síns sem rannsóknarlögreglustjóri Cambridge. Aðalhlutverk: David Mitchell, Anna Maxwell Martin og Dipo Ola. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Breskir glæpaþættir frá 2021 eftir Jimmy McGovern. Mark Cobden er nýkominn á bak við lás og slá og á erfitt með að fóta sig innan fangelsisins. Hann kynnist Eric McNally, fangaverði sem verndar fanga í hans umsjá. Eric þarf að taka erfiða ákvörðun þegar hættulegur fangi kemst að helsta veikleika hans. Aðalhlutverk: Sean Bean, Stephen Graham og Siobhan Finneran. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Úkraína og netöryggi. Þrjú ár eru liðin frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Við förum örlítið yfir stöðuna í alþjóðamálum og svo segir Embla okkur frá tölvuleiknum Digiworld, sem fjallar um netöryggi. Krakkar í 4. bekk í Hlíðaskóla fengu að prófa leikinn.
Ari Páll tekur á móti ykkur í Krakkafréttum dagsins.